Heima er bezt - 01.07.1958, Page 33
kaupsveizlu," sagði Kristján. „En náttúrlega er það
Rósa, sem segir fyrir um, hvernig allt á að vera. Hinar
fara bara eftir hennar fyrirsögn.“
„Já, náttúrlega er það hún, sem allt kann og öllu
ræður, en mér lízt samt vel á þessa stúlku,“ sagði gamla
konan.
„Já, hún er almennilegheitakona,“ sagði Kristján, „en
sjálfsagt fákunnandi, eins og flestar sveitastúlkur eru.“
Næstu daga voru konurnar úr hjáleigunum í sífelldu
rápi heim að Hofi en höfðu ekkert erindi. Rósa vissi,
að þær voru bara í forvitnisferð til að sjá tengdaforeldra
hennar. Hún fann til mikillar gremju yfir því, hvað
aumingja kerlingin var lítilfjörleg. Lauga hafði látið
laglegt slifsi við peysuna hennar og hnýtt það laglega.
Það var þó mikil bót að því. En Rósa bar sífelldan
kvíða fyrir því, hversu mjög þessi aumingja manneskja
myndi skera sig úr hinum konunum, sem yrðu við
kirkjuna. Þær áttu víst allar betri föt en þetta, hversu
fátækar sem þær voru. Ut yfir tók þó, hvernig skott-
húfan fór á henni, enda er það annað en gaman að láta
húfu fara vel, sem einir tveir títuprjónar halda.
Það var Gerða í Garði, sem lét í ljós það, sem allar
hinar konurnar hugsuðu. Hún sagði svona upphátt,
svo að Rósa heyrði:
„Það var mikið lán, að hún maddama Karen kom
ekki hingað norður. Það hefði verið óviðkunnanlegt,
að sjá þær saman, hana og þessa móður hans Kristjáns.
Ef kvenfólkið er allt svona visið þarna á Austurlandi,
þá held ég sé skárra að vera hér norður frá, þó kaldara
sé.“
Rósa reyndi að bera í bætifláka fyrir tengdamóður
sína með því að segja frá því, hvað hún hefði verið
veik á leiðinni og væri víst ekki orðin góð ennþá.
Og Rósa komst ekki hjá því að tala um klæðaburð
gömlu konunnar við Laugu, ef hún kynni einhver ráð
í þeim efnum.
„Það verða sjálfsagt ekki vandræði með það,“ sagði
Lauga. „Maður reynir líklega að klæða hana í einhver
almennileg föt, konustráið. Þú átt nú sjálf tvenn peysu-
föt og verður í hvorugum. Eg býst við, að þau passi
nokkuð á hana.“
Svo var farið að máta fötin, og þau fóru ágætlega,
nema pilsið var of sítt.
Lauga bjóst við að það yrði ekki langrar stundar
verk að þræða úr skófóðrinu, og gamla konan ljómaði
af ánægju yfir þessum kærleika, sem átti að sýna henni.
Svo rann sá mikli giftingardagur upp. Ufinn og súld-
arlegur tók hann við af lognbjörtum bróður sínum.
Ekki þótti það spá góðu.
„Svona var giftingardagurinn okkar,“ sagði Arndís,
„og þó ennþá kaldari, því þá var frosthríð.“
Engum var boðið nema kaupmanninum á Hvalseyri,
konu hans og bróður, sem var bókhaldari við verzlun-
ina hjá honum, og Gunnari á Hóli og konu hans.
Rósa og Kristján þóttust þó vita, að fólkið kæmi í
hópum til kirkjunnar. Þá var hægt að bjóða því að
dansa, sem það kunni. Hinum átti að gefa kaffi.
Kaupmannsfrúin tók það vandaverk að sér með
Laugu í Þúfum að búa brúðina.
Kristján bað Geirlaugu að láta húfuna og slifsið fara
vel á móður sinni. Hún gerði það sem hún gat, en það
var samt sáralítill munur á því og áður hafði verið.
Húfan sat niðri á enni og hárið var hræðilega illa flétt-
að. Þá bað hann Laugu í Þúfum að reyna. Það var svo
sem ekki von á því betra hjá Geirlaugu. Hún kunni
víst ekki að flétta á sér sjálfri. Líklega kunni hún lítið
annað en að þvo gólf og elda mat, en það kunni hún vel,
að minnsta kosti að skúra gólfin.
Lauga var fljót að gera gömlu konuna óþekkjanlega.
Hún skipti gráu og þunnu hárinu í öðrum vanganum
og nældi svo fínu, litlu húfuna hennar Rósu ofan á
hvirfilinn. Slifsið var úr fínu rósasilki með fallegu
kögri. Kristján var mjög ánægður yfir því, hvað móðir
hans leit vel út.
Hartmann gamli stóð alveg orðlaus, þegar hann sá,
hvaða stakkaskiptum kona hans hafði tekið. Svo rak
hann upp háan hlátur: „Þú ert bara búin að gera kerl-
ingtma tvítuga,“ sagði hann. „Þú ert svei mér ekki öll,
þar sem þú ert séð, stúlka mín.“
„Eg hef aldrei á minni ævi verið svona fín,“ sagði
Arndís. „Það er gullhólkur á húfunni. Það er ekki ein-
ungis að hún sé góð stúlka, heldur leikur allt í hönd-
unum á henni, sem hún snertir á. Hún meira að segja
hjálpaði kaupmannsfrúnni til að búa brúðina. Ég held
ég hefði verið alveg eins ánægð með hana sem tengda-
dóttur og Rósu. Hvað segirðu um það, Kristján minn?“
Kristján hristi höfuðið: „Láttu nú engan mann heyra
svonalagaða fjarstæðu. Slíkt þolir engan samjöfnuð,“
sagði hann.
Þrátt fyrir kuldann og súldina dreif fólkið til kirkj-
unnar úr öllum áttum.
Rósa var falleg brúður. Það var bókhaldarinn, sem
fékk þann heiður að leiða hana að altarinu. Hartmann
leiddi son sinn.
Frammistöðukonurnar lögðu á borðin á meðan á
messunni stóð. Allir kirkjugestirnir fengu kaffi.
Þegar búið var að hressa sig, fór eldra fólkið að tín-
ast burtu, en yngra fólkið hjálpaði til að rýma til í
stofunni, svo að hægt væri að fara að dansa.
Það, sem nágrönnunum þótti mest umtalsvert var
það, að Stefán í Þúfum var þar og dansaði alla nóttina.
Þetta var ákaflega skemmtileg veizla, og Rósa var
fjarska sæl og ánægð. Hún lét það ekkert skyggja á
ánægju sína, að glugginn á danssalnum fylltist af snjó,
því að veðrið versnaði með kvöldinu.
Dansgestimir gengu og riðu heim í hríð og öklasnjó
undir morguninn.
Og þegar menn risu úr rekkju næsta morgun, var
komið glaðasólskin en svöl norðangola.
„En þau veðrabrigði,“ sagði Engilráð í Þúfum, „nú
Heima er bezt 251