Heima er bezt - 01.09.1958, Side 22

Heima er bezt - 01.09.1958, Side 22
8 álna dýpi. Þetta er unnið bæði ofan um ís og á þíðu, nefnilega það sem maður vill hafa garðsendann iangt fram í ána, þar vakar maður ísinn, dregur grjótið á járn- uðum sleða og byltir ofan í vökina, þangað til það er komið svo hátt, að hlaða má ofan á það þíðu. — — Með þessum aðburðum veiðist lax og silungur þúsundum saman í Hvítá í Borgarfirði og með þvílíku móti mætti og svo veiða tífalt á við það sem veitt er í mörgum fleiri stórám á landi voru. Líka eru afar mörg stöðuvötn á íslandi, bæði í byggð og á öræfum, og í allfestum þeirra góð silungsveiði, en víðast mjög forsómuð.“ — Þjóðviljinn. Dánarfregn. Hinn 13. dag f. m. (marz 1858) andaðist að Staðar- felli á Fellsströnd húsfrú Jarþrúður Jónsdóttir, ekkja eftir stúd. theol. Boga sál. Benediktsen, á 82. aldursári, eftir fimm vikna legu. Hún var fædd 8. maí 1776, og voru foreldrar hennar Jón prestur Sigurðsson að Holti í Önundarfirði og kona hans, Solveig Ólafsdóttir (syst- ir kammersekretera Olaví Olavii). Árið 1795 giftist hún Boga sál. og varð 10 barna móðir, hvar af tveir bræður og þrjár systur lifa. Það er ekki oflof um þá framliðnu, þó vér segjum, að hún muni hafa verið einhver hin mesta merkiskona hér á landi. Hennar ágætu gáfur, framúrskarandi rausn og ráðdeild, göfuglyndi og fölskvalaus guðrækni, hreinskilni og hjartagæzka gjöra minningu hennar ógleymanlega hjá öllum þeim, sem hana þekktu. — Þjóðviljinn. Handa þeim, sem temja hesta. , Engir hestamenn erlendis hugsa nú um þessar mundir um annað en mann einn frá Vesturheimi, er temur hesta. Maður þessi heitir Rorey. Elann hefur nú um tíma í Parísarborg og Lundúnum gjört alla menn forviða með því að sýna þeim íþrótt sína. Engi hestur er svo óstýri- látur, þó hverjum öðrum sé voði nærri að koma, að hann gjöri hann ekki á einum eða tveimur klukkustund- um svo spakan og hógværan, að hvert barn getur farið með hann. Þetta þykir nú næstum með gjörningum gjört. Rorey hefur boðizt til að kenna 250 enskum göfugmennum íþrótt þessa, ef að þeir borgi sér 170.000 dala, og lofi þagmælsku, og nokkrir eiðsvarnir menn, sem hann hefur sagt þenna leyndardóm, vilja ábyrgjast að það sé ekki ofborgað. Það væri nógu gaman fyrir hestamenn, sem gjarna vilja nema íþrótt þessa, án þess að gefa stórfé fyrir það, að reyna aðferð þá, sem blað nokkurt í Vestrheimi skýr- ir frá, og segir að sé aðalatriðið í kraftaverkum þeim, sem Rorey gjörir. Blað þetta segir: Þrjú efni eru til í ríki náttúrunnar, sem nota má til að temja óstýriláta og and- víga hesta, án þess að skaða þá. Hið fyrsta, er Englend- inear kalla hrose castor, er hornkennd, hárlaus arða eða varta, vel gómstór, innan á bóglegg á hverjum hesti, og vanalega líka á afturfótum. Hún hefur óþægilegan, þrá- an daun, og er hægt að taka hana af, eða skafa hana burtu. Ammoníak-efnið í líkama hestsins virðist eink- um safnast saman í vörtu þessari, og hinn sterki þefur af þessu hefur sérstakan kraft til þess að laða að sér öll dýr, einkum dýrin af hundakyni og hestinn sjálfan. Annað efnið er olían af rósatrénu (oleum rhodium), sem öllum dýrum finnst mikið um og sp.ekjast við. Hið þriðja efnið er kúmenolía (eða olían af cuminum cyme- num), og fæst hún og rósatrésolían bezt frá Afríku. Hesturinn er staklega fíkinn í hana og getur eigi að sér gjört að renna á lyktina af henni. Þegar neyta á þessara meðala til að spekja hesta, er þannig að farið: Hesta- maðurinn, eða sá sem hestinn temur, nýr lítilræði af kúmenolíu, sem geymist í vel umbúinni flösku, svo loft komist ekki að henni, á hendur sínar, og gengur svo að ótemjunni í haga forviðris. Hesturinn finnur þegar þef- inn og stendur grafkyrr. Maður nýr hægt með flatri hendinni um flipann á hestinum, svo að dálítið af olí- unni kemur á flipann, og getur þá undir eins teymt hestinn, hvert er hann vill. Hin áðurnefnda hestvarta, smárifin, rúmlega eins mikið og samsvarar tóbaksnefi, er lögð á sykurmola og látin í munn hestinum. Hann gleypir við því. Átta dropum af rósatrésolíu er hellt í silfurfingurbjörg, maður heldur á henni með þumal- fingri og löngutöng, og leggur baugfingur yfir, svo olía hristist ekki upp úr, lýkur upp munninum á hest- inum og hellir olíunni á tungu hans. Samstundis hlýðir hesturinn manninum í öllu, og eltir hann eins og fylgi- samur hundur, og maðurinn getur kennt honum, hvað sem hann vill, ef maðurinn einungis er góður við hann, gefur honum nægt fóður, og lætur hann hafa að öllu sem bezta hirðingu.“ Sennilega er önnur aðferð notuð á tamningaskólum nú til dags. — Norðri. Samskot. Greint er frá samskotum Hjarðarholtssafnaðar innan Dalasýslu árið 1857, fyrir tilmæli sóknarprestsins, „til þess að kaupa fyrir ýmislegt sóknarkirkjunni til gagns og prýðis“. Stórgjöfulastir eru Jón Jónsson, fvrr hrepp- stjóri, Höskuldsstöðum, 12 rd., Guðmundur Guð- mundsson, bóndi, Ljárskógum, 10 rd., og Þórður Þor- varðsson, meðhjálpari, Miðseli, 10 rd. En alls nema sam- skotin 205 rd. 16 sk. Presturinn, síra Páll J. Matthiesen í Hjarðarholti, „bætir við í nokkuð fjölorðum eftir- mála------að kirkjan sjálf, er hann hafi nýuppbyggt, stóra (10 áln. breiða) timburkirkju úr fallinni torfkirkju, hafi ekkert átt innanstokks til prýðis og engi efni til að kaupa fyrir, hafi því sóknarmennirnir í Laxárdal gjört þessi „fríviljugu" samskot, að tilmælum prestsins, svona vegleg og mikil sem skýrslan sýni og svo almennt, að engi bær í sókninni dróst aftur úr.“ Presturinn kveðst vera búinn að panta utan úr Danmörku, fyrir þetta sam- skotafé, ýmislegt handa kirkjunni, henni til gagns og prýðis, t. a. m. ljósahjálm, Ijósakrónu, altarispípur, alt- aris- og prestsskrúða allan, nýja klukku o. fl.“ Borið saman við afurðaverð nú á dögum, myndi upp- hæð samskotanna sennilega nema eitthvað yfir 20 þús. krónum. — Þjóðviljinn. Jóhann Bjarnason. 312 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.