Heima er bezt - 01.09.1958, Síða 17

Heima er bezt - 01.09.1958, Síða 17
„Síga í bjarg! Hver ætlar að síga í bjarg, kannske þú?“ Ég flýtti mér að fullvissa hana um, að mér dytti slíkt ekki einu sinni í hug. „Nú, af hverju ertu þá að spyrja, barn?“ „Mér datt þetta svona í hug,“ laug ég, „en þykir þér ekki góðar hvannir, Helga mín?“ En nú var það Helga gamla, sem ætlaði ekki aldeilis að láta mig leika á sig. Hún sté fæti framar og hvessti á mig augun og sagði: „Ég skal nú segja þér það, barn, ef þú ferð í bjargið og drepur þig úr því, þá skal ég biðja hana mömmu þína að rassskella þig fyrir tiltækið. Ekki nema það þó, strákfífl, sem varla getur hjálpað sér sjálfur, að síga í bjarg!“ Nú voru mennirnir að koma út að naustunum. Ég þekkti þar leikbræður mína, Boga og Valda bróður hans, sem var þremur árum eldri en við Bogi. Ég kvaddi nú Helgu gömlu í skyndi og hljóp niður túnið. Ég sá, að þeir biðu eftir mér undir einum fjár- húsveggnum. Ég heilsaði þeim og gat þess um leið, að ég hefði nú verið farinn að halda, að þeir ætluðu ekki að koma, og að þá hefði brostið áræðið á síðustu stundu. „O, ætli þú verðir nú ekki hræddur á undan okkur,“ sagði Bogi. Ég rauk á hann og rétti honum ósvikinn löðrung og sagði: „Þér ferst að tala um hræðslu hjá öðrum, sem ekki þorir að síga niður af fjósveggnum heima hjá þér, nema í þreföldu, nýju hrosshársreipi!“ Bogi ætlaði að endurgjalda löðrunginn í sömu mynt, en í sama bili bættist fjórði félaginn í hópinn. Það var strákur, þrettán eða fjórtán ára gamall, langur og slána- legur, og kallaður Mari. Hann kastaði á okkur kveðju glottandi og sagði: „Elskið þið friðinn, hundar! Ætlið þið að vera hér í áflogum í alla nótt?“ Bogi sneri nú reiði sinni að þessum nýkomna félaga: „Það var gott að þú komst, Mari minn; við héldum, að þú myndir nú ekki sleppa úr greninu, hefðir svo margar bleiur að þvo, greyið, eða þá að hjartað hefði dottið skyndilega niður í þér.“ En Mari lét, sem hann heyrði ekki, og nú var haldið af stað. Fyrst var farið með sjónum, svo að við yrðum ekki séðir að heiman. Bar ekkert sérstakt til tíðinda, og fátt var talað. Loks var staðnæmzt á hárri klettabrún. Þar niðri í ldettunum voru nokkrir brúskar af sæhvönn, og var ætlunin að freista að ná þeim, en Jiað var ekki hægt á annan veg en að síga eftir þeim. A þeim dögum þóttu hvannir mesta sælgæti. Nú var farið að greiða vaðinn. Hann var tjöruborin 5 punda Iína. — Hjartað barðist í brjóstinu á mér og mér lá við svima af tómri hræðslu. „Jæja,“ sagði Bogi, „þá er nú bezt að fara að binda sigmanninn. Látið mig gera það, því ég kann það.“ Ég stóð á fætur og færði mig frá brúninni. „Ætlarðu nú að renna á rassinn,“ sagði Mari við mig og glotti illkvittnislega. Ég kom til þeirra aftur og sagði við Mara: „Þú þorir þá líklega sjálfur!“ Ég átti erfitt með að tala, því að mér fannst eins og eitthvað stæði í hálsinum á mér. „Ég,“ sagði Mari, „nei, ég síg ekki, því að ég verð að vera við vaðinn. Enginr\ ykkar kann það, og svo mynduð þið ekki geta dregið mig upp aftur, ég er svo þungur, enda varst þú búinn að lofa að síga, eða var það ekki, Bogi?“ Bogi játti því og bætti við: „Hann meira að segja gaf mér hægri hönd sína upp á það.“ Það var ekkert undanfæri sá ég og gekk til þeirra og lét þá binda yfir um mig vaðinn. Mér hafði allt í einu dottið snjallræði í hug. Ég færði mig nær brúninni, eins og ég væri að athuga, hvar bezt myndi að fara rtiður. Þeir komu á eftir mér og höfðu hönd á vaðnum. „Ég fæ náttúrlega hættuhlut,“ sagði ég þá. „Hættuhlut!“ kölluðu þeir allir í senn. „Nei, við skiptum jafnt.“ „Og auk þess er þetta engin hætta,“ bætti Bogi við. „Jæja,“ segi ég og færi mig aftur fjær brúninni og byrja að leysa vaðinn af mér. „Fyrst svo er, fer ég ekki fet.“ Qg með sjálfum mér var ég ákaflega glaður yfir að vera nú sloppinn úr þessum lífsháska með fullri æru. Félagar mínir báru nú ráð sín saman. Eftir nokkurt þóf kom þeim saman um að bjóða mér stærstu hvönn- ina af óskiptu, ef ég vildi síga, en ég var nú ekki alveg á því. Nú vissi ég, að ég hafði undirtökin og ætlaði ekki að láta svipta mig þeim. Ég kvaðst alls ekki síga, því þó svo að þeir. lofuðu mér stærstu hvönninni, þá myndu þeir svíkja mig um hana, þegar til skiptanna kæmi, svo rnikið kvaðst ég þekkja til þeirra. Og þar við sat. Öll þeirra eggjunarorð og háðsyrði hrukku af mér, eins og vatn af gæs. Og að endingu kom þeim saman um, að svona menn, eins og ég væru alls ekki hafandi með í nokkrum félagsskap, svona lyddur, svona bölvaðir svikarar. Nei, alls ekki hafandi með. Mari stakk nú upp á því að Valdi sigi, hann væri létt- astur, en Valdi afsakaði sig með kviðsliti, sem hann hefði fengið sem barn, af því að hann hefði teygt sig svo skarpt í rúminu. Þá stakk iMari upp á Boga. En sá, sem ekki varð glað- ur, var Bogi. Þeir bundu hann nú í vaðinn nauðugan, og iMari fylgdi honum fram á brúnina. Þar lagðist kempan á magann, talaði ekki orð, en skalf eins og strá í vindi, og var náfölur í framan. Bróðir hans leit til mín og sagði í miklum alvöru- og ásökunartón: „Þú ert banamaður hans, ef hann hrapar nú úr bjarg- inu!“ Nú þurfti veslings Bogi ekki meira. Hann rak upp hátt org og þaut í dauðans ofboði eins langt frá brún- inni eins og vaðurinn náði. Þar settist hann niður og leysti vaðinn af sér, og tók svo til fótanna heim á leið. „Miklar helvítis lyddur eruð þið, allir saman,“ hróp- aði nú iMari í mikilli reiði. „Aldrei skal ég aftur fara með ykkur.“ En nú snerumst við Valdi báðir á móti Mara og urð- um hjartanlega sammála — og fórum ekkert leynt með álit okkar á honum: — Hann hefði ætlað að etja okkur börnunum út í hættuna, sitja sjálfur eins og örn á kletti, Heima er bezt 307

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.