Heima er bezt - 01.09.1958, Síða 29

Heima er bezt - 01.09.1958, Síða 29
— Ég' kann ekki að syngja. — Þú heillaðir mig nú samt hingað með söng þínum, segir Valur. — Hann hefir nú varla hljómað svo langt, — og hann heillar víst engan. — Já, það gerði hann nú einmitt. Ég var á gangi hérna upp með ánni í búskaparerindum og hafði ekki annað í huga. Og þá barst mér söngur þinn í blænum, Asta, og hans vegna er ég hingað kominn í kvöld. — Fyrirgefðu, Valur. Engan ætlaði ég að ónáða með þessum söng. Kvæðið kom mér næstum ósjálfrátt til hugar í kvöldkyrrðinni héma uppi við fossinn, og svo fór ég að raula það. — Kvæðið átti líka vel við stað og stund, og það er ljómandi fallegt. En eikin átti bara ekki að neita foss- inum um bæn hans. — Valur brosir, og augu hans hvíla á Ástu, heit og blíð. Hún horfir niður fyrir sig og svarar: — Eikin fölnaði líka og dó, af því að fossinn hvarf henni. — Já, en hann hvarf henni, af því að hún rak hann frá sér, og þegar hún svo naut ekki ástar hans lengur, fölnaði hún og dó. Það er lögmál allra, sem ekki fá að njóta ástarinnar, að hið fegursta í lífi þeirra fölnar og deyr eins og Eikin við Fossinn. — Rödd Vals er þmngin hita og djúpri alvöru. Asta andvarpar lágt og segir raunalega: — Þetta látlausa kvæði er þá sjálfsagt svipmynd úr lífi margra. — Já, því miður. En eigum við ekki að snúa kvæðinu upp á lífið og Iofa Fossinum að syngja Eikinni sinni ástaróðinn til æviloka? Ásta brosir dauflega. — Ekki kann ég að breyta kvæðinu. — Við þurfum heldur engu að breyta. Við sköpum okkur bara nýjan foss og nýja eik og yrkjum svo um nýtt kvæði, sem ekki endar með skilnaði og dauða á vori lífsins, heldur nær æðsta takmarki tilverunnar. Viltu lofa mér, Ásta, að svoleiðis skuli okkar kvæði enda? — Ég yrki engin kvæði, Valur. — Það kann ég raunar ekki heldur, en það skiptir engu máli, því ef við leggjum sameiginlega efnir til í kvæðið okkar, þá yrkir lífið og framtíðin það sjálf fyrir okkur, og hvergi frekar en hérna uppi við fossinn. I helgilundinum mínum vildi ég láta það kvæði hefjast. — Att þú þennan lund, Valur? — Ég eigna mér hann að minnsta kosti. Hérna uppi við fossinn lék ég mér í æsku, og hérna uppi við foss- inn hefir mig dreymt marga fallega drauma um lífið, síðan ég varð fulltíða maður. Hefir þú oft komið hingað áður, Ásta? — Já, oft, sérstaklega fyrst eftir að ég kom hingað að Ártúni. En ef til vill hefði ég ekki mátt dvelja hér? — Jú, áreiðanlega. Þú ert frjáls að dvelja hvar sem hugur þinn kýs, og í kvöld býð ég þig velkomna hing- að. — Valur réttir henni hönd sína, og fast og heitt handaband tengir þau saman. — Ég þakka þér fyrir, Valur, — segir hún, en handa- bandið rofnar ekki. Augu þeirra mætast, og eldur augna hans brennur sig inn í sál hennar, hjörtu þeirra slá þungt og ört, og bæði þrá hið sama, algleymis- samhljóm tveggja ungra hjartna. Þögnin er djúp og vær, og ilmur blómanna ljúfur og sætur. — Kysstu mig, Ásta, — hvíslar Valur. Ásta svarar engu, en horfir um stund í drengileg, biðjandi augu hans, og fjarlægur og kaldur rauveruleikinn hverfur nokkur andartök. En skyndilega bergmála tvö orð í vitund hennar: Sýslumannssonur! Eldhússtúlka! Og regindjúp hins miskunnarlausa raunveruleika er stað- fest að nýju á milli þeirra. Hún dregur að sér höndina í sársaukakenndu fáti og segir kalt og ákveðið: — Nei, Valur, ég kyssi þig ekki. — Ég bið þig afsökunar. — Rödd hans er hljómlaus, og hönd hans fellur máttlaus niður. Blómin anga ekki eins ljúft og áður, og þögnin fær annarlegan blæ. Ásta getur ekki setið lengur kyrr. Hún rís á fætur, og mest af öllu langar hana til að hlaupa eitthvað langt, langt í burtu og koma aldrei að Ártúni framar. En nú gengur hún hægt af stað ofan Árgilið. Valur rís einnig á fætur og fylgist með henni. í fyrsta sinni er þessi sumarfagri staður kaldur og litvana í aug- um beggja. Samtalið verður ekki lengra, því orðin deyja á vörum þeirra í hljóðum sársauka, sem fyllir sálir þeirra, og sporin eru þung og óljúf, en samferða verða þau samt heim að Ártúni. . . . Frú Hildur vakir ein hjá manni sínum sofandi, og getur ekki fest blund. Hugur hennar er óvenju órór. I kvöld, er hún að föstum vana ætlaði að bjóða svni sínum góða nótt, var herbergi hans mannlaust, og hún fann engan í húsinu, sá ekki einu sinni vinnufólkinu bregða fyrir, eftir að kvöldkaffið var drukkið, og það er dálítið óvanalegt. Hvar gat það haldið sig? Frú Hildur stígur hljóðlega fram úr rúminu, gengur út að svefnherbergis glugga og lítur út. Friðsæl tign kvöldsins ríkir í æðsta veldi, og hún horfir heilluð um stund á fjölþætta náttúrufegurðina, og skap hennar léttist. En skyndilega myrkvast svipur sýslumannsfrú- arinnar að nýju: — Hvað sér hún! Sonur hennar og Ásta koma sunnan frá ánni og ganga saman heim að húsinu. Augu frú Hildar hvíla á Vali, og nolckur andartök gnæfir hrifning hennar á syninum yfir aðrar tilfinn- ingar í sál hennar. Mikið er drengurinn fallegur og karl- mannlegur. Bjarta andlitið hans sviphreina er orðið brúnt af sumarsólinni, sem leikur um það í önnum dags- ins, og frú Hildur brosir hlýtt. En svo lítur hún á Ástu, og hlýjan þokar skyndilega úr svip hennar fyrir köld- um spurningum afbrýðinnar. Samúðin sem einstæðings- skapur þessarar stúlku hefir vakið hjá henni, hverfur með öllu. Hvað á sonur hennar vantalað við þessa elda- busku? Er drengurinn hennar virkilega að bregðast því trausti, sem hún hefir borið til hans? Er hann að gera sig sekan um eitthvað óheiðarlegt? Nei, hún trúir því ekki. En þó. (Framloald). Heima er bezt 319

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.