Heima er bezt - 01.09.1958, Side 12

Heima er bezt - 01.09.1958, Side 12
aða hesta yfir ána, sem þar er austan við, en ána vestan við bæinn urðum við að vaða. Yfir Þambárvallaána komumst við á ís. Við komum heim að Þambárvöllum og fengum þar mjólk að drekka. Svo fórum við yfir hálsinn þar austan við og austur í Skálholtsvík og óðum ána á milli víknanna eða öllu heldur klöngruðumst yfir hana á íshröngli, og fór ég ofan í vatnið upp í mitti. Við komum í Guðlaugsvík klukkan IOV2 og settumst þar að. Við fengum beztu viðtökur hjá bóndanum þar, en hann hét Ragúel. Hafði hann sýnt, að þar var hægt að rækta, þótt á móti norðri væri. Fimmtudagur 8. maí. Ágætt veður, kyrrt og heitt, en þoka á fjöllum og hálfdrungalegt loft. Við fórum af stað frá Guðlaugsvík ld. að ganga 12 og héldum inn með Hrútafirði að vestan. Kaffi fengum við þar á tveimur bæjum, Kolbeinsá og Ytri-Hvalsá. Þar fórum við austur yfir fjörðinn á ís, þótt veikur væri. Flýtti þetta mildð fyrir okkur, því að annars hefðum við þurft að fara alla leið inn í Hrútafjarðarbotn. Héldum við nú inn með firðinum að austan, þar til komið var að Mýr- um, og var þá Einar kominn heim. Við töfðum þar og drukkum mjólk og kaffi. Kvöddum við nú Einar. Héld- um við því næst suður með firðinum að Tannstaðabakka og settumst þar að. Þar bjó Einar silfursmiður. Þar átt- um við að öllu leyti gott. Föstudagur 9. maí. Allra bezta veður, hlýtt og kyrrt, en talsverð rigning og þoka, og var mjög blautt og leið- inlegt að ganga. Við fórum burtu frá Tannstaðabakka um hádegi og út að Mýrum aftur. Þar drukkum við kaffi. Einar fór svo með okkur austur yfir Hrútafjarð- arháls, að Söndum í Miðfirði. Þar bjó þá Jón, sem var af sumum kallaður Jón ríki Skúlason. Þeir voru bræður, Einar á Tannstaðabakka og hann. Jón var í rúminu, er við komum að Söndum, og mun hann hafa verið búinn að hggja nokkuð. Við fengum þar ágætar viðtökur og töfðum þar lengi. Þar sáum við það, sem ég hef hvergi séð annars staðar. Þar var stór og vönduð slétta á örfoka mel. Jón hafði látið flytja mold á melinn og þekja með þökum, sem einnig þurfti að flytja að. Frá Söndum héldum við allir fjórir norður að Útibleiksstöðum og settumst þar að. Laugardagur 10. maí. Veðrið var hálfillt, köld norð- angola, þoka og rigningarsúld allan daginn. Okkur var boðið að vera um kyrrt um daginn á Útibleiksstöðum, og þáðum við það. Bóndinn þar var Jóhannes, faðir Björns Líndals, er síðar bjó á Svalbarði. Þar var þá staddur Stefán nokkur. Mig minnir að hann væri Helga- son. Hann hafði verið mesti efnismaður í æsku og mikið karlmenni. Nú var hann orðinn aldraður. Sagt var, að eitthvað hefði komið fyrir hann í æsku, sem ekki hefði haft góð áhrif á hann. Svo hafði hann líka legið úti i stórhríð og kalið mikið. Hann var því ómagi, en all- hress og gat borið sig um. Hann kom til mín þennan dag og bað mig að skrifa fyrir sig bréf til Gísla sýslu- manns á Blönduósi. Mig langaði ekkert til að skrifa bréf fyrir geggjaðan ómaga til embættismanns, er ég ekkert þekkti. Eg reyndi því með hægð að hafa hann ofan af þessu og sagði honum, að ég sæi ekkert blek í herberg- inu, sem við vorum í, en borð var þar. Harm fór því burtu, en kemur fljótt aftur og er þá með fulla blek- byttu og spyr, hvort þetta muni ekki vera nóg. Ég gat auðvitað ekki neitað því. Einhver ráð urðu með pappír, og komst ég nú ekki lengur undan því að skrifa bréfið fyrir ómagann. Nú vissi ég ekkert, hvað ég átti að skrifa. Ég fór því að spyrja um bréfsefnið. Var það mest um það, að honum þótti ekki nógu vel farið með ýmsar dýrmætar eignir sínar, er hann átti hér og þar um sýsluna, sem voru mest horn, bein og leggir og fleira þess háttar. Hann sagðist því skora á sýslumann að senda strax mann með fjóra reiðingshesta til að safna saman'þessum eignum sínum og flytja þær á einn stað í sýslunni. Þegar ég hafði lokið þessu, þá þakkaði hann mér fyrir og sagði fólkinu, að hann hefði strax séð það, þegar við komum daginn áður, að hann mundi hafa eitthvað ,gott af mér. Hann bað mig svo fyrir bréfið, og fór ég með það. Sunnudagur 11. maí. Gott veður. Yið fórum frá Útibleiksstöðum alla vega ágætlega á okkur komnir. Þar kvöddum við Einar, sem fór þaðan heim til sín, en Benedikt fór með okkur suður vestan Miðfjarðarár, suður að Stóraóssferju. Borgaði hann fyrir okkur ferj- una. Á Ósi bjó þá Arnbjörn hreppstjóri, faðir Theó- dórs, sem var nafnkenndur maður. Arnbjörn bauð okk- ur inn og gaf okkur kaffi. Spurði hann margs, þar á meðal um merkilegt bréf, sem Torfi hafði fengið þá fyrir stuttu frá Ámeríku og var af sumum kallað „himnabréf“. Ég sagði honum, að ég hefði afskrift af því í vasa mínum. Bað hann mig að Iesa það upp, og gerði ég það. Benedikt fór með okkur dálítið upp fyrir Ós, og kvöddum við hann þar, því að hann sneri þar aftur. Víðidalur er næsta byggð þar austan við hálsinn. Héldum við nú þangað. Við komum að Auðunarstöð- um. Þar fengum við nýmjólk að drekka hjá Guðmundi bónda þar, enda var þá kominn fjóstími. \ ið spurðum, hvar hægt væri að fá ferju yfir Víðidaisá. Okkur var sagt, að ferjað væri frá Galtarnesi og var sagt, hvar það var. Við fórum svo þangað og fengum ferjuna, og kost- aði hún 25 aura fyrir hvorn okkar. Við ætluðum að gista á Lækjamóti, því að þar átti heima piltur, sem búinn var að Ijúka námi í Ólafsdal. Þegar við komum neðan völlinn á Lækjamóti, var klukka okkar orðin 11, og sást engin hreyfing þar úti. Við héldum samt heim, en þeg- ar við erum nærri komnir heim, kemur stúlka út á hlað- ið, en þegar hún sér okkur, þá flýtir hún sér inn og lok- ar bænum. V ið börðum samt að dyrum, og eftir stutta stund koma út tvær stúlkur. Við segjum þeim, að við höfum ætlað að fá að vera þar um nóttina. Þær segja, að þar séu allir háttaðir nema þær, því þær séu að bíða eftir kú, sem sé að bera. Þær skuli samt fara inn og segja frá þessu. Eftir dálitla stund kemur önnur þeirra út aft- ur og segir, að við fáum að vera. Við fengum þar góðar viðtökur. Þar bjuggu þá Sigurður og Margrét. Var hún miklu yngri en Sigurður. Ég held, að hún hafi verið seinni kona hans. Ekki kostaði næturgreiðinn þar nema 60 aura fyrir hvorn okkar. Skólapilturinn þar, sem ég gat um áður, hét Tryggvi. (Framhald). 302 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.