Heima er bezt - 01.09.1958, Side 11

Heima er bezt - 01.09.1958, Side 11
byggðinni. Það gerði lega fjallanna á bak við byggðina. Engar vörður voru á leið þessari. — Ef Torfi hefði ekki tekið þetta ráð, þá hefði hann aldrei getað notið neinn- ar tilsagnar á Kleifum jafnhliða störfum heima í Bessa- tungu. Ég held, að þetta hafi verið fyrsta menntun Torfa. Eggert þessi mun hafa orðið allgamall maður. Hann var einn af prófdómöndunum, þegar við tókum verklega prófið í Olafsdal. Hann mun oft hafa verið prófdómari við það próf. Eitthvað mun Torfi hafa notið menntunar í Reykja- vík, en varla mun það hafa verið lengi. Ég efast um, að hann hafi nokkurn tíma verið þar í skóla. Þegar Torfi var ungur maður, var hann vinnumaður á Þingeyrum hjá Asgeiri alþingismanni. Meðan hann var þar, kom merkur útlendur maður hingað til lands. Ekki man ég, hvað hann hét eða frá hvaða landi hann var. Maður þessi hét verðlaunum fyrir beztu ritgerð um eitthvert íslenzkt efni, sem ég man ekki hvað var. Sagt var, að margir hefðu sent ritgerðir, og það lærðir rnenn. Torfi fékk verðlaunin.1) Torfi sigldi nokkrum sinnum. Ég heyrði sagt sjö sinnurn, en ég efast um að það hafi verið svo oft. Hann sigldi stundum fyrir áeggjan annarra eða beiðni. Svo var það, þegar hann var sendur til Danmerkur til að skoða Jótlandsheiðar og láta í ljós álit sitt um það, hvort ekki mundi vera heppilegt að allir íslendingar flyttust þangað og tækju sér þar bólfestu. Ekki leizt honum á það.2) Torfi mun líka hafa verið beðinn að fara til Amer- íku í sama skyni og til Danmerkur, og mun álit hans í þeirri för hafa orðið hið sama. í Noregi kom hann einu sinni í einhvern skóla. Bað skólastjórinn hann að halda ræðu í skólanum um ísland. Torfi gerði það, þó óundirbúinn væri. Sagt var, að sú ræða hefði staðið í þrjár klukkustundir. — í einni utan- förinni var hann víst hætt kominn. Ekki veit ég, hvort það var á sjó eða landi. Torfi hafði verið sæmdur Dannebrogskrossi. Mér var sagt, að þegar hann fékk krossinn, hefði hann sagt: „Hvað ætli ég eigi að gera með þetta?“ og hent honum niður í kistu. Samt mun hann hafa haft krossinn, þegar hann sigldi. Þingmenn sendu Torfa stundum frumvörp sín, áður en þeir lögðu þau fram í þinginu og báðu hann að segja sér álit sitt á þeim. Eins og ég hef áður sagt, lagði amtið aldrei nóg fé til skólans, svo að hann var alltaf í fjárþröng. Einu sinni bað einn þingmaður Torfa að bjóða sig fram til þings, og sagðist þá skyldi rnæla með því, að amtið legði meira fé til skólans en áður. Þing- maður þessi var í allmiklum metum. Hann vissi Iíka, 1) Englendingurinn Isaac Sharp. Ritgerðarefnið var: Hvað á að gera, til að draga úr hinum mikla manndauða hér? — Fjórir menn kepptu, en auk Torfa hlaut sr. Þórarinn Böðvarsson verð- laun fyrir svar sitt. 2) Eitthvað mun málum hlandað um þessar utanfarir Torfa. Ekki geta æviágrip hans nema þriggja utanferða, og ekkert þeirra getur um skoðunargerð hans á Jótlandsheiðum. í Amerxkuferðina mun hann hafa farið af sjálfsdáðum, vegna hugsanlegs búferla- flutnings þangað. að Torfa var þetta mikið áhugamál. Svar Torfa var þetta: „Ég hef nóg tækifæri til að verða mér til skamrn- ar heima og þarf ekki á þing til þess.“ Eins og áður er sagt, smíðaði Torfi verkfæri alls kon- ar og ýmsa hluti. Einkurn vann hann að þessu á vetrum og þegar hann var ekki með okkur pilta í tímum. Hann stóð jrví tímunum sarnan við steðjann í smiðjunni, en ótal sinnum var hann kallaður þaðan, til að sinna gest- um, sem þurftu að finna hann. Var hann þá ekki lengi að hafa fataskipti og þvo sér, og þegar þeir voru farnir, var hann óðara kominn aftur að steðjanum. Sumar kennslubækurnar í Ólafsdal voru á svo þungri dönsku, að orðabækur okkar dugðu eklti til að finna sum orðin. Við höfðurn allir orðabók séra Jónasar á Hrafnagili. Sérstaklega var það ein bók, sem reyndist okkur erfið, enda varð hún orðmörg, en nákvæm var hún. Hún var í nokkuð stóru broti. í henni voru 8 blöð um eitt einasta ullarhár á sauðkindinni og 15 blöð um hófinn á hestinum. Við þurftum því alloft að skjótast ú,t í srniðju til Torfa til að bera vandkvæði okkar upp fyrir honum. Ekki tafðist hann við að slá járnið á steðj- anum, því svarið kom undir eins. Bók þessi er kennslu- bók í húsdýrafræði og er eftir H. Bendz. Við eldrideildungar tókum verklega prófið 1. nóv- ember seinna árið okkar í Ólafsdal en bóklega prófið 2. maí 1902. Þá voru allmikil veikindi í Ólafsdal og ýmsir lasnir og sumir mikið. Næstu daga fórum við piltar að búast til brottferðar. Þetta vor voru hafísar miklir fyrir Norðurlandi, svo að skip komust þar ekki inn á hafnir. Við, sem ætluðum til Norðurlands, urð- um því að fara gangandi og bera það nauðsynlegasta af fötum og plöggum, en koffortin urðum við að skilja eftir. Við gengum á nýjum leðurskóm, því að þá var engin stígvélaöld komin í sveitum, enda nokkuð langt frá Breiðafirði og austur í Fnjóskadal. Við lögðum svo af stað fjórir frá Ólafsdal á miðviku- daginn 7. maí þrír skólapiltar og Benedikt Fr. Magnús- son, sem útskrifazt hafði vorið áður, en var staddur í Ólafsdal um prófið. Hinir skólabræður okkar fóru burt þann 5. og þurftu ekki að ganga, því að þeir fóru í aðrar áttir en við. Við þessir þrír, sem norður fórum, vorum þessir: Einar Asmundsson og Guðjón Gíslason auk mín. Þegar við kvöddum fólkið í Ólafsdal var auðséð, að Sigríður, yngsta dóttir hjónanna, hin glæsilegasta stúlka, átti ekkert eftir annað en að deyja. Hún dó líka næstu nótt. FERÐIN AUSTUR Við lögðum af stað frá Ólafsdal um hádegi. Veðrið var ágætt, mikill hiti og alveg kyrrt, en þoka á fjöllum. Okkur var mjög heitt að ganga og bera. Við stönzuð- um á Kleifum og fengum kaffi hjá Eyjólfi bónda þar. Svo lögðum við upp á Tunguheiði og fórum Sandkúlu. Við töfðum í Snartartungu og mættum þar mikilli gestrisni, eins og vanalegt var hjá þeim hjónum, Ingi- mundi Magnússyni og konu hans. Þar fengum við lán- Heima er bezt 301

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.