Heima er bezt - 01.07.1958, Page 28

Heima er bezt - 01.07.1958, Page 28
fólkið að Ártúni eru roskin hjón, Sveinn og Elín. Þau eru búin að vinna í mörg ár á sýslumannssetrinu, trú í störfum og samgróin sveitalífinu. Ásta hefir mest kynni af þeim, einkum Elínu, og með henni á hún einna helzt samleið. Ásta kann vel við sig í Ártúni. Hún unir kyrrð og fábreytni sveitalífsins með ágætum. Sýslu- mannssetrið er mjög fallegur staður, og nokkurs konar ævintýraheimur fyrir unga kaupstaðarstúlku, sem aldrei hefir komið í sveit áður. Við einn stað hefir Ásta þó tekið sérstöku ástfóstri, en það er lítill, grasi vaxinn lundur í Árgilinu uppi við fossinn. Þangað leggur hún oftast leið sína að starfi loknu. Vorkvöldin heilla hana á þennan friðsæla stað, og þar nýtur hún hinztu kveðju hins brosljúfa dags. Djúp þagnarhelgi vorkvöldsins kallar fram í sál hennar hugþekka mynd frá síðast- liðnum vetri og spinnur um hana fagurt ævintýri, sem eldhússtúlkan á sýslumannssetrinu setur aldrei í sam- band við veruleikann. Lundurinn á Árgilinu er Ástu helgur staður. í skrúðgrænum faðmi hans dreymir hana um fyllingu lífsins.... Vorið líður. Hásumardýrðin sezt í veldisstól dag- anna. Ásta er ein í eldhúsinu og hefir nóg að starfa, en því kann hún líka bezt. Frú Hildur kemur fram í eldhúsið, og bjart gleðisbros ljómar á andliti hennar. Hún víkur sér að Ástu og segir: — Hvernig er það, eigum við nóg af góðu kaffi- brauði? — Nei, það er nú orðið lítið til af því, en ég ætlaði að baka á morgun. — Það er of seint, ég verð að biðja þig að gera það í kvöld. — Eigið þér von á gestum, frú Hildur? — Já, sonur minn kemur heim á morgun. — Ég skal hætta við það, sem ég er með, og byrja strax á brauðgerðinni. — Það er ágætt. Ég skal láta Elínu koma og hjálpa þér. Frú Hildur hraðar sér aftur fram úr eldhúsinu, en Ásta stendur eftir eins og í leiðslu. Sonur sýslumanns- hjónanna að koma heim. Hún hefir ekki heyrt hann fyrr nefndan eða nein börn þeirra hjónanna. Hvað skyldi hann heita? Skyldi það vera....? — Nei, það getur ekki verið. Hann hefði þá sagt henni, að hann ætlaði að ráða hana á heimili foreldra sinna. Hún er viss um það. Ásta hrekkur skyndilega upp úr hugsunum sínum, er Elín kemur inn í eldhúsið með miklum hraða og segir: — Hildur bað mig að hjálpa þér með baksturinn í kvöld, og okkur veitir þá víst ekki af að fara að byrja á verkinu, það er orðið svo áliðið dags. — Já, ekki veitir af tímanum. — Ásta hraðar sér fram í búrið og tekur að mæla og vigta efnið í fyrsta deigið. Elín kemur rétt strax fram á eftir henni og tekur einnig til starfa. Þær vinna hljóðar um stund, en svo lítur Elín til Ástu og segir brosandi: — Það er víst betra, Ásta litla, að láta sér ekki mis- takast við kökugerðina í kvöld. Hildur kann nú líklega betur við, að allt verði í fullkomnu lagi, þegar bless- aður sonurinn kemur heim. Ásta er niðursokkin í starf sitt og svarar ekki strax, en svo segir hún: — Ég hélt bara, að hjónin hérna ættu engin böm. — Nú, af hverju hélztu það? — Af því ég hefi engan heyrt nefna slíkt á nafn, síðan ég kom hingað, þar til í dag, að frú Hildur fór að tala um þennan son sinn. — Þau eiga nú heldur ekki nema þennan eina son á lífi, dóttur sína misstu þau unga. En sonurinn er bæði fallegur og góður, skal ég segja þér, enda er ég anzi hrædd um, að Hildur mín líti nokkuð stórt á piltinn. — Er hann lítið heima, þessa eini sonur þeirra? — Nei, hann er alltaf heima á sumrin, en undan- farna vetur hefir hann stundað lögfræðinám í Reykja- vík, og lauk embættisprófi í lögum fyrir rúmu ári. Hann er langhneigðastur fyrir sveitastörfin, enda munar um verkin hans, þegar hann er hérna heima. Hann stjórnar *búinu að öllu leyti, því Þórður hefir aldrei verið hneigður fyrir slíka hluti, og sízt nú á síðari árum. — Það var mikið að hann tók þá ekki strax við búinu að loknu námi. — Já, ég var ekki lítið hissa á því, að hann skyldi fara að heiman síðastliðið haust, því hann hefði áreiðan- lega ekki þurft þess neinna hluta vegna. En nú segir Hildur, að hann sé alkominn heim. Enda er það fyrir löngu ákveðið, að hann taki við sýslumannsembættinu, þegar faðir hans segir því af sér. Og Þórður vill víst gjarnan fara að Iosna við það. — Hvar vann þessi sonur sýslumannshjónanna síðast- liðinn vetur? — Hann byrjaði að starfa í Reykjavík sem lögreglu- þjónn í fyrrahaust, og vann þar fram að jólum. En eftir áramótin tók hann svo við Iöggæzlu í einhverju sjávarþorpi út á landi, ég man ekki hvað Hildur nefndi það. Ástu er nú farið að gruna hið rétta, og hún segir nú: — Og hvað heitir svo sýslumannssonurinn? — Hann heitir Valur. — Það er fáheyrt nafn. — Já, ég þekki engan annan með því nafni. Ásta spyr ekki um fleira. Hún hraðar sér fram úr búrinu til þess að leyna roðanum, sem ósjálfrátt litar kinnar hennar fagurrauðar. Elín má sízt af öllu sjá hin snöggu svipbrigði á andliti hennar, og hún má engan grun fá um kynni þeirra sýslumannssonarins og eldhús- stúlkunnar frá Sæeyri. Ásta nemur staðar í mannlausu eldhúsinu og and- varpar sárt og þungt. Jæja, Valur var þá sonur hjón- anna hérna. Það hafði henni alls ekki komið til hugar, þegar hún lét hann ráða sig að Ártúni. Hefði hún vitað það, myndi hún aldrei hafa farið á sýslumannssetrið. Nú kvíðir hún því sárara en flestu öðru, að þurfa að mæta Vel hérna, en hjá því verður auðvitað ekki kom- izt. Ævintýrið fagra, sem hún hafði spunnið um hann og draumar hennar og þrár á vorbjörtum síðkvöldum 246 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.