Heima er bezt - 01.07.1958, Qupperneq 25
íslandsmeistarar í sundi 1958:
100 m skriðsund karla: Pétur Kristjánsson, 59.7 sek.
400 m bringusund karla: Einar Kristinsson, 6 mín. 0.9 sek.
100 m baksund kvenna: Helga Haraldsdóttir, 1 mín. 21.5 sek.
200 m bringusund kvenna: Hrafnh. Guðmundsdóttir, 3 mín. 13.4.
4x 100 m fjórsund karla: Sveit Reykjavíkur, 4 mín. 49.6 sek.
100 m flugsund karla: Pétur Kristjánsson, 1. mín. 12 3 sek.
400 m skriðsund karla: Helgi Sigurðsson, 5 mín. 0.3 sek.
(Helgi varð einnig íslandsmeistari í 1500 m skriðsundi, en í
þeirri grein var keppt í Reykjavík).
100 m skriðsund kvenna: Ágústa Þorsteinsdóttir, 1. mín. 8.1 sek.
100 m baksund karla: Guðmundur Gíslason, 1. mín. 11.8 sek.
200 m bringusund karla: Sigurður Sigurðsson, 2 mín. 53.3 sek.
3 x 50 m þrísund kvenna: Sveit Reykjavíkur, 1 mín. 50.5 sek.
4 x 200 m skriðsund karla: Sveit Reykjavíkur, 9 mín. 23.2 sek.
Sigurvegarar í unglingagreinum:
100 m skriðsund drengja: Erlingur Georgsson, 1. mín. 7.2 sek.
100 m baksund drengja: Hörður Finnsson, 1 mín. 20.1 sek.
50 m bringusund telpna: Sigrún Sigurðardóttir, 43.0 sek.
100 m bringusund drengja: Hörður Finnsson, 1 mín. 22.2 sek.
50 m skriðsund telpna: Ágústa Þorsteinsdóttir, 31.0 sek.
Frjálsar íþróttir.
Mikil verkefni og stór bíða íslenzkra frjálsíþrótta-
manna á næsta leiti. Seint í næsta mánuði verður Ev-
rópumeistaramót í frjálsum íþróttum háð í Stokkhólmi,
og hafa íslendingar tilkynnt þátttöku. Nokkrum dög-
um eftir Evrópumótið verður svo landskeppni Dana og
íslendinga í Randers á Jótlandi.
Frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið, að aðeins þeir
sem ná lágmarksafreki, sem sambandið hefur auglýst,
verði sendir til Evrópumótsins. Aðeins þrír íþróttamenn
hafa þegar náð tilskildu lágmarksafreki, og gert betur
en krafizt er, en það eru þeir Valbjörn Þorláksson í
stangarstökki (4.42 m), Hilmar Þorbjörnsson í 100 m
hlaupi (10.5 sek.) og Vilhjálmur Einarsson í þrístökki
(15.45 m).
Vegna Evrópumótsins og landskeppninnar, sem fram
undan er, fylgjast menn nú með afrekum frjálsíþrótta-
manna af meiri athygli en oft áður. íslendingar hafa til
þessa sigrað, þegar þeir hafa þreytt landskeppni í frjáls-
um íþróttum við Dani, og vona menn, að svo verði enn.
íslenzkir íþróttamenn hafa frá stríðslokum vakið á sér
athygli á Evrópumótum og hlotið þrjú meistarastig til
þessa (Gunnar Huseby í kúluvarpi 1946 og aftur 1950,
og Torfi Bryngeirsson í langstökki 1950). Mesta athygli
vöktu íslcndingar á Evrópumeistaramótinu í Briissel
1950, þá komust flestir íslenzku keppendanna í úrslit og
þrír á verðlaunapallinn. Á Evrópumótinu í næsta mán-
uði munu íslendingar fyrst og fremst leggja traust sitt
á þremenningana, sem náð hafa lágmarksafrekinu nú
þegar. Líklegt má telja, að þeir komist á verðlaunapall,
en of snemmt er að spá um það, hve hátt á pallinn þeir
komast.
Áhorfendur voru að vanda mjög margir á 17. júní-
mótinu í Reykjavík. Meðal þeirra var forseti íslands,
biskupinn yfir Islandi, menntamálaráðherra, sendiherrar
erlendra ríkja, borgarstjórinn í Reykjavík og fleiri
heiðursmenn. Veður var afbragðsgott, sólskin og hiti.
Hilmar Þorbjömsson náði beztum árangri á mótinu,
hljóp 100 m á 10.5 sek., og hlýtur fyrir það afrek for-
setabikarinn. Af öðrum afrekum má nefna: 200 m hlaup
Hilmars Þorbjörnssonar, 21.8, þrístökk Vilhjálms Ein-
arssonar, 15.45, 800 m hlaup Svavars Markússonar, 1
mín. 53.4, grindahlaup Péturs Rögnvaldssonar, 15.0,
5000 m hlaup Kristleifs Guðbjörnssonar, 15 mín. 6 sek.,
og kringlukast Hallgríms Jónssonar, 48.48 m.
Félagarnir, sem voru umræðuefnið í íþróttaspj alli
þessa rits í síðasta mánuði, þeir Kristleifur Guðbjörns-
son, Kristján Jóhannsson og Haukur Engilbertsson, sáu
áhorfendum fyrir skemmtilegustu keppni mótsins. Þeir
kepptu í 5000 m hlaupi og börðust lengi vel eins og Ijón
um sigurinn. Svo fór, sem ég spáði, að Kristleifur og
Kristján reyndust Hauki þungir í skauti á hlaupabraut-
inni, en þeir hafa mun meiri reynslu í brautarhlaupum
en Haukur. Haukur var full kappsamur og eyddi kröft-
um í óþarfa spretti í tíma og ótíma og var þess vegna
þrotinn að kröftum, þegar til lokaátakanna kom. Þessir
herrar eiga áreiðanlega eftir að takast á oft enn og er
ekki ólíklegt að á ýmsu gangi, en óhætt er að fullyrða,
að gaman verði að fylgjast með ungu mönnunum, Krist-
leifi og Hauki. Þeir eru ólíkir að hlaupalagi, Kristleifur
er léttur og hleypur af mýkt, Haukur er kröftugri og
greinilega skapmikill. Kristleifur setti nýtt unglingamet
í þessari grein, hljóp á 15 mín. og 6 sek., Kristján Jó-
hannsson varð annar, Haukur þriðji. Tími hans var
einnig betri en fyrra unglingametið.
Knattspyma.
Knattspyma er sú íþrótt, sem flesta dregur að áhorf-
endurna. Mikill fjöldi áhorfenda sá fimm leiki enska liðs-
ins Bury og horfði á íslenzku flokkana fara mjög hall-
oka fyrir þessu enska þriðju deildar liði. Að vísu töp-
uðu Englendingarnir einum leik gegn K. R., en með
óskiljanlegum hætti. Þeir höfðu yfirburði allan leik-
inn, en náðu bara ekki að skora. K.R.-ingar gerðu eina
mark leiksins.
Það er áhyggjuefni, hve lítið íslenzkum knattspyrnu-
flokkum þokar í þá átt að verða samkeppnisfærir við
erlenda kollega sína. Hið stutta keppnistímabil á sjálf-
sagt sinn mikla þátt í þessu, en getur þó ekki verið höf-
uðorsökin. Ég held, að meinið sé fyrst og fremst það,
að knattspyrnumennimir taka ekki hlutina nægilega al-
varlega.
Knattspyrnumótið, sem jafnan vekur mesta athygli
hér innanlands, fyrstu deildar keppnin, hófst 19. júní.
Fyrsti leikur mótsins var milli íslandsmeistaranna 1957,
x\kurnesinga, og Hafnfirðinga.
Vegna misklíðar og klögumála á víxl, sem lítill sómi
er að, er ekki vitað, þegar þetta er ritað, hvaða lið ann-
arrar deildar 1957 færist upp í fyrstu deild í stað Akur-
eyringa, sem féllu niður í fyrrahaust. ísfirðingar og
Keflvíkingar kepptu til úrslita í annarri deild í fyrra,
og skildu lið þeirra jöfn, 1:1. Síðan hefur úrslitaleikur
Heima er bezt 243