Heima er bezt - 01.07.1958, Side 14

Heima er bezt - 01.07.1958, Side 14
síðan að handlanga grjótið á milli sín, þegar að því kom, en standa þó sem mest í sömu sporum, þannig að land- maður rétti þeim fyrsta og svo hver af öðrum á ákvörð- unarstað. Dýpi og straumþungi fyrirmunaði nær allt göngulag, þar til eitthvert hlé fékkst af körum og grind- um, þegar verkinu hafði þokað fram, og varð hver mað- ur að finna sem bezta stöðu með bak í straum og hreyfa einkum hendur og í mesta lagi annan fótinn við að rétta grjótið til næsta manns. Þeir fáu, sem mér vitanlega reyndu minni eða léttari búning en lýst hefur verið, urðu greinilega verr úti, hvað kulda snerti, og munu ekki hafa reynt það vilj- andi nema einu sinni. Á seinni árum reyndi ég annan fótabúnað með góðum árangri, og voru það mjög rúm- ir, leðursólaðir og jafnvel járnaðir útlendir skór, með smágötum niður við sólann, líkir þeim eða eins og þeir, sem sumir veiðimenn nota utan yfir sína vatnsheldu sokka eða buxur. Fyrst var dregið dár af þessu af þeim eldri, sem öðru voru vanir og töldu eitt duga myndi, en reynslan varð mér í vil; mjög lítið vart við hálkuna en mar og meiðsli að mestu úr sögunni. Skal nú sjálfu verkinu lýst nánar: Þungamiðjan í kvínni, sem gera þarf, er að sjálfsögðu kistan, sem byrjað er þá á. Henni er valinn staður nálægt miðri kvísl, þar sem dýpið og straumurinn er mestur á girðingarstæðinu. Allir þeir, sem væðir eru, raða sér í kringum kistuna, og þeir hávöxnustu helzt hafðir við hornið, sem í strauminn veit, því að lengst munu þeir standa upp úr, ef á reynir, og bera þá um leið ögn af þeim næstu fyrir neðan. Kaðall er þræddur í auga á kistunni og annar endi hans bundinn um jarðfasta klöpp, en landmenn halda í hinn og gefa eftir að þörf, en stöðva við járnkarl. Er nú vaðið út í, og dýpkar snögglega og þyngist straumur, og innan lítillar stundar standa allir í mittis- til axlardjúpu vatni og hanga á kistunni, til þess að halda henni niðri. Þegar sá, sem stjómar verkinu, telur að farið sé að nálgast rétta staðinn — en varast verð- ur mjög að fara of langt, — gefur hann merki um að nema staðar. Er þá stundum einn látinn fara upp á kist- una, svo að þungi hans notist sem bezt við að halda henni kyrri. En ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið, því að oft getur tekið langan tíma að fá góða og nákvæma stöðu fyrir kistuna, sem skiptir mjög miklu máli til árangurs. Það þarf að vera sem dýpst á henni, hún má ekki vera teljandi á lofti né hallast til muna og straumurinn þarf að klofna sem bezt á efsta horni hennar. Oftast þarf að hreinsa grjót úr botninum, sem ekki verður gert nema með jámkarli og fótunum við erfiða aðstöðu, og ranga kistunni og færa á ýmsa vegu áður en vel er. Straumniðurinn er svo hávær, að erfitt er að tala saman, enda húfur niðurbrettar, og verður að hrópa og kalla allar fyrirskipanir frammi, en bend- ingar einar duga frá landmönnum, ef þeir hafa eitthvað að segja. Loks kemur þó að því, að staður er ákveðinn með illu eða góðu, og kemur þá til að stöðva kistum varanlega. Er oftast annar maður látinn upp á hana, en eins margir og unnt er settir í röð meðfram kaðli, sem strengdur er í land, að grjóthrúgu, sem þar er, og er nú grjótið handlangað fram á kistuna, eins og áður var á drepið, þar til hún getur staðið mannlaus. Skreppa nú allir í land sem snöggvast, til þess að hreyfa sig og fá hita í skrokk og limi, sem dofnir voru orðnir, og ná úr sér skjálfta, sem flestir hafa orðið að kenna á um stund. Sumir reyndu að hlaupa, þó enginn væri hlaupalegur. Aðrir tóku glímu- eða hryggspennutökum eða börðu sér. Þeir, sem vildu, fengu brennivínsstaup, en aðrir kamfóru í sykurmola. Næst var að fara fram með kistukörin og koma þeim fyrir. Var sett sitt karið við hvort hom kistunnar að neðan. Áríðandi var að þau færu vel, stæðu stöðug, ekki of nærri inngönguopi í kistuna, né heldur of tæpt á hornunum, og endurtók sig því oftast sama sagan og við kistuna, lagfæring á botni árinnar og miklar stimpingar við stöðvun á körunum. Varð það því oft tímafrekt og kaldsamt. Að því búnu var því erfiðasta lokið við þá lögn og hægt að ganga rösklegar til verks tímum saman og neyta sín betur, enda ekki sparað, eftir því sem við varð komið. Kusu flestir fremur erfiðið en kyrrstöð- urnar við körin, þegar styðja þurfti við þau, áður en grjótið fór að halda þeim, svo að ögn var reynt að jafna verkum á milli manna, þó að freistandi væri að beita duglegustu mönnunum þar sem þeir nutu sín bezt. Kör- in voru svo sett niður í áttina til lands, sem næst með því millibili, er ein grind náði, ef botninn leyfði það, annars styttra, en jafnóðum og kar bættist við, var grind sett í bilið og reyrð föst við körin. Þegar girðing var komin frá kistu til lands, var eftir að leggja álmu beint undan straumi frá kistunni, til þess að mynda kvína, en nú var komið hlé af körum, grindum og kistu, og því hægara um vik, enda mest af grjóti í körin sótt í botn- inn úr því. Framhald. Klemenz Kr. Kristjánsson Framhald. af bls. 223. ---------------------------- Klemenz kvæntist 1929 Ragnheiði Nikulásdóttur frá Kirkjulæk, hinni mestu myndarkonu, sem átti sinn góða þátt í að skapa hið fagra heimili að Sámsstöðum. Hún lést 1950. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en tvö fósturbörn ólu þau upp, og son á Klemenz nú ungan. Á síðari árum hefir Klemenz komið upp nýbýli á Hvolsvelli, og mun hann hafa í hyggju að flytjast þangað, er hann lætur af störfum í þjónustu ríkisins. Stórfelldar framfarir hafa gerzt í íslenzkum land- búnaði á þessari öld. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn og yrkt reit í sögu þjóðarinnar. Það er trú mín, að einn af fegurstu reitunum verði bletturinn hans Klemenzar á Sámsstöðum. Og hver veit hversu margir þeir verða í framtíðinni, sem hverfa aftur heim til hlíðarinnar sinnar vegna þess starfs, sem hann hefir lagt grundvöll að og unnið. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. 232 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.