Heima er bezt - 01.09.1958, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.09.1958, Qupperneq 10
Olafur Pálsson /rd Sörlastö&um: Brot úr æskuminningum og endurminningar frá Ólafsdal Framhald. Torfi lét vanalega eldrideildunga vera verkstjóra við heyvinnuna. Samt fól hann mér verkstjórnina að sumu leyti í Saurbænum fyrra sumarið mitt þar. Oft kom Torfi út eftir til okkar, til að sjá, hvernig verkið gengi hjá ókkur. Vann hann þá vanalega eitthvað hjá okk- ur og nestaði sig. Á bökkunum vestan við Hvolsána hafði Torfi byggt fjárhús og heyhlöður. Var geldféð haft þar á vetrum og hirti vinnumaðurinn það. Ekki voru byggingar þess- ar neitt niðurgrafnar, því þá hefði getað komizt vatn í þær. Baggagötin á hlöðunum voru efst á öðrum stafn- inum. Voru timburstigar reistir upp að þeim. Skyldi sá, sem flutti heyið, og hinn, sem tók á móti því, grípa sinn baggann hvor af klakknum á öxlina á sér, án þess að láta hann snerta jörðina, og fara með hann upp stig- ann og kasta honum inn um baggagatið. Stundum kom það fyrir, að við verkstjórarnir þurft- um að láta vinna rneira en 12 ldukkustundir. Áttum við þá að láta fólkið hafa aftur þann tíma, er það hafði unnið framyfir. Sumir verkstjórarnir létu fólkið hafa strax daginn eftir þann tíma, sem það átti inni. Það gerði ég ekki, ef gott var veður, heldur geymdi það, þangað til að veður versnaði. Ég hafði fyrir mér reynsl- una frá dalaheyskapnum á Sörlastöðum og vissi, hvernig það var að leggjast blautur niður í tjaldinu. Allan tímann, sem fólkið var í útilegunum, var át- maturinn vigtaður út handa því. Sami matur var á hverjum degi. Var vigtað út til vikunnar heima í Ól- afsdal. Skyldi sinn karlmaðurinn úr hvorum flokki fara heim eftir matnum seinni hluta hvers laugardags. Þeir höfðu tvo hesta hvor, annan til reiðar en hinn undir matinn, og áttu þeir að vera komnir út að tjöldum með útvigtirnar á sunnudagskvöld. Útvigtirnar framkvæmdi Guðlaug húsfreyja með stúlkum sínum. Ætlazt var til, að piltarnir sæktu matinn heim til skiptis. Þetta var útvigtin til vikunnar: Hver piltanna fékk 5 pund af harðfiski, 1 Vi rúgbrauð, 1/2 hveitibrauð og 2 pund af smjöri; stúlkurnar fengu 3 Vs pund af harðfiski, 1 rúgbrauð, V2 hveitibrauð og 1 ys pund af smjöri. Svo höfðum við haframjölsgraut og kaffi með kandís þrisv- ar á dag. Fiskinn létum við hanga í tjöldunum. Smjörið var í litlum trékössum, og var fangamark hvers og eins á hans kassa. Sykurinn, kaffið og exportið var líka vigt- að, og hafði ráðskonan hönd yfir því og einnig grautar- efninu. Milliferðamennirnir fluttu ævinlega mjólkina og skyrið, og var það vanalega afhent ráðskonunni. Af því að milliferðamennirnir gistu svo oft hjá okkar flokki, þá skrifaði ég einu sinni heim og krafðist þess, að tillit yrði telcið til þess, hvað vigtina snerti á kaffinu og sykr- inum. Fyrsta verkið, sem þurfti að gera, þegar við vorum flutt út í Saurbæinn, var að tjalda og hressa við eldhús- in. Sömu viðirnir voru brúkaðir sumar eftir sumar, því að þeir entust vel, en veggi og þök þurftum við að lag- færa. Ekki voru eldhúsin stærri en það, að ráðskonurnar gátu vel komizt fyrir inni í þeim framan við grautar- pottana á hlóðunum og haft hjá sér eldiviðinn. Við þurftum að flytja búferlum að minnsta kosti einu sinni á sumri. TORFI BJARNASON Torfi í Ólafsdal ólst upp í Bessatungu í Saurbæ. Sá bær er syðst og austast í sveit þessari. Torfi var Bjarna- son. Ég held, að hann hafi heitið nafni Torfa alþingis- manns á Kleifum, sem var bróðir Ásgeirs alþingismanns á Þingeyrum. Torfi var nálægt því að vera meðalmaður á hæð. Hann var prýðilega að sér, ágætur smiður og mesta hamhleypa til allra verka, framúrskarandi göngu- garpur á yngri árum og fram eftir öllum aldri. Hann reið líka allhratt, þegar hann var á ferðinni lausríðandi. Hann lét brúka hestana mikið, en vildi láta fara vel á þeim. Hann mátti ekki sjá, að það þyrfti að vera að taka í klyf. Hann sagði, ef hann sá það: „Þið eigið að búa svo vel upp á hestana, piltar mínir, að þið þurfið ekþi að vera að taka í klyfjarnar á þeim.“ Torfi var víst snemma fróðleiksfús. Mér var sögð sú saga af kunnugum mönnum þar vestra, að þegar hann hefði verið ungur maður í Bessatungu eða jafnvel ung- lingur og verið búinn að ljúka þeim störfum úti við, sem hann hefði þurft að vinna, þá hefði hann, ef gott og bjart var veður og daginn var farið að lengja, gengið upp á hátt fjall, sem er suðaustan við Bessatungu, og gengið norður allt fjall og ofan að Kleifum, sem eru norðaustan við Gilsfjarðarbotn. Þar sat hann svo æði langan tíma í hvert sinn og naut tilsagnar hjá Eggert Jónssyni bónda þar, sem var prýðilega greindur maður og máske eitthvað menntaður. Svo fór Torfi sömu leið heim aftur. Að hann fór þessa leið upp á háfjöllum var fyrir það, að hún var miklu styttri en að krækja eftir .300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.