Heima er bezt - 01.07.1958, Síða 34

Heima er bezt - 01.07.1958, Síða 34
er komið sólskin og strax farið að taka upp af hólunum hérna fyrir ofan.“ „Já, máltækið segir, að á skammri stundu skipist veð- ur í lofti,“ svaraði Stefán. „Gærdagurinn hefur aðeins verið að bregða upp ofurlítilli spegilmynd af ævinni hennar Rósu litlu prestsdóttur, sem við höfum alltaf kallað svo hérna í sveitinni. Maður verður nú sjálfsagt að fara að hætta því.“ „Heldurðu að það geti átt sér stað, að hjónabandið verði ófarsælt?“ spurði Engilráð. „Því verður framtíðin að svara,“ sagði hann. „Þetta er nú ein af hjátrúargrillunum, sem ég heyrði heima í minni sveit, en alls engar hrakspár úr mér. Ég vildi óska, að henni liði vel, aumingja stúlkunni.“ „Já já, maður hefur nú svo sem heyrt þetta, mikil ósköp, og mér hefur virzt það fara oft eftir veðrinu á giftingardaginn, hvemig hjónabandið hefur orðið,“ sagði Engilráð. Lauga var þennan dag heima á Hofi við að hjálpa til að koma öllu í samt lag og áður, því að mörgu hafði verið umrótað á þessum mikla degi. Svo kvaddi hún alla með virktum, því að nú ætlaði hún að hætta að vera þar eins og heimagangur. „Ég er hrædd um að ég sakni þín,“ sagði Arndís gamla. „Ætlar þú að verða hér lengi?“ spurði Lauga. „Sjálfsagt þangað til næsta skipsferð fellur úr kaup- staðnum ykkar. Ég man nú ekki hvað hann heitir. Ég ætlaði mér að verða hér mikið lengur. Kannske að setj- ast hér að fyrir fullt og allt. En nú vill Hartmann það ekki. Hann vill heldur að ég snúist í kringum hann heima, þó honum finnist reyndar lítið til þess koma vanalega. Svona eru nú karlmennirnir, góða mín. Von- andi átt þú ekki eftir að reyna það.“ „Það held ég varla að geti orðið,“ sagði Lauga bros- andi. Gamla konan fylgdi henni út á hlað, alveg eins og hún væri hennar gestur. Svo ranglaði hún inn í mask- ínuhúsið og fór að verma hendumar á kaffikönnunni í þeirri von, að einhver tæki eftir því að hana langaði í kaffi. En það sá það enginn. „Ég er hrædd um að heimilið muni mikið um að hún fer, þessi stúlka,“ sagði hún. „Já, hún er bráðdugleg,“ sagði Geirlaug, „og svo vön öllu hér á heimilinu. Hún er áreiðanlega búin að vinna fyrir því að fá að skemmta sér og sínu fólki. Ég býst líka við því, að það hafi verið henni mest og bezt að þakka, að hér var haldin veizla.“ „Einmitt það,“ sagði gamla konan, um leið og hún fór inn kaffilaus. Hún kunni ekki við að tala utan að því á bráðókunnugu heimili. En hún hefði ekki verið lengi að bjóða henni sopa, tengdadóttirin heima á Hnjúki, þótt fátældegra væri kringum hana. I myrkri um kvöldið kom Leifi í Garði. Hann hafði ekki verið í veizlunni vegna þess, að hann átti engin spariföt. En nú sagðist hann vera kominn til þess að smakka á leifunum. Hann var með tvo stálpaða stráka með sér, og einn, sem hann bar á handleggnum. Annar eldri strákurinn var sá, sem gætti kvíaánna frá Hofi um sumarið. Hann átti víst skilið að fá hressingu. Kristján var kátur og sagði, að það hefði verið alveg rétt af honum að koma til að fá kaffi. Hann hefði verið búinn að vinna fyrir því. Þeir drukku súkkulaði og kaffi frammi í maskínuhúsinu. Leifi var hálf hrekkjalegur á svip fannst Kristjáni. Hann settist inn í baðstofu, þegar hann hafði þegið góð- gerðirnar, en sagði strákunum að fara heim, þeir hefðu ekkert þar lengur að gera. En þeir yrðu bara að passa litla greyið, að hann dytti ekki í myrkrinu. Bezt, að annar hvor þeirra bæri hann á bakinu. Þegar hann hafði talað svona um allt og ekki neitt dágóða stund, sagði hann: „Ég er nú bara svo aldeilis hissa á mági þínum eða svila, að hann skyldi ekki heim- sækja þig á þínum mikla brúðkaupsdegi, fyrst hann kom á annað borð inn fyrir sýslumörkin. En þú hefur kannske alveg gleymt að bjóða honum, eða ekki búizt við að það þýddi neitt. Þetta er nú ekki í annað hús að venda.“ „Ég bara skil nú ekkert, hvað þú átt við,“ sagði nú Kristján. Leifi fékk sér vel í nefið hjá Hartmanni gamla áður en hann svaraði: „Vissirðu ekki, að það var skiptafund- ur þarna innfrá á skrifstofu sýslumannsins á Fögruvöll- um á föstudaginn?“ „Nú, hverju var verið að skipta?“ spurði Hartmann. „Það var verið að skipta Hofseigninni,“ sagði Leifi. „Segirðu þetta satt, Éeifi, eða hefur einhver fengið þig til að ljúga þessu að mér?“ sagði Kristján og var mikið niðri fyrir. „Ég frétti það frá Hóh beina leið, því Gunnar fór inn eftir. Hann er fjárhaldsmaður Rósu, eins og þú hefur kannske heyrt.“ „Rétt er það. Hann er það víst. Þess vegna hefur hann ekki getað verið hér í gær,“ sagði Rósa, sem hafði komið inn rétt áður og hafði heyrt, hvað Leifi var að segja í fréttum. „En þetta eru ekkert annað en rangindi, hrein og bein, að láta mig ekkert vita um þetta.“ „Auðvitað er þetta ekkert annað en lögleysa,“ sagði Hartmann gamli. „Hvaða meining er það, að hann, maðurinn hennar, mæti ekki fyrir hennar hönd? Slíkt og þvílíkt hefur maður aldrei þekkt áður.“ „En það var nú bara þetta,“ sagði Leifi spekingslega, „að hann var ekki orðinn maðurinn hennar fyrr en í gær. Þeir eru séðir, þessir lögfræðingar, að skipta rétt áður en þau giftu sig. Hún er enginn kjáni, hún mad- dama Karen.“ Hartmann kreppti hnefana, svo að hnúarnir hvítnuðu og barði í borð, sem stóð alltaf við rúmið hennar Geir- laugar. „Ef ég væri sem þú, Kristján, þá risi ég upp og heimtaði, að það yrði skipt aftur að mér viðstöddum,“ sagði hann valdsmannslegur á svip. Framhald. 252 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.