Heima er bezt - 01.09.1958, Qupperneq 23
g l i g g í rúminu hálfsofandi og hlusta á brölt-
ið í Venna frænda. Hann er að fara á fætur til
að vekja mig. Nú kemur hann inn í herbergið,
þar sem ég sef, og segir: „Farðu nú að klæða
þig, klukkan er að verða fjögur. Við verðum að vitja
um línuna, sem við lögðum út hjá Gjögri í fyrrinótt.“
Ég klæði mig í snarkasti og flýti mér niður í eldhús.
Venni er búinn að drekka morgunkaffið og farinn út á
bátalegu að sækja bátinn. Ég helli í mig kaffinu og fer
svo niður í kjallara. Þar tek ég bússurnar og sjóstakk-
ana okkar Venna, og ekki mátti gleyma haglabyssunni.
Við ætlum að vera lengi í þessum róðri, því að þetta
átti að vera síðasti róðurinn fyrir slátt.
Ég geng svo út á hlaðið. Það er dásamlegt veður úti.
Sólina ber eldrauða við sjóndeildarhringinn, og svo langt
sem augað eygir er sjórinn spegilsléttur. Það er stafa-
logn og bærist ekki hár á höfði. Ég stend, heillaður af
þessari náttúrufegurð.
En nú er Venni að koma með bátinn að bryggjunni.
Þetta er fallegur þriggja lesta bátur, með fjögurra
strokka vél, og heitir Albín. Báturinn á að geta gengið
VA mílu í fullum gangi.
Ég rölti í hægðum mínum niður á bryggju. Einstaka
kría er á sveimi kringum bátana í leit að æti. Stóru
bátarnir eru ennþá við bryggjuna með línustampana
um borð. Þeir ætla ekki að leggja upp fyrr en um kl. 9,
og koma ekki aftur úr róðrinum fyrr en hinn daginn.
Það er búið að breiða segl yfir línustampana, svo að
kríurnar geti ekki kroppað beituna af önglunum.
Ég stekk nú út í bátinn til Venna, rétti honum byss-
una og sj óstakkana og ldæði mig í bússurnar mínar, en
Venni setur sjóstakkana inn í lúkar. Það lítur ekki út
fyrir að við þurfum að nota þá í dag.
Ég sezt nú við stýrið, set vélina í gang, stýri frá
bryggjunni og tek stefnu á Hrólfssker. Það hillir uppi
og sýnist svífa í lausu lofti. Nú stýri ég nær landi, og
báturinn skríður út með ströndinni.
Við erum nú komnir að Hestinum, en það er sker,
sem er dálítinn spöl frá landi. En það er samt hyldjúpt
við skerið; allt að 30 faðma dýpi.
Við stefnum landmegin við skerið, því að nú er flóð.
Nokkrir æðarblikar styggjast, þegar við förum fram
hjá skerinu. Þeir nenna ekki að hefja sig til flugs og
stinga sér þess vegna bara á kaf í sjóinn og koma aftur
upp langt frá bátnum.
Við erum nú fram undan Svínárnesi. Það er nyrzti
Þessi frásöguþáttur, sem hér birtist eftir Konráð O. Jó-
hannsson, er skólastíll úr Gagnfræðaskóla Akureyrar síðast-
liðinn vetur.
Þegar þátturinn Hvað ungur nemur var upp tekinn í tíma-
ritinu Heima er bezt, var það ætlun þeirra, er að þættinum
stóðu, að skólaæskan sendi efni til birtingar í þættinum,
t. d. Ijóð, sögur og frásöguþœtti. — Frásöguþátturinn Róður,
sem hér birtist, er fyrsta framlag skólaæskunnar til þáttarins.
Það er ósk mín, sem sé um efni í þennan þátt, að æsku-
lýður íslands styðji þessa tilraun með lestrarefni fyrir ung-
linga, með því að senda þættinum efni til birtingar. Heim-
ilisfang mitt er Skeiðarvogur 135, Reykjavík. — Efni, sem
berst, verður birt jafnóðum, eftir því sem rúm leyfir.
Stefán Jónsson.
Wrkímíí * T' J
1 i j/ f H > M hr' ] /
M;% /y
f / I JiTv ■ -< ■ <■ .r úfl ’jrm
ff n
1