Heima er bezt - 01.09.1958, Page 18
en hirða svo afraksturinn að sínum hluta eða máske vel
það. Við svo sem vissum af reynslunni, hverju hann
væri vanastur í skiptum við sér yngri drengi!
Við lögðum nú allir af stað heimleiðis. Bogi var langt
á undan, þar næst Valdi, sém náði honum von bráðar,
þá Mari, en ég langt á eftir honum. Bræðurnir hlupu
við fót og hurfu okkur von bráðar.
Mari settist nú á stein og beið eftir mér. Ég ætlaði
að ganga á snið við hann, en þá reis hann upp og kom
ti! mín.
„Heyrðu nú, Gvendur minn,“ sagði hann. „Við skul-
um vera vinir, eins og vant er, en lofa þessum (sem hann
ákvað) drullusokkum að hlaupa. Þeir eru hvort sem er
ekki með mönnum hafandi. — Hvernig lízt þér á, að
við förum fram fyrir Ytranes, til að vita hvort ekki er
eitthvað rekið? Mig drevmdi svo rekalega í nótt sem
leið.“
Jú, ég var til í það.
„Og þarna er svo ágætt rekapláss,“ bætti Mari við.
„Einu sinni fann ég þar gyllt box undan sírópi — það
var lögg í því — og einu sinni fann ég hvorki meira né
minna en átta álna langa bambusreyrsstöng með bláu
flaggi á.“
Við hröðuðum nú ferð okkar fram á nesið. Fremst
á nesinu voru lágir klettar, en lítil vík framan við þá,
þegar út féll.
Við stönzuðum á klettunum og horfðum ofan fyrir.
Þá kom ég auga á eitthvað hvítt innan um þarann, sem
var niðri í víkinni, og sýndi Mara það. Okkur kom
saman um að þetta væri hurð úr skipi.
Nú var ekki beðið boðanna. Við tókum sprettinn, en
Mari var fyrri að þessu rekaldi, því að vitanlega var
hann fljótari að hlaupa en ég.
„Þetta er spraka,“ kallaði hann til mín. „Eins og ég
er lifandi maðurinn er þetta spraka, alveg heil og ný-
dauð.“
Og þetta reyndist allt rétt. Það var spraka, alveg heil,
nema dálítið rifin á hnakkanum, sennilega eftir sel.
Það væri linlega til orða tekið, að við hefðum verið
kátir. Við blátt áfram dönsuðum af kæti.
„Þetta getur maður nú kallað heppni, maður!“
„Ekki hefðum við fundið þetta, ef við hefðum sigið
í bjargið eftir hvönnum, sem var nú raunar heimskulegt
fyrir börn, að ætla sér það — vaðurinn hefði sennilega
slitnað.“
„Nei, blessaður vertu, ef við hefðum sigið og náð
hvönnum, hefðum við auðvitað farið beina leið heim
og ekki fundið sprökuna.“
„Þarna sér maður það, þegar heppnin er með.“
Þannig mösuðum við Mari í gleði okkar fram og
aftur.
„Heldurðu ekki að fólkið verði hissa, þegar við kom-
um heim með aflann?“ segir Mari.
„Já, þegar við komum heim, en við erum bara ekki
komnir heim,“ segi ég, því nú hafði ég komið auga á
erfiðleikana í sambandi við að koma veiðinni undan
sjó og heim. Við réðum áreiðanlega ekki við að koma
sprökunni undan sjó, hvað þá heim.
Við störðum hvor á annan ráðalausir.
„Jæja, ekki dugir okkur að deyja ráðalausir á þurru
landi,“ segir Mari. „Það fellur bráðum sjór undir sprök-
una, og þá töpum við henni.“
Ég samsinnti því.
„Þú verður að ná í hesta. Á meðan sundra ég sprök-
unni, því ég hef forláta vasahníf, skal ég segja þér. Þú
verður að ríða heim, þegar þú hefur handsamað hestana,
og sækja poka og bönd.“
Ég var þotinn af stað, áður en Mari hafði lokið máli
sínu.
Svo lánlega vildi til, að Blesi gamli hans pabba var
þar skammt frá, svo að þetta gekk allt í logandi fart.
Mari hafði lokið við að hluta sprökuna sundur, þegar
ég kom aftur, og nú trússuðum við þessu upp á klár-
inn, sem var bæði stór og sterkur, en tvö stykkin lögð-
um við á bök okkar, til að létta á hestinum.
Við gengum hljóðir um stund. Allt í einu datt mér
í hug, að vafasamt myndi vera að við ættum feng þenn-
an einir, því að venjan var, að ábúendur ættu allan reka,
þó undantekningar væru í einstaka tilfelli.
Til dæmis voru það óskráð lög, að box, flöskur og
fleira smádót, sem á fjörur rak, væri eign finnanda, og
slíkt kom aldrei til skipta.
í þetta skipti stóð svo á, að faðir minn var ábúandi á
% hlutum jarðarinnar en afabróðir minn á y&. En faðir
Mara var húsmaður án ábýlis. Nú taldi ég bæði víst og
sanngjarnt, að afabróðir minn fengi hluta úr feng þess-
um, enda myndi hann gera kröfu til þess. Mari var á
öðru máli, en mér varð ekki haggað frá skoðun minni,
þrátt fyrir allar laga- og venju-tilvitnanir, sem Mari
reyndi að sannfæra mig með. Loks varð það að sam-
komulagi, að frændi skyldi fá Ms hluta. Voru skiptin
byggð á því, að landið skyldi hafa s/ en finnendumir
báðir % hluta. En til þess að þetta mætti verða, lét ég
annan landshlut föður míns til Mara.
Þegar aflanum hafði verið skipt, datt okkur hvorug-
um í hug að fara að sofa. Við höfðum vakið mömmu
hans Mara, og hún hafði strax sett pott á hlóðir og sauð
handa okkur af óskiptu „rafabelti og höfuðkinn".
Og innan lítils tíma sátum við að snæðingi og borð-
uðum rúgkökur með bræðingi ofan á og drukkum sætt
kaffi með.
Ég hugsaði með tilhlökkun um, hvað mamma myndi
segja, þegar ég rogaðist með fullbyrði mína af heilag-
fiski alla leið inn í búr til hennar. Hún myndi ekkert
geta sagt, bara starað á mig. En ég ætlaði svo sem ekki
að vera margorður við það tækifæri, en bara segja:
— Þarna er í soðið, mamma mín!
Þá myndi mamma brosa til mín, seilast með hægri
hendi aftur fyrir sig í vissan kassa, sem mér var kunnugt
um að stóð í einu hominu á búrinu, og rétta mér sex
tommu langan rauðan kandíssykurmola.
Þá hlakkaði ég ekki minna til að sjá framan í Helgu
gömlu, þegar farið væri að færa heilagfiskið upp úr
pottinum, því það hafði hún sagt mér, að sér þætti heil-
agfiski bezti matur sem hún fengi, já, betri en rúsínur
og gráfíkjur.
308 Heima. er bezt