Heima er bezt - 01.09.1958, Page 7

Heima er bezt - 01.09.1958, Page 7
Heimir Hannesson : VILHJÁLMUR STEFÁNSSON- Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður er fædd- ur í Hulduhvammi í Árnesbyggð á Nýja ís- landi í Manitoba, Kanada, 3. nóvember 1879. Faðir Vilhjálms, Jóhann Stefánsson, var fædd- ur að Tungu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, en bjó á Kroppi í Eyjafirði, áður en hann fluttist búferlum til Vesturheims. Stefán Stefánsson, fyrrurn bóndi á Varð- gjá, sem nú býr á Svalbarði á Svalbarðsströnd, er föður- bróðir Vilhjálms Stefánssonar. Kona Jóhanns og móðir Vilhjálms. var Ingibjörg Jóhannesdóttir, hreppstjóra í Hofst^ðaseli í Skagafirði. Árið 1876 fluttust foreldrar Vilhjálms vestur um haf og settust að í Árnesbyggð í Nýja íslandi. Árið 1881 fluttust þau til Norður-Dakota og settust að í Víkur- byggð. Kallaði Jóhann bæ sinn Tungu. Olst Vilhjálmur upp þar syðra, en taldi sig kanadískan þegn. Sagt er, að Vilhjálmur hafi verið hægfara barn og nokkuð einrænn í leikum. Snemma fór að bera á náms- hæfileikum hjá honum. Eftir barnaskólanám í Mountain stundaði hann nám í ríkisháskólanum í Grand Forks, en lauk þó ekki fullnaðarprófi þaðan. Árið 1902 gekk hann í ríkisháskólann í Iowa. Lauk hann fjögurra ára námi á níu mánuðum og brautskráð- ist árið 1903. Sæmdi háskólinn Vilhjálm síðar doktors- nafnbót í heiðursskyni. Næstu þrjú árin stundaði Vilhjálmur vísindanám við Harvardháskóla og lauk þar meistaraprófi. Hugur Vilhjálms hneigðist fyrst að bókmenntum, og eitthvað orti hann á háskólaárunum. Fyrstu ritsmíðar hans fjölluðu um íslenzkar bókmenntir. Síðan hefur Vilhjálmur Stefánsson ritað 23 bækur, og hafa margar þeirra orðið heimsfrægar. Veturinn er langur og strangur á kanadiska heimskautssvaö- inu. Isbreiðurnar eru þjóðvegir þessara landa, og þarna ferð- ast veiðimennirnir enn í dag i slóðum landkönnuða fortíð- arinnar. LÍF OG STARF UM ÆSKU SÍNÁ ritar Vilhjálmur í fyrsta kafla bók- arinnar „Veiðimenn á norðurvegum“, og kennir þar margra grasa. Lífsbarátta landnemanna og ævintvraþrá Vilhjálms speglast í eftirfarandi frásögn: „Opin sléttan var í mínum augum ævintýraland. Vís- undarnir voru horfnir, en bein þeirra hvítnuðu um allt, og djúpir götuslóðar eftir þá lágu í bugðum endalaust um lautir og leiti. Sitting Bull og Indíánar hans voru á næstu grösum og engin lömb að leika sér við, svo að þeir okkar, sem gætnari vorum, óttuðust hann, en hinir sem langaði í ævintýrin, vonuðu, að herflokkar hans kæmu einhvern dag í augsýn út við sjóndeiidarhring- inn. Eg gat séð sjálfan mig í huganum, þar sem ég var hraustur njósnari, er úr fjarlægð hafði gætur á varðeld- um Indíána, og sveitin átti líf sitt undir. En einn dag fréttum við, að Sitting Bull hefði verið skotinn. En þó að vísundarnir væru farnir, þá var þó Vísunda- Villi (Buffalo-Bill) enn á meðal vor. Ýmsir af kúasmöl- unum, sem ég vann með, höfðu þekkt hann. Flestir þeirra hældu sér af því að vera meiri skyttur en hann. Hæverska er engin sérstök dygð við landamærin, og ekki er afbrýðissemi ókunn. Fyrsti metnaður minn, að því er ég man, var að vera Vísunda-Villi og drepa Indíána. Þegar ég varð kúa- smali og fór að ganga klæddur eins og Vísunda-Villi og stinga á mig skammbyssunni á morgnana, þá fékk ég annan metnað, og fyrirmyndin varð Robinson Cru- soe. Sá metnaður hefur fylgt mér síðan.“ FYRSTU ÁR FRUMBYGGJANNA voru harðir reynslutímar. Með látlausu striti breyttu þeir eyði- mörkinni í frjósöm akuryrkjuhéruð. Um þennan mikla reynslutíma ritar Vilhjálmur: „Eftir látlaust tveggja ára strit hafði fólk mitt eignazt þægilegt bjálkahús, og skógarhöggið gekk vel. En þá kom flóð og drekkti sumu af búpeningnum, tók burt heyin okkar og nágrannanna og skildi eftir skort, er með vorinu varð að hallæri. Sagt er, að bróðir minn og systir hafi dáið af harðrétti, og sumir af nágrönnum okkar urðu hungurmorða. Ofan á þetta bættust ógnir bólusóttarinnar, því að farsóttir og hallæri verða löng- um samferða.11 Heima er bezt 297

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.