Heima er bezt - 01.09.1958, Side 8
Vilhjálmur Stefánsson eyddi miklum hluta œvi sinnar i að
kynna sér lifnaðarhœtti Eskimóanna í heimskautalöndunum.
Hann lœrði af þeim að „lifa af landinu“, talaði mál þeirra og
eignaðist marga góða kunningja rneðal þeirra. Þessi Eskimóa-
fjölskylda á heima i nyrztu heimskautahéruðum Kanada.
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON ritar skemmtilega um
skólamenntun sína og æskudrauma:
„Skáldmetnaður rninn hélzt, meðan ég var að lesa
flest ensk skáld og skáld á einum tveimur eða þremur
öðrum tungum. Svo kann að virðast, að þetta hafi verið
óhentugur undifbúningur fyrir mig til að veiða hvíta-
birni og rannsaka heimskautalönd. Eg er ekki viss um
það. Landkönnuður er skáld athafnanna, og að sama
skapi mikið skáld sem hann er landkönnuður. Hann
þarf sál til að sjá sýnir, engu síður en hann þarf þrótt
til að hafa sig á móti stórhríðum.. . Ferð Magellans var
eins ágæt og alger úrlausn stórfelldrar hugsjónar, eins
og leikrit eftir Shakespeare. Náttúrulögmál er ódauð-
legt Ijóð.“
Og Vilhjálmur valdi til náms og helgaði líf sitt þeim
vísindum, er fjalla um lífið á jörðunni.
„Darwin og Spencer tóku nú það sæti, er Keats og
Shelley höfðu áður skipað.“
Og nú hóf Vilhjálmur Stefánsson þann vísindaferil,
er aflaði honum heimsfrægðar og er vart lokið enn,
því að Vilhjálmur er enn afkastamikill rithöfundur, þó
að hann sé korninn nálægt áttræðu.
ÞAÐ VÆRI AÐ bera í bakkafullan lækinn að reyna að
telja upp helztu mannraunir og afrek Vilhjálms Stefáns-
sonar á norðurslóðum. Fyrstu kynnum sínum af hinum
frumstæðu Eskimóum lýsir Vilhjálmur á þessa leið:
„Alaðurinn frá Connecticut hjá Mark Twain lagðist
til svefns á nítjándu öld og vaknaði á tímum Arþúrs
konungs í hópi riddara, er riðu af stað í brakandi brynj-
um hefðarfrúm til hjálpar. — Við höfðum ekki einu
sinni sofnað, en gengið út úr tuttugustu öldinni inn í
land, þar sem menn að andlegum þroska og menningu
heyrðu til miklu eldri öld en Arþúrs konungs. Þeir voru
ekki á borð við þá, sem Cæsar fann í Gallíu og á Bret-
landi — þeir voru líkari enn eldri veiðimönnum, er lifðu
á Bretlandi og í Gallíu í þá mund, er fyrsti pýramídinn
var reistur á Egyptalandi. Það var tíu þúsund ára tíma-
skekkja, að þeir skyldu vera á sama meginlandi og stór-
borgirnar okkar, svo sem andlegu lífi þeirra og efnahag
var farið... Ég þurfti engu ímyndunarafli að beita, ég
þurfti ekki annað en að horfa og hlusta, því að hér voru
ekki menjar steinaldarinnar, heldur steinöldin sjálf —
karlar og konur, einkar mannleg, fullkomlega vingjarn-
leg, og buðu okkur velkomna heim til sín og báðu
okkur að vera.“
EKKI VAR MÁTURINN alltaf upp á marga fiska
að dómi nútímamannsins. Stundum lifði Vilhjálmur og
menn hans á hráum húðum og reipum. Þessi matargerð
hefur sennilega aldrei birzt í nokkurri matreiðslubók:
„Máltíð okkar var tveir réttir: Fyrst kjöt, síðan súpa.
Súpan var svo gerð, að köldu selsblóði var hellt í soðið
undir eins og soðna kjötið hafði verið fært upp úr pott-
inum, og hrært rösklega í því, þangað til allt var komið
að suðu. Úr þessu varð súpa, á þykkt við enskar
baunasúpur, en náði hún að sjóða, þá storknaði blóðið
og settist á botninn. Þegar komið var að suðu, var slökkt
á lampanum undir pottinum, og fáeinum snjóhnefum
var hrært saman við súpuna.“
í bókum Vilhjálms úir og grúir af einföldum leið-
beiningum, og margar kreddurnar hefur hann afsannað.
jMargan kann að furða það, sem Vilhjálmur segir um
svefn undir beru lofti í hörkufrosti:
„Meðal hvítra manna norður frá, svo sem Hudsonflóa
félagsmanna og hvalveiðimanna, er mikil hjátrúarbland-
in hræðsla við það að sofna úti í köldu veðri. En svefn-
inn er ekki hættulegur þreyttum manni, heldur hitt, að
hann fer ekki nógu snemma að sofa. Reyni maður að-
eins hóflega á sig, svitnar maður ekki, og meðan svo er,
haldast fötin sæmilega þurr. Eskimóar kunna að halda
fötum sínum þurrum, hve lengi sem vera skal, en menn,
sem stundum struku af hvalveiðiskipum, kunnu það
ekki. En það var þó ekki aðalmein þeirra, heldur hitt,
að þeir gengu sig sveitta, brutust áfram, þangað til þeir
voru orðnir rennblautir og dauðuppgefnir og féllu þá
loksins í svefn, er endaði með dauða.
Aðferð mín hefur í mörg ár verið sú, að leggjast
niður úti á víðavangi og fara að sofa, hvenær sem mig
langaði til. Ég hef oft gert það um stjörnubjartar vetr-
arnætur, þegar frostið var 45—50° C, eða svo rnikið,
sem það nokkurn tíma verður þar norður frá. Reynist
mcr það svo, að kuldinn veki mig eftir 15—20 mínútur.
298 Heima er bezt