Heima er bezt - 01.09.1958, Side 21
Frá ö&rum ársfjór&ungi 1858
V erðlaunaritgerð ir.
Gjöf Guttorms prófasts Þorsteinssonar. Eftir að rit-
dómendur þeir, er eftir lögum stiftunar þessarar eiga
að dæma um ritgjörðir þær, sem sendar eru í því skyni
að fá verðlaun úr sjóði hennar, höfðu með auglýsingu
í Þjóðólfi 12. febr. f. á. boðið hverjum, sem vildi, að
semja og senda til biskups ritgjörð um eitthvert það
verkefni, sem tiltekið er í lögum stiftunarinnar, samt
heitið 14 rd. verðlaunum fyrir þvílíka ritgjörð, ef hún
álítist gagnleg fyrir alþýðu, var á næstliðnu hausti send
til þeirra ritgjörð urn nautgriparækt. Ritgjörð þessi var
tekin til skoðunar, og álitin bæði þarfleg og vel verðug
þess, að koma út á prenti, og henni því dæmd þau til-
teknu verðlaun.
Þegar opnaður var einkunnarseðill sá, sem fylgdi rit-
gjörðinni, kom það í Ijós, að höfundur hennar var prest-
urinn síra Guðmundur Einarsson á Kvennabrekku.
Fieiri ritgjörðir höfðu ekki verið inn sendar.
Út af áskoruninni frá Húss- og bústjórnarfélagi Suð-
uramtsins, í þ. á. Þjóðólfi, bls. 47—48, um að menn semdi
og sendi félaginu ritgjörðir, er innihéldi gagnorðar,
greinilegar og verklegar reglur ■ og ráðleggingar um
„hvernig afleiðingar fjárkláðafaraldursins hér í Suður-
amtinu gœti orðið sem skaðminnstar fyrir almenningu,
háfa félagsforsetanum verið sendar samtals sjö ritgjörðir,
auk bréfs á hálfri örk, einnig um sama efni, er barst tals-
vert seinna. Á félagsfundi, er til var kvatt í fyrra mán-
uði, voru kosnir í nefnd til að kveða upp álit um rit-
gjörðir þessar prófastur séra Ol. Pálsson, exam. júris
Jón Guðmundsson og yfirdómari Jón Pétursson, og
voru ritgjörðirnar mcð álitsskjali þessarar nefndar síðan
látnar ganga um kring til yfirlesturs milli allra félags-
manna hér á staðnum. Á fundi 6. þ. m. er til var kvatt,
til þess að kveða upp, hver ritgjörðin væri bezt eða ætti
að vinna verðlaunin, féllust allir félagsmenn, er á fundi
voru, á álit nefndarinnar um það, að ritgjörðin með
þeirri einkunn „Neyðin kennir naktri konu að spinna11,
væri öllum hinum fremri, og ætti þau 30 rd. verðlaun
skilið, sem heitin voru; var og ályktað, að ritgjörð þessa
skyldi prenta sem fyrst, á kostnað félagsins, hafa upp-
lagið 1200 og selja síðan hvert expl. á 8 sk. Þegar hinn
innsiglaði einkunnarseðill var opnaður, þá urðu félags-
menn jafnnærir um það, hver höfundurinn væri; hann
nefnir ekki nafn sitt, en segir, að þyki ritgjörðin verð-
launanna makleg, þá gefi hann þau Bræðrasjóði hins
lærða skóla. — Þjóðviljinn.
Slysfarir.
Hinn 31. sl. mán. (marz 1858) hné maður á bezta
aldri niður á Skarðsheiði syðri í Borgarfirði, af tveim
samferðamönnum, er allir ætluðu heim úr veri um há-
tíðina. Annar hljóp til byggðar eftir hesti, en hinn var
yfir manninum og hlynnti að sem varð, en þegar hest-
urinn kom, var hann í andarslitrunum. — Að morgni
15. f. mán. kollsigldist tveggjamannafar hér á Grunni
á landsiglingu; drukknaði formaðurinn, Eyjólfur Einars-
son, ungur maður, en hásetanum var bjargað af kjöl.
— Þjóðviljinn.
Þarfar tillögur.
í bréfi til Húss- og bústjórnarfél. Suðuramtsins, frá
ónafngreindum manni, lýsir bréfritari áhyggjum sínum
yfir árferði og afkomu, getur þess, að sl. 100 ár hafi
9000 manns fallið en 315 jarðir lagzt í eyði, mest norð-
anlands, og teluY nauðsyn á að „grafa til þeirra huldu,
lítið og óbrúkuðu fjársjóða, sem skaparinn hefur þó
ríkulega úthlutað landi voru“. Stingur hann síðan upp
á því, að menn gangi í félagsskap „meðan þeir ljúka
kjöti, ullu og tólg af fellda fénu“ (vegna kláðans). Til-
ganginn telur hann eiga að vera: „Hið fyrsta að rífa
niður sem mest að mögulegt er alla ónýta túnmóa, sumt
til flata, en sumt til kál- og kartöflugarða, en brúka þó
til þeirra fyrst allt það af bæjarhlöðum, sem missast má.
samt alla gamla og nýja öskuhauga og hóla, þar eð allt
þvílíkt þarfnast sízt áburðar. í sumar sem leið fékk ég
10 tunnur af tveim skeffum. Annað félagsverkið er
vatnsveiting frá túni og engjum, þvílíka skurði er ég
áður búinn að stinga 1500 faðma, á sumum stöðum
þriggja páltorfu djúpa. Að skera fyrir til þvílíkra skurða
er annað sléttunarjárnið afbragð; með þessum skurðum
fríast ég frá öllu votabandi, svo hundruðum heyhesta
skiptir, eins og ég líka fæ 4—5 kýrfóðrum meira hey.
Þriðja félagsverkið er að hlaða laxagarða í Hvítá, á 7—
Heima er bezt 311