Heima er bezt - 01.07.1958, Side 22

Heima er bezt - 01.07.1958, Side 22
„Sæl værak, ef sjá mættak Búrfell og Bala, báða Lóndranga, Aðalþegns hóla og Öndvert nes, Heiðarkollu og Hreggnasa, Dritvík og möl fyrir dyrum fóstra... “ Efni vísunnar er auðskilið. Værak og mættak er í nú- tímamáli væri ég, mætti ég. Öll eru þessi örnefni til undir Jökli. Helga lýsir heimþrá sinni og söknuði í vísunni. Allir unglingar munu skilja heimþrá Helgu, þeir sem eitthvað hafa að heiman farið, en þó eru ástæður Helgu enn ömurlegri, ef sönn væri sagan, þar sem hún er eins og skipbrotsmaður, einmana á ókunnri strönd. Ég mun ekki rekja sögu Helgu lengra í þessum þætti, en saga hennar er raunasaga og örlög hennar þung. Víkur nú sögunni aftur heim til íslands. Þær systur Helgu fara heim að Laugarbrekku og segja Bárði föður sínum alla sögu, hversu fór með þeim Rauð- feldi og Helgu. Bárður varð við þetta ægilega reiður, spratt þegar upp og gekk til Arnarstapa. Þar bjó Þor- kell, faðir þeirra Rauðfelds og Sölva. Ekki er mjög löng leið milli Laugarbrekku og Arnarstapa. Bárður • VILLI var þá mjög dökkur yfirlits. Eigi var Þorkell heima. Hann var genginn til sjávar. Piltarnir Rauðfeldur og Sölvi voru úti. Þá var annar þeirra ellefu vetra en hinn tólf. Bárður tók þá báða, hvorn undir sína höndina, og gekk með þá til fjalls. Ekki gerði þeim um að brjótast, því að svo var Bárður sterkur, að hann mátti svo halda, þó að væru fullrosknir menn. En er hann kom í fjallið upp, kastaði hann Rauðfeldi í gjá eina stóra og svo djúpa, að Rauðfeldur var þegar dauður, er hann kom niður. Þar heitir nú Rauðfeldsgjá. Hann gekk með Sölva nokkru lengra, þar til hann kom á einn hamar háan. Þar kastaði hann Sölva ofan fyrir, og var hann þegar dauður. Þar heitir síðan Sölvahamar. Eftir þetta gekk Bárður til Arnarstapa og segir dauða þeirra bræðra og heldur síðan heim á leið. Þá kom Þor- kell heim og spurði, hversu að hefði borizt um líflát sona sinna. Hann snýr þá á veginn eftir bróður sínum, og er þeir fundust, varð ekki af kveðjum, utan þeir ráð- ast þegar á, og gekk flest um fyrir þeim. Það varð um síðir að Þorkell féll, því að Bárður var þeirra sterkari. Þorkell lá eftir fallið um stund, en Bárður gekk heim. Brotnað hafði lærleggur Þorkels í glímu þeirra bræðra. Þá stóð Þorkell loks upp og hnekkti heim (þ. e. staul- aðist heim). Síðan var bundið um fót hans, og greri hann mjög að heilu. Hann var síðan ltallaður Þorkell bundinfóti. Þegar hann var gróinn, fór hann burt af Snjófellsnesi með allt sitt, segir sagan.---- Én svo brá Bárði við þetta allt saman, viðureign þeirra bræðra og hvarf dóttur sinnar, að hann gerðist bæði þögull og illur viðskiptis, svo að menn höfðu engar nytjar hans síðan. Gaf hann vinum sínum jarðir sínar og lönd og fór mjög einförum síðan, og er hans víða getið eftir þetta í ferðalögum um landið. Margir telja Snæfellsjökul með fegurstu fjöllum á landinu. Eitt fegursta málverk Kjarvals er líka af Snæ- fellsjökli. Á ltyrrum, björtum sumarkvöldum um sólarlagsbil er fagurt að líta til Snæfellsjökuls úr Reykjavík, Hafnar- firði og nágrenni. Sumarið 1953 var sólríkt og blítt. Mikil kvöldfegurð varð þá oft í Reykjavík. Mátti þá oft sjá margt fólk á Arnarhóli og við höfnina og vestur með sjónum allt að Grandavegi. Vildi það njóta hinnar fágætu kvöldfeg- urðar og dást að útsýninu. Er það ógleymanleg sýn, er geislar kvöldsólarinnar falla á jökulhettuna með breyti- legum litbrigðum. Víða er á Islandi fögur fjallasýn, og erfitt mun að gera upp á milli fegurstu staðanna, en margir telja, að hinn víði fjallafaðmur Breiðafjarðar og Faxaflóa geymi mesta fegurð í fjarlægri fjallasýn. Frá Reykjavík nýtur Snæfellsjökull sín ágætlega, þó að hann sé fagur álitum hvaðan sem hann er séður. Annars á það við um öll fögur og svipmikil fjöll, að þau njóta sín bezt í hæfilegri fjarlægð. 240 Heima er bezt Framhald.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.