Heima er bezt - 01.09.1958, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.09.1958, Qupperneq 9
Það er ekki langur blundur, en þegar ég vakna af hon- um, er ég talsvert hressari og geng áfram, þangað til ég verð syfjaður aftur og fæ mér annan blund. Hræðslan við að sofna í miklu frosti er ekki aðeins ástæðulaus, heldur hefur hún orðið mörgum að bana í heimskauta- löndunum. Menn brjótast áfram og halda sér vakandi meðan þeir geta. A endanum verða þeir uppgefnir og neyðast til að sofna. Þá er það, að hættan kemur, að frjósa og vakna ekki aftur.“ HIN LEYNDARDÓMSFULLA GÁTA um örlög íslenzka kynstofnsins á Grænlandi verður sennilega aldrei ráðin til fulls, en eitthvað má ráða af líkum. Mannfræðingurinn og landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson hefur sett fram kenningar sínar í málinu og stvður þær með eigin reynslu. Hann fann kynstofn norður á Viktoríueyju, sem var mun bjartari yfirlitum en Eskimóarnir, nágrannar þeirra í riæstu byggðum, og háttalag þessa kynstofns var að nokkru leyti frá- brugðið lífi Eskimóanna. Hallast Vilhjálmur helzt að þeirri skoðun, að menn frá íslenzku byggðunum á Grænlandi kunni að hafa haldið vestur fyrir Baffins- flóa og séu þessir Ijósu Eskimóar afkomendur þeirra. í annarri norðurförinni (1908—1912) heimsótti Vil- hjálmur þennan einkennilega kynstofn, og lýsir hann sjálfur á skemmtilegan hátt fyrstu kynnum sínurn af þessu frumstæða fólki, sem ef til vill er skyldara okkur en flesta kann að gruna: „Það var sólskin og hlýtt í veðri um daginn, og meðan mennirnir voru að hlaða danshúsið, var bumban sótt, og ung stúlka söng fyrir okkur og sló bumbuna. Hún sló hana líkt og mandólín, og var sláttur hennar allur annar en Eskimóanna vestur frá. Söngvarnir voru líka frábrugðnir, og hún söng þá yndislega. Einn þeirra var með líkum hætti og gömlu, norrænu skáldakvæðin. Stúlkan, sem söng hann, var sjálf bjartari en Eskimóar alménnt og hafði hina löngu, grönnu fingur, sem ég hef aðeins séð í Alaska á þeim, sem ekki voru Eskimóar nema í aðra ættina. Hér felldi ég fyrst ákveðinn grun um, að bjarti litarhátturinn, sem sjá mátti á mönnum af þessum kynflokki, og þá enn greinilegar meðal þeirra, er við síðar heimsóttum, stæði á einhvern hátt í sambandi við hina horfnu norrænu íbúa Grænlands.“ VILHJÁLMUR STEFÁNSSON er einn af landkönn- uðum „gamla tímans“. Hann nam nv lönd á kanadíska heimskautssvæðinu, rannsakaði lifnaðarhætti Eskimóa í heimskautalöndunum og lifði með þeim algjöru stein- aldarlífi í þrettán ár. Hann lærði þá list að „lifa af land- inu“, ferðaðist með rekísnum yfir íshafið með Eski- móunum, vinum sínuni. í áratugi hefur hann frætt um- heiminn um leyndardóma og dásemdir „heimskauta- landanna unaðslegu". Vilhjálmur hefur verið kallaður „spámaður norðursins" og það með réttu, því að spá- dómarnir í hinni frægu bók hans „Norðurstefna ríkis- ins“, sem út kom árið 1922, hafa flestir reynzt fullkom- lega réttir. Nægir þar að benda á auðlindir kanadíska heimskautslandsins og framtíðarmöguleika þess, svo og flugferðirnar yfir heimskautið, sem fyrir nokkru eru orðnar að veruleika. Síðustu fregnirnar um siglingu kafbáts undir heimskautsísinn eru enn ein staðfestingin á spádómum Vilhjálms Stefánssonar. — Norðurheim- skautið er sannarlega Mare Nostrum 20. aldarinnar. Rannsóknir Vilhjálms á norðurhjara veraldar hafa gert hann að heimsfrægum manni. I áratugi hefur liann barizt gegn kreddum og röngum hugmyndum almenn- ings um þessi lönd. „Hann hefur þá aðferðina að fara norður með vit og snilli, þor og þol hins hvíta manns, og fá þar í viðbót kunnáttu Eskimóa í því að lifa af landinu,“ skrifaði landkönnuðurinn Peary eitt sinn un starfsbróður sinn. I æsku var það æðsti metnaður Vil- hjálms Stefánssonar að fylgja í fótspor Robinsons Cru- soe, og sá metnaður hefur fylgt honum um ævina. NYRZT í SKÓGLENDI Nýja Englands, vestur í New Hampshire, situr nú Vilhjálmur Stefánsson í bókasafni sínu og ritar æviminningar. Hann þráði það heitast að eyða ellidögunum norður á Islandi innan um bækurnar sínar, en ekki ætla forlögin að unna honum þess. En héðan andar hlýju með þökk fyrir þann ljóma, er Vilhjálmur Stefánsson hefur varpað á ísland. (Heimild: Vilhjálmur Stefánsson eftir Guðmund Finn- bogason. Útg. Þorst. M. Jónssonar, Akureyri 1927). „Þá fyrst skyldi ég...............“ Framhald af bls. 296. --------------------------------- yrði kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Það var víst hræðsla við Jónas Jónsson, og Tíminn tók þessu dauf- lega. Fimm hundruð lesendur Vikunnar greiddu at- kvæði um líkleg forsetaefni. Þar var ég efstur, Sveinn Björnsson annar, en Jónas frændi minn þriðji. Annars vildi Jónas víst kljúfa Sjálfstæðisflokkinn en setjast sjálfur í stólinn.--Annars frétti ég ekki um atkvæða- greiðsluna fyrr en nokkru síðar. Forsetinn sjálfur skrif- aði mér um þetta, hélt fyrst að þetta væri vitleysa, en fékk að vita hið sanna.“ EVELYN HLUSTAÐI á samtalið með bros á vör. Kannske hefði hún getað orðið forsetafrú á íslandi? Samtalinu lauk með kveðjuóskum: „Ég bið að heilsa Ásgeiri forseta, Jónasi frá Hriflu og Vilhjálmi Þór.“ SÍÐAR UM kvöldið var enn spjallað á heimili hjón- anna. Frú Evelyn settist við píanóið og söng: „Sofðu, unga ástin mín, úti regnið grætur.. .“ Augu Vilhjálms leiftruðu, og hann raulaði með. Honum þótti vænt um ungu konuna sína. Evelyn lék enn á píanóið „Máninn hátt á himni skín“, en Vilhjálm- ur Stefánsson tók sér penna í hönd. Hugurinn var aftur kominn á norðlægar slóðir. Heima er bezt 299

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.