Heima er bezt - 01.09.1958, Page 19
Eða þá afabróðir, þegar ég kæmi með hlutinn hans,
hlutinn, sem hann átti mér algerlega að þakka — en það
ásetti ég mér nú að láta hann ekki vita — kannske væri
hann þá tilleiðanlegri með að kenna mér hitt.
Ég hélt á stórri blikkfötu í hendinni, en hún var svo
þung, að ég varð oft að hvíla mig. Það var hluturinn
hans afabróður, sem var í fötunni. Hann sat á stéttar-
horninu heima hjá sér, þegar ég kom, og var að berja
steinbítshelming, sjálfsagt í morgunverðinn.
„Góðan daginn, frændi,“ sagði ég.
Hann leit við mér, en tók ekki undir kveðjuna. Tung-
an rann leifturhratt úr einu munnvikinu í annað, aftur
og fram, aftur og fram.
„Hvað ertu með í fötunni?“ hreytti hann út úr sér
og hélt áfram að berja fiskinn.
„Spröku,“ sagði ég hróðugur.
„Spröku?“ át hann upp eftir mér.
„Já, spröku,“ endurtók ég. „Við fundum sprökuna
rekna, og þetta er þinn hlutur.“
Nú rak hann tunguna út úr hægra munnvikinu, alla
leið upp í nasir, stóð á fætur, studdi hendinni á mjó-
hrygginn og kveinkaði sér, færði sig nær og skoðaði
vandlega innihald fötunnar, tautaði svo eitthvað, sem
ég ekki heyrði, en eitthvað minntist hann á hvolpaburð.
Svo hnyklaði hann brýnnar, leit ógnandi á mig og sagði:
„Var enginn haus á henni?“
Ég hrökk við og sagði aulalega: „Jú, en hann kom
ekki í þinn hlut.“
Hann lyfti hægri hendinni, eins og hann ætlaði að slá
mig, hætti þó við það og hvarf inn í bæjardyrnar.
Ég beið nokkra stund, en hann kom ekki aftur. Þá
skildi ég fötuna eftir með heilagfiskinu í og ráfaði í
hugsunarleysi ofan í fjöru og settist í sandinn. Einkenni-
legt magnleysi gagntók mig allan. Mér fannst eins og
hver vöðvi og taug í líkama mínum gæfi eftir, og ég
lagðist flatur á sandinn. Veðrið var yndislegt, og sólin
var fyrir nokkru komin upp. Það var dásamlegt að
hvílast þarna.
Nú breyttist umhverfið skyndilega. Ég sat á stórum
þarabunka og var að horfa á fullorðna spröku, sem var
að skolast aftur og fram í briminu. Afabróðir var þar
líka. Hann stóð úti í sjónum upp að mitti, með stóra
ífæru í hendinni, og ætlaði að færa í sprökuna, þegar
hún kæmi nær landi. Hann rak tunguna hvað eftir annað
út úr sér, alla leið upp í nasir, og tautaði í sífellu: „Það
er mikil mæða, það er mikil dauðans mæða.“
Nú var ég kominn á háa kletta, og afabróðir var þar
líka. Hann hlét mér föstum eins og í skrúfstykki, svo
að ég gat hvorki hrært legg né lið, og hann var að binda
yfir mig bandspotta. Svo bar hann mig fram á brúnina.
Þá gat ég loks öskrað upp: „Ég vil fá hættuhlut, annars
síg ég ekki!“
Ég vaknaði við ópin í sjálfum mér, löðrandi í svita.
Það var gott, að þetta skyldi bara vera draumur!
Já, nú er sagan búin. Ég þarf víst ekki að taka það
fram, að ég lærði aldrei að ná með tungunni upp í nefið
á mér.
PœS ert jfm
Allt, sem yndi veitir,
allt, sem gleði færir,
bað ert þú.
Allt, sem unað gefur,
allt, sem töfra vefur,
það ert þú.
Allt, sem breiðir birtu
og bros á dagsins myndir,
það ert þú.
Allt, sem græðir gróður,
gerir lífið fagurt,
það ert þú.
í nótt mun nakin sála
að nöktum barmi þínum
leita, leika og þrá.
En útlaginn verður aldrei
ævintýraprinsinn,
sem óskasteininn á.
Þó vildi eg syngja söngva
eins og svanurinn til heiða,
ástaróð til þín.
En minn söngur er enn í sárum,
því sárt er í köldum bárum
og vita ei veg til þín.
Már Snædal.
Augnablik
Ég fagnandi breiði út faðminn
við fegurð, sem andi minn skynjar,
og sólin og jörðin og himinsins heiði
er hljómkviða um lífsins viðjar.
Mannshjarta — örsmæðareining
á alheimsins kynlega vegi,
eitt andartak sameinast upphafsins verund,
— eilífð — á hverfulum degi.
Ég hylli þig, lífsnautn, — ég lifi!
Ég lofa þig, hrifninnar gjöf!
Hið jarðbundna hörfar, en lífsgæfan lýsir
í ljóma — hin óræðu höf. —
Ég fagnandi breiði út faðminn
við fegurð og sólaryl,
og bergi þá uppsprettu guðlegrar gleði
og gæfu — að vera til.
Hallgrímur frá Ljárskógum.
Heima er bezt 309