Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 13
Báðar kistulagnirnar séðar ofan frá (frá suðri til norðurs).
höfninni, þótt suma okkar skorti hörku og líkamsburði
á við útvalda „berserki“ aðfengna.
Þeir, sem mest komu þarna við sögu, þegar ég man
fyrst eftir, voru þeir Knútsstaðabræður, Jón og Sigur-
björn Kristjánssynir, sem voru annálaðir þrek- og dugn-
aðarmenn, og var Jón (seinast á Björgum) verkstjóri
eða foringi við niðursetninginn árum saman, og var það
orðin trú sumra, að þegar þeirra bræðra nyti ekki við
lengur, myndu vandfyllt skörðin eftir þá, og jafnvel að
lengur yrðu ekki settar niður kistur. Ekki fór þó á þann
veg, því að oftást kemur maður í manns stað, og svo
varð hér. Auk þeirra bræðra og að þeim frágengnum
fengust margir vaskir menn, bæði úr sveitum í grennd-
inni og ætíð margir ágætir menn frá Húsavík. Meðal
þeirra, sem ég man oftast eftir, skulu þessir nefndir:
Karl Sigurðsson á Knútsstöðum, tröll að vexti og burð-
um, Árni Sigurpálsson í Skógum, harðskarpur þrekmað-
ur en full lágvaxinn, þegar djúpt var, og frá Húsavík:
Þórður Markússon, Benedikt Jóhannsson, Sigurður
Guðmundsson og Jón Gunnarsson, sem allir voru með
stærri mönnum, og enn aðrir eitthvað lágvaxnari, en
liðtækir samt, svo sem Sörenssynir, Einar og Jón, og
Flóventssynir, Helgi og Jón.
Daginn, sem setja skyldi niður (svo var það kallað að
koma fyrir kistunum), var mikið um að vera. Aðkomu-
menn komu, ýmist á eigin fararskjótum eða voru sóttir
á heimahestum. Var ekki talið fært að leggja upp með
öllu minna en 12 menn væða og 2—4 hjálparmenn í landi,
en það voru fyrst og fremst bændurnir tveir (Egill faðir
minn og Jóhannes bróðir hans), sem farnir voru að
reskjast og voru ekki heilsusterkir til mikilla þrekrauna,
og með þeim 1—2 aðrir liðléttingar. Venjulega gat heim-
ilið lagt til 2—4 væða menn, og voru þá hinir aðfengnu
minnst átta og stundum allt að tíu. Strax með morgni
byrjaði kvenfólkið að tína til allar karlmannsflíkur, er
saman héngu og fyrir fundust, gera að leðurskóm eða
búa til nýja og matbúa. Þegar allir voru komnir, sem
von var á, og oftast var nokkuð snemma, var snæddur
morgunverður og reynt að troða sem mestu í sig. Því
næst eða jafnframt var tekið að búa sig, og var það gert
Laxamýri.
á sérstakan hátt. Bezt þótti að vera í ullarfötum innst
og troða ullarflókum á milli fata við bak og brjóst, þar
sem líkaminn er viðkvæmastur fyrir kuldanum. Þá var
farið í hverja flíkina utan yfir aðra, eftir því sem stærð
leyfði, og reyndi hver að ná í fat af sér stærri manni,
en með því að val mannanna til verksins var allmjög
byggt á stærð þeirra, sem hafði sína stóru kosti að öðru
jöfnu, var oft erfitt að fullklæða þá stærstu. Var naum-
ast til svo léleg og alls ekld svo ljót flík, að ekki þætti
hæfa í fossana, sem kállað var, enda geymdar með það
fyrir augum, hvenær sem til féllust. Mörgum þótti gott
að hafa gamla olíukápu eða skinnstakk, eins og sjómenn
notuðu, inn á milli klæða eða jafnvel yzt, því að það dró
úr hröðu vatnsrennsli gegnum fötin, svo að vatn gat
orðið kyrrstæðara stund og stund að minnsta kosti, og
ylnað lítið eitt af líkamanum, sem oft framleiddi, vegna
erfiðis, mikinn hita, er fór þá síður til spillis. Voru lengst
af 2—4 skinnstakkar reyktir og geymdir í eldhúsi og
einkum ætlaðir vissum mönnum, sem búizt var við að
beittu sér öðrum fremur. Sumir aðkomumanna áttu og
tilsvarandi flík og notuðu hana þá. Á fótum voru allir
með leðurskó, eins og tíðkuðust hvarvetna í sveitum
langt fram yfir aldamót, en þeir voru hálir og svo linir,
að engin veruleg vörn var í þeim til að verjast sárindum
og mari af botngrjótinu, en margfaldir sokkar og stund-
um tvennir skór drógu þó nokkuð úr. Fáir komu samt
með öllu ósárir og ómarðir úr hildarleiknum, en stór-
meiðsli urðu engin í mínu minni, og datt engum í hug
að kveinka sér undan smá fótasárindum, blárri nögl eða
strengjum, sem oftast fylgdi eftir á. Til þess að verjast
hálkunni á botngrjótinu, vöfðu menn sundurröktum
köðlum yfir ristina og bundu um öklann.
Þegar búið var að éta og búa sig, var margur orðinn
skrýtinn í vexti og engan veginn liðlegur, því að sann-
ast að segja voru menn orðnir illa færir um allar hreyf-
ingar á þurru landi, en þegar út í ána kom, sakaði þetta
ekki svo rnjög, því að bæði var mikið um hreinar kyrr-
stöður tímum saman, þegar styðja þurfti við kistur og
kör, á meðan ekki var búið að finna þeim hentugan
stað né festa, en unnið að undirbúningi þess af sumum;
Heima er bezt 231