Heima er bezt - 01.09.1958, Page 28
— Frammi á afrétti, fótbrotinn og móðurlausan.
— Osköp hefir auminginn litli átt bágt. — Við verð-
um að hafa hana hérna heima í sumar og láta henni
líða vel.
— Já, við verðum að gera það. Og ég er búinn að
fela Astu fóstrið á lambinu í sumar, og ég veit að því
er vel borgið í hennar umsjá. — Rödd Vals var þrung-
in aðdáun, og bjart bros leikur um andlit hans.
Frú Hildur horfir fast og rannsakandi á son sinn, og
svipur hennar þyngist, en bjarta brosið hans gefur ekk-
ert svar við því, sem hana langar mest til að vita. Það er
jafn hreint og fölskvalaust nú eins og ætíð áður.
— Asta kann nú sjálfsagt lítið að fara með skepnur,
segir frú Hildur fremur kalt og gengur fram úr eld-
húsinu.
— Það er nú engin reynsla fengin fyrir því enn sem
komið er, svarar Valur glaðlega, en brosið hverfur af
andliti hans. Hann rís á fætur og gengur út með lambið.
Asta hefir lokið við að bera fram kvöldverðinn, og
heimilisfólkið sezt að snæðingi, allir nema hún sjálf.
Litli sjúklingurinn, sem henni var trúað fyrir, bíður
hennar úti, og fyrst verður hún að sinna honum, áður
en hennar eigin þarfir verða uppfylltar. Hún velgir
síðan mjólk og fyllir á pela, og gengur svo út með
kvöldverðinn handa sjúklingnum sínum. Valur hefir
búið um lambið á skjólgóðum og sólríkum stað sunnan
undir húsinu, og þar liggur nú veslingurinn litli hálf-
sofandi.
Ásta sezt hjá lambinu og tekur það í fang sér. Svo
gefur hún því á pelann, og það kemst brátt upp á lagið
með að notafæra sér hann. Og nú situr unga stúlkan
ein í sólroðinni kvöldkyrrðinni með lítið, móðurlaust
og fótbrotið lamb í fanginu og gefur því að drekka.
Þetta móðurlega starf Iætur henni vel, en heitur klökkvi
streymir fram í sál hennar. Henni verður hugstætt, hve
hennar eigið hlutskipti í lífinu er nauðalíkt örlögum
lambsins litla, sem henni hefur verið trúað fyrir. Fyrir
aðeins fáeinum mánuðum lá hún sjálf fótbrotin, móður-
laus og einmana og þráði samúð og vináttu. Fáein óvið-
ráðanleg tár hrynja niður vanga hennar og ofan í hrokk-
inn feld lambsins litla, og glitra þar sem perlur.. .
Asta lýkur við að gefa lambinu að drekka og hag-
ræðir því síðan. En hún hefur enga hugmynd um,
að tvö athugul augu hafa hvílt á henni drykklanga
stund og vegið hana og metið. Þórður sýslumaður hefir
gengið út á svalirnar að loknum kvöldverði og numið
þar staðar sér til hressingar. Hann er orðinn feitlaginn
með aldrinum og hreyfir sig lítið að óþörfu. Þegar hann
er heima, situr hann oftast á skrifstofu sinni og vinnur
að embættisstörfum sínum. Þann tíma ársins sem Valur
dvelur heima í Ártúni, þarf hann engar áhyggjur að hafa
af búskapnum, því sonur hans og Sveinn sjá um hann
að öllu leyti, og það er hinum roskna sýslumanni kær-
kominn hvíldar- og náðartími.
Þórður sýslumaður hefir til þessa ekki veitt ókunnu
eldhússtúlkunni neina sérstaka eftirtekt og lítil kynni
haft af henni. En nú hefir hann um stund virt hana
fyrir sér og af djúpri athygli fylgst með hverju arloti
hennar við lambið móðurlausa, sem henni hefir verið
falið að annast um, og honum finnst nú að hann þekki
hana meira og betur eftir þau fáu augnablik, heldur en
marga aðrá, sem hann hefir haft náin kynni af svo árum
skiptir. Hlýtt bros líður yfir andlit sýslumannsins, og
mildi og manngæzka Ijómar í höfðinglegum svip hans.
I augum Þórðar sýslumanns er göfugt hjarta gulli dýr-
mætara, og þann fjársjóð hlýtur þessi ókunnuga eldhús-
stúlka að eiga í ríkum mæli eftir framkomu hennar að
dæma.
Ásta hefir nú lokið við að hagræða lambinu, og hrað-
ar sér aftur inn í húsið. Þórður sýslumaður gengur
einnig inn af svölunum, og á þessu kvöldi hefir Ásta
óafvitandi eignast aðdáun og virðingu sýslumannsins
í Ártúni.
X.
Sólgullið sumarkvöldið faðmar byggð og heiðar.
Djúp kyrrð ríkir yfir sýslumannssetrinu. Ásta er ein
í eldhúsinu, og störfum dagsins er lokið. Hún gengur
út að glugganum og horfir út. Kvölddýrðin blasir við
augum hennar og heillar hana út á sinn fund. Nú er
orðið langt síðan hún hefir farið upp í lundinn í ár-
gilinu og notið einverunnar þar. Og í kvöld ætlar hún
að fara þangað.
Ásta gengur hljóðlega út úr húsinu og upp í Árgilið.
Þar sezt hún niður í iðgrænan lundinn og nýtur kvölds-
ins. — — Ásta hlustar eins og í leiðslu á nið foss-
ins, og angurblítt kvæði, sem hún lærði fyrir löngu,
rifjast upp í huga hennar. Það er kvæðið um fossinn
og eikina. Og áður en varir, er hún farin að raula kvæð-
ið þýtt og viðkvæmt við undirleik fossins:
Ein fögur eik hjá fossi stóð,
sem féll af bergi háu,
og sumarröðuls geisla-glóð
*• þar gyllti blöðin smáu....
Og oft hann kvað, ég elska þig,
ég elska fegurð þína. —
Og loks hann kvað, æ kysstu mig,
æ, kysttu báru mína!
En Ásta er ekki lengur ein á þessum friðsæla stað.
Hreimfögur karlmannsrödd hljómar skammt frá lund-
num og tekur undir söng hennar í síðustu hendingu
ljóðsins: — Og loks hann kvað, æ, kysstu mig, æ, kysttu
báru mína.
Asta hættir að syngja og litur vandræðalega í kring-
um sig. Hún kemur brátt auga á Val, sem er á hraðri
ferð upp í áttina til hennar. Henni kemur fyrst til hugar
að hlaupa á brott og flýja komumann, en til þess hefir
hún ekkert ráðrúm, því Valur er þegar kominn alveg
til hennar og segir brosandi: — Gott kvöld.
— Gott kvöld.
Hann sezt óboðinn í lundinn hjá henni og hvíslar blítt
og biðjandi:
— Syngdu meira um fossinn og eikina, Ásta.
318 Heima er bezt