Heima er bezt - 01.07.1958, Page 29
í lundinum gróðursæla uppi við fossinn verður allt
henni fjarlægt í Ijósi veruleikans og vekur djúpan sárs-
auka í sál munaðarlausu eldhússtúlkunnar. En hún verð-
ur að leyna tilfinningum sínum trúlega og reyna að
starfa á sýslumannssetrinu þann tíma, sem hún er ráðin.
Þegar Ásta hefir jafnað sig að fullu eftir hin snöggu
geðbrigði, gengur hún aftur fram í búrið til Elínar.
Starfið heldur áfram. Þær keppast við brauðgerðina,
og kvöldsólin sendir broshlýja geisla sína inn um búr-
gluggann til þeirra.
VII.
Valur stígur út úr Iangferðabílnum og hraðar sér
með ferðatöskur sínar heim að Ártúni. Hann er kominn
heim. Angandi faðmur heimahaganna breiðir fegurð
sína og unað móti sveininum unga, og fögnuður hans
er samstilltur vorinu. Sýslumannshjónin ganga út til að
fagna syni sínum, og ber fundum þeirra saman rétt
fyrir utan eldhússgluggann, en hann stendur opinn,
og glaðvær og þróttmikil karlmannsrödd berst skyndi-
lega inn um hann til eyrna eldhússtúlkunnar, sem vinn-
ur af kappi að skyldustörfum sínum. Hún þekkir þegar
röddina, og blóð hennar tekur að streyma hraðara.
Ósjálfrátt færir hún sig nær glugganum og lítur út.
Valur faðmar móður sína frammi á hlaðinu. Ásta horf-
ir á hann um stund og virðir hann fyrir sér. Nú er
hann ekki klæddur einkennisbúningi, heldur ljósum
sumarfötum, og bjarta hárið hans ekki falið undir
valdsmannlegri húfu, heldur bylgjast það frjálst yfir
hvelfdu enni hans. Valur er óneitanlega fallegur piltur.
Sveinn og Elín koma líka út til að fagna Val, og
gleðin ljómar í alúðlegum svip hans, þegar hann heilsar
þeim. En augu hans leita stöðugt heim að hússdyrun-
um. Hann vonast eftir fleirum út að heilsa sér, en sú
von bregst honum algerlega.
Ásta færir sig frá glugganum aftur, og sár, óljós
kvíði gagntekur hana. Sýslumannshjónin fylgja syni
sínum inn í húsið og ganga með honum til stofu.
Síðan kemur frú Hildur fram í eldhúsið til Ástu og
segir:
— Valur minn er kominn heim, þú færir okkur kaffið
inn í stofu.
— Já, það er tilbúið. Ég skal koma með það. — Þær
ganga báðar inn í stofuna. Valur rís á fætur við komu
þeirra, og bjart bros blikar í augum hans. Hann gengur
til Ástu og réttir henni hönd sína.
— Komdu sæl, Ásta.
— Sæll.
Frú Hildur lítur snöggt á son sinn, og djúp undrun
í svip hennar sameinast roðanum, sem leitar fram í
kinnar hennar. Hvenær hefir Valur kynnst eldhússtúlk-
unni? Og hvað er það í brosi og augnaráði sonarins,
sem vekur hjá henni einhverjar óþægilegar kenndir?
Sízt kemur frú Hildi það til hugar, að Valur hafi feng-
ið Þórdísi móðursystur sína til þess að ráða þessa stúlku
að Ártúni. En sýslumannsfrúnni er óvenjulega órótt,
þótt henni takist að leyna því.
Ásta hefir lokið við að bera fram kaffið, og hraðar
sér fram úr stofunni.
Sýslumannshjónin setjast að kaffidrykkju með syni
sínum. Þau hafa um margt að spjalla, og smám saman
gleymist eldhússtúlkan þeim algerlega.
Störfum dagsins er lokið. Ásta hallar sér fram á eld-
hússborðið og horfir út um gluggann. Kvöldsólin er
að hníga bak við Árfellið, og gullnum bjarma hennar
slær yfir tún og engi. Glaðvært samtal hljómar í kveld-
kyrrðinni og berst inn um gluggann til Ástu. Valur og
Sveinn ganga heim stéttina og ræðast við. Ásta heyrir
Val segja:
— Alltaf verð ég jafn glaður yfir því að vera kom-
inn heim, hve gamall sem ég verð, Sveinn minn. — Og
Sveinn svarar alúðlega:
— Já, þú gleðst yfir því að koma heim, og við fögn-
um þér í hvert sinn. Og nóg bíða þín verkefnin, hérna
heima í Ártúni. — Valur hlær glaðlega:
— Já, nóg eru verkefnin. Og á morgun færi ég mig
í verkamannsfötin og nýt þess að starfa á gróandi jörð-
inni og teyga angan moldarinnar.
— Þú hefðir átt að vera bóndi, segir Sveinn og brosir
ánægjulega. Nú er hann ekki lengur einn við vorverkin,
fyrst Valur er kominn heim.
Samtalið fjarlægist, og Ásta heyrir aðeins óminn af
því, og loks hverfur það alveg. En eldhússhurðin opn-
ast, og Valur stendur í dyrunum.
— Gott kvöld, Ásta, segir hann glaðlega.
— Gott kvöld.
— Er kaffið orðið kalt á könnunni hjá eldhússtúlk-
unni? segir hann glettnislega, og brosið blikar bjart í
augum hans.
— Það held ég varla, segir hún.
— Viltu þá vera svo góð að gefa mér dálítinn sopa
hérna við eldhússborðið hjá þér?
— Já, það er velkomið, svarar Ásta. Valur sezt við
borðið, og Ásta hellir upp kaffi handa honum. — Þú
drekkur mér til samlætis, Ásta, segir hann. Hún lætur
að vilja hans og nær í bolla handa sér. Svo drekka þau
kaffið. Valur lítur til Ástu og segir:
— Jæja? Hvernig líkar þér staðurinn, sem ég valdi
handa þér?
— Þakka þér fyrir, mér líkar hann vel. En ekki kom
mér það til hugar, að þú ættir hér heima. — Valur
brosir og segir:
— Ekld það? Mér fannst heldur ekkert liggja á því
að segja þér það, meðan þú varst á Sæeyri. Finnst þér
ekki fallegt hérna, Ásta.
— Jú, hér er dásamlega fallegt.
— Hefir þú farið nokkuð um nágrennið hérna til að
litast um?
— Það er nú fremur lítið.
— En nú er ég kominn heim í ríki mitt, og nú er
það ég, sem ætla að sýna þér Ártún. — Ásta brosir
dauflega.
— Ég er nú ráðin hér eldhússtúlka, og tími minn til
skemmtiferða auðvitað fremur takmarkaður.
Framhald.
Heima er bezt 247