Heima er bezt - 01.07.1958, Page 26
þrívegis verið auglýstur en aðeins annar flokkurinn
mætt til leiks. I svipinn virðist allt komið í sjálfheldu,
og verði ekki skjótlega kveðinn upp Salómonsdómur í
þessu máli, er líklegt að aðeins fimm flokkar keppi um
íslandsmeistaratitilinn í þetta sinn: Akurnesingar, Hafn-
firðingar og Reykjavíkurfélögin þrjú, Fram, K. R. og
Valur.
Fyrsti leikur íslandsmótsins 1958, leikur Akurnesinga
og Hafnfirðinga, hófst að lokinni stuttri setningarræðu
sem Björgvin Schram, formaður Knattspyrnusambands
íslands, flutti. Veður var afbragðsgott, svo til logn,
hlýja en sólarlaust. Sannkallað knattspyrnuveður.
Fyrir leikinn spáðu menn því almennt, að Akurnes-
ingar myndu sigra með miklum yfirburðum; að mörgu
leyti eðlilegur spádómur, þegar á það er litið, að hér
áttust við íslandsmeistararnir og yngsta liðið í fyrstu
deild, sem hefur æft knattspyrnu í rösklega tvö ár að-
eins.
Þó fór þetta á annan veg; að vísu sigruðu Akurnes-
ingar með þrem mörkum gegn einu, en markatalan gef-
ur mjög ranga hugmynd um gang leiksins; góður mark-
vörður hefði varið að minnsta kosti tvö af skotunum,
sem höfnuðu í marki Hafnfirðinga.
Hafnfirðingar sýndu mjög góðan leik í fyrri hálfleik
og áttu nokkur góð tækifæri; m. a. var miðherji þeirra
í opnu færi snemma í hálfleiknum, en var of seinn að
skjóta, og Albert átti hörkuskot að marki, en knöttur-
inn lenti af tilviljun í andliti bakvarðar Akurnesinga í
stað þess að hafna í netinu.
Akurnesingar gerðu fyrsta markið í leiknum í lok
fyrri hálfleiks; það var Þórður Þórðarson, sem gerði
markið. Snemma í síðari hálfleik bætti Þórður öðru
marki við, en skömmu síðar gerði Albert eina mark
Hafnfirðinga með öruggu skoti af stuttu færi, og var
það fallegasta mark leiksins. Þórður bætti svo þriðja
marki Akurnesinga við undir leikslok, með skoti af
löngu færi, sem markvörður Hafnfirðinga hefði átt að
ráða við.
Að mínum dómi var þetta bezti leikur íslenzkra
flokka á þessu sumri. Báðir aðilar áttu góða samleiks-
kafla og jákvæða, en báðum gekk illa að skora. Hafn-
firðingar voru fljótari á knöttinn og dreifðu leiknum
meir; sendingar þeirra voru góðar og oft nákvæmar.
Akurnesingar lögðu sem fyrr mest upp ur hraðanum.
Þórður Þórðarson átti mestan þátt í sigri liðsins; hann
er alltaf hættulegur upp við markið, og miðvörður
Hafnfirðinga gaf honum of lausan tauminn.
Albert Guðmundsson var bezti maður Hafnarfjarðar-
liðsins og bar af leikmönnum beggja liða þetta kvöld.
Leikni hans er frábær; enginn leikmaður íslenzkur þolir
samanburð við Albert hvað það snertir. Sendingar hans
eru hárnákvæmar, og ber hann einnig af öðrum leik-
mönnum í því efni. Þá er enginn markvörður öfunds-
verður, sem á að verja þrumuskot hans. Oll þessi atriði
sýndi Albert í ríkum mæli í fyrsta leik íslandsmótsins og
sannaði þar með. að kunnáttumennirnir, sem velja lands-
lið íslendinga, hafa rétt fyrir sér, þegar þeir telja, að
hann falli ekki inn í íslenzka landsliðið (of góður!).
Kalmar, Svíþjóð, 8. maí 1958.
Til Heima er bezt —
Kæru vinir! Eg er kona íslenzk, sem búin er að vera
hér í 20 ár. Ég uni mér hið bezta, en aldrei gleymi ég
þó landinu mínu fallega; það líður tæplega nokkur
dagur, að hugur minn reiki ekki heim, heim til fólksins
míns, fjallanna og fossanna. Allt, sem minnir mig á
landið mitt, er mér kærkomið. Mánaðarblaðið „Heima
er bezt“, sem foreldrar mínir elskulegir hafa valið að
senda mér að gjöf, er mér alltaf kærkominn vinur. Ég
þakka ykkur öllum fyrir þetta ágæta íslenzka blað,
fyrir alla ánægju og gleði, sem það hefur veitt mér.
Minnsti drengurinn okkar rakst nú á þessa „úlpu-
mynd“ og fór að spyrja um hana. Ég sagði honum frá
barnagetrauninni, og langar hann svo mikið til að vera
með, þó hann hafi kannske engan rétt á því af því að
hann er sænskur ríkisborgari. En að gamni langar mig
til að segja ykkur frá, að í óvenjulegu kuldunum og
snjónum hérna í vetur vorum við, öll fjölskyldan (fimm
manns) aldrei í öðru en ágætu og fallegu íslenzku úlp-
unum okkar. Nú bíðum við eftir vorinu með óþreyju;
hér er allt að byrja að grænka, en trén eru þó ekki
sprungin út enn, og er það mánuði seinna en vant er.
Ég sé þó, þegar mér verður litið út um gluggann, að
litlar telpur koma gangandi með fangið fullt af skógar-
blómum (vitsippor).
Með beztu kveðjum
María Jónsdóttir-Ström.
Viljið þér gjöra svo vel að setja þessa auglýsingu í
blaðið?
Ég óska eftir að komast í bréfasamband við unglinga
á aldrinum 13—15 ára.
Guðmundur Helgason, Árnesi,
Lýtingsstaðahr., Skagafirði.
244 Heima er bezt