Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 32
Því bið ég þig þess, að vera góður við konuna þína, góði minn.“ „Eg hef nú hugsað mér að hrúga ekki niður börnum eins og þið,“ sagði Kristján. „Það er víst lítil fyrirhyggja í því, og lítil von til að nokkur manneskja hafi heilsu við aðrar eins aðstæður og þú, mamma, áttir. Mér þykir líklegt, að þú sért farin að hafa það eitthvað skárra nú- orðið.“ Hartmann karlinn tók í nefið og anzaði engu nöldri þeirra mæðginanna. Arndís svaraði fyrir þau bæði: „Það er nú eitt af því erfiðasta, finnst mér, að ekkert af þessum hóp skuli hafa ástæður til að lofa manni að vera hjá sér í róleg- heitum, þegar maður er orðinn gamall og útslitinn. Hvað heldur þú, Kristján minn? Gætir þú hugsað þér að lofa mér að hvíla mig hér í nokkra daga, vikur eða kannske mánuði? Það fer svo vel um mig héma, undir þessari góðu sæng.“ „Það er velkomið að þú sért hjá mér, mamma mín, ef þú æskir eftir því,“ sagði Kristján. „Má ég verða eftir núna? Þarf ég ekki að fara aftur á sjóinn?“ sagði hún í hálfum hljóðum. Þá rauk maður hennar upp: „Ekki nema það þó, að ætla sér að fara að setjast hér upp! Það verður nú lík- iega ekkert af því, kelli mín! Þú verður líklega að hugsa um mig það sem eftir er, þó ekki sé annað en að þjóna mér. Hvað heldurðu að hún Ráða geti bætt því við sig? Ekki aldeilis. Þetta hefur ýtt undir þig að fara að þvæl- ast hingað norður sárlasin.“ Nú hananú,“ sagði hún, og einhverjar svipbreytingar komu á andlit hennar, sem líktust brosi. „Þú hefur nú alltaf sagt það, að ég sé til einskis nýt og sífelldur fjötur um fót þér, svo að mér datt ekki annað í hug en að þú yrðir guðsfeginn að losna við mig.“ „Já, en það er nú eins og máltækið segir, að betra er að veifa röngu tré en öngvu,“ sagði Hartmann. „Þið stanzið nú lengi hjá mér, eða þangað til næsta skipsferð fellur. Þá verðurðu farin að hressast, mamma, og kvíðir ekki eins mikið heimferðinni. Við skulum svo ekki tala meira um það núna. En líklega brygði pabba við, ef þú hættir að snúast utan um hann af veikum mætti. Lakast, hvað hann er alltaf skilningslaus um þína vanlíðan, en það er orðið að vana, skammarlegum vana,“ sagði Kristján. „Bíddu bara, drengur minn, þangað til þú hefur ein- hverja reynslu af lífinu,“ sagði Hartmann. „Hvað svo sem skylduð þið, unga fólkið, geta dæmt um svona lan- að helvítis basl?“ Kristján bjóst við því, að þá og þegar yrði komið inn með mat handa móður hans, en það leit út fyrir, að það ætti algerlega að sleppa því. Loks gat hann ekki beðið lengur, en fór fram í maskínuhúsið. Þar stóð Rósa uppi á háum kassa og var að raða fínu postulínspörunum í skápinn. Hinar stúlkurnar voru að snúast við eldavélina. „Hvað er nú þetta, góða mín?“ sagði hann óþolin- móður. „Ætlarðu aldrei að koma þessum mat inn handa henni tengdamóður þinni? Eruð þið ennþá yfir þessu leirtaui? “ „Þú hefur aldrei látið mig vita, hvort hún væri vökn- uð eða steinsvæfi,“ sagði Rósa. „Hún steinsvaf, þegar Lauga kom inn áðan.“ „Hún er vöknuð fyrir þó nokkru og er alveg ban- hungruð, hefur ekkert látið ofan í sig annað en vatn, síðan hún fór heimanað. Blessuð, hættu þessu rækalls- ins nostri við þessa bolla og komdu inn með matinn. Mamma treystir sér ekki fram.“ „Já, en góði minn, ég vissi ekki að hún væri vöknuð.“ „Nú jæja, þá veiztu það núna,“ sagði hann og fór itm aftur. Geirlaug fór að taka til matinn. — Það hafði alltaf verið hennar hlutskipti, þegar einhver varð veikur á heimilinu, að hugsa um hann. Það var alltaf viðkvæðið hjá maddömunni, að hún skyldi líta eftir því, ef sjúk- lingurinn þyrfti einhvers með. Sjálf hefði hún enga hæfileika ttl að hjúkra. Lauga fór með matinn inn á bakka að ósk Geirlaugar. „Ég held að þetta fína sængurver þoli ekki að það sé borðað á því,“ sagði gamla konan hýrlega, þegar hún sá matinn. „Skárri er það nú viðhöfnin, að láta hnífapör með hjá mér. Þú hefur mikið fyrir mér, góða mín. Þakka þér ósköp vel fyrir. En vænt þætti mér um, ef þú vildir skera sundur kjötið fyrir mig. Ég er svo óstyrk í höndunum.“ Þá hnussaði í manni hennar: „Það er gamla sagan: Réttu einn fingurinn, og þá verður öll höndin gripin. Þegar farið er að dekra við svona skepnur, þá færa þær sig fljótlega upp á skaftið.“ „Lauga telur nú ekki svona lítið eftir sér,“ sagði Kristján. Lauga gerði eins og gamla konan bað og fór svo fram. „Viltu ekki biðja hana að mata þig á súpunni?“ sagði Hartmann háðslega. „Nei, ég held ég geti nú gert það,“ sagði Arndís. „Er hún vinnukona hjá þér, Kristján minn, þessi ágæta stúlka? Mér lízt svo vel á hana,“ bætti hún við. „Nei, ég hef ekki nema eina vinnukonu, ef það er þá hægt að kalla hana því nafni. Gamla konu, sem lengi er búin að vera hér. Hún snýst bara innan um bæinn. Kemur aldrei út,“ sagði Kristján. „Já, þú skalt nú athuga það, að bæjarverkin gera sig ekki sjálf, þó hann faðir þinn hafi alltaf búizt við því,“ sagði gamla konan. „Alltaf geturðu verið að jagast og kvarta, nöldrunar- skjóðan þín,“ sagði Hartmann gamli. „Svona, hættið þið þessum hnippingum,“ sagði Krist- ján. „Það er óviðkunnanlegt að heyra til ykkar, og út yfir tekur þó, ef einhver heyrði það annar en ég.“ „En hvaðan sagðirðu að þessi ágæta stúlka væri, sem er svona snúningalipur við mig?“ sagði Arridís. „Ég hefði kosið hana fyrir tengdadóttur.“ „Ég er hræddur um að þú getir það ekki. Hún er gift kona hérna á einni hjáleigunni, en er hér einungis við að hjálpa til við undirbúning þessarar miklu brúð- 250 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.