Heima er bezt - 01.09.1958, Side 31

Heima er bezt - 01.09.1958, Side 31
hennar. „Ég sat hérna í blessaðri sólinni. Hún hlýjar manni svo vel.“ „Það er ekki nema rétt að utan,“ sagði Rósa hlæjandi. „Kaffið verður að hlýja þér innvortis.“ „Þakka þér fyrir, góða mín,“ sagði gamla konan, „hvað þú ert góð við mig.“ Rósa sárskammaðist sín fyrir, hvað hún hafði verið köld og afskiptalaus við þennan vesaling. Það var komið myrkur, þegar feðgarnir kornu heim. Arndís var sú fyrsta, sem heilsaði þeim úr bæjardyrun- um. Rósa kom fram með Ijós í hendinni. Hún fann til and- úðar, þegar hún sá Kristján kyssa móður sína tvo kossa, áður en hann heilsaði henni sjálfri. „Ég kom heim með þrjátíu og fimm slátur, en engan fékk ég sláturpottinn. Þeir eru ekki til í verzluninni,“ sagði Kristján, þegar hann hafði heilsað konu sinni. „Þá var hyggilegt að koma með sem flest slátrin, til að láta þau úldna,“ sagði Rósa stuttlega. „Ég trúi ekki öðru en það sé hægt að fá lánaðan pott einhvers staðar hérna í nágrenninu. Þeir slátruðu fyrir fjórum eða fimm dögurn, og það er því líklega langt komið að sjóða þau slátur.“ „Ég hefði náttúrlega getað spurzt fyrir um það í dag, ef ég hefði ekki búizt við að þú kæmir með pott heim úr kaupstaðnum,“ sagði Rósa fýlulega. „En að ég færi að reyna að fá lánaðan pott?“ sagði Arndís. Þá hló maður hennar: „Það væri þá líka það líkleg- asta, að þú færir að paufast það í myrkrinu. Það er ólík- legt að þær hinar hafi haft svo mikið að gera í dag, að þær hefðu ekki getað gert það, ef þær nenntu að hreyfa sig. Það er þó ekki svo langt hérna milli kotanna.“ „Ég hef einhver ráð,“ sagði Kristján. Þegar Hartmann var búinn að spretta af hestunum, fór hann inn í rúm og lagðist þar í allt annað en góðu skapi. Þá tyllti kona hans sér á stokkinn og talaði til hans í hálfum hljóðum: „Ég hef verið að hugsa um eitt í dag, skal ég segja þér, Hartmann. Líklega er bezt fyrir okkur að fara sem fyrst heim aftur. Hér líður mér áreiðanlega ekki betur, þó mér dytti það í hug, og Kristján minn vilji láta mér líða ve!. En ég held, að konan hans kæri sig lítið um mig. Ég hef setið þegjandi lengst af í dag, þó að nóg hafi verið talað í kringum mig.“ „Hvar skyldi sá staður vera, sem þú yrðir ánægð? Ég get svo sem ekki kennt í brjósti um þig, þó að þú getir ekki vaðið elginn allan daginn við einhverjar skraf- skjóður. Þú verður að reyna að þrauka, þangað til skip kemur. Varla fljúgum við burtu eins og fuglar himins- ins,“ sagði hann. „Ég hefði nú satt að segja ekkert á móti því að fá eitthvað að éta, búinn að þvæla úti í kaupstað allan daginn.“ „Rósa ætlar að steikja lifur, sagði hún mér, og það með að hún yrði ekki lengi að matbúa hana.“ Þegar maturinn var til, vantaði Kristján. Hann hafði ekki sézt, síðan hann heilsaði konu sinni í bæjardyrun- um, og Siggi vissi ekkert, hvar hann var. — En svo kom hann allt í einu, og Leifi í Garði með honum, með slát- urpott á milli sín, sem þeir báru inn í eldhús. „Þá er potturinn kominn, svo að ekki stendur á hon- um,“ sagði hann talsvert gustmikill. „Það er gott að heyra,“ sagði Geirlaug, „þá fer þetta nú sjálfsagt að ganga.“ „Svona verður búsi.apurinn hérna,“ tautaði Hartmann gamli við konu sína inni í baðstofunni. „Hann verður að hugsa um allt innan bæjar, ef nokkuð á að ganga. Þetta er liðónýt skepna, sem honum hefur dottið í hug að taka að sér.“ Næsta morgun voru þeir feðgar snemma á fótum. Það voru reknir heim hestar og búizt til ferðar. Tveir hestar, sem kaupmaðurinn á Hvalseyri átti, voru sóttir. Bleikur var tekinn og lagður á hann hnakkur, án þess að minnast á það við eigandann. „Hvað á nú að fara að þeysa?“ spurði Rósa hálf ólund- arlega. Það var tengdafaðir hennar, sem varð fyrir svörum: „Það á nú bara að venda alla leið inn að sýslumanns- setrinu á Fögruvöllum, stúlka mín. Ég hef nú hugsað mér að sitja ekki alveg aðgerðarlaus heima og láta hvern sem er féfletta þig.“ „Ég gæti hugsað að þið hefðuð heldur lítið upp úr öllu ykkar flakki og rembingi,“ sagði hún með lítils- virðingu. „Þú átt eftir að sjá það,“ sagði hann. „Það kemur ekk- ert fyrirhafnarlaust, skaltu vita.“ Kristján lagði ekki orð í belg en fór beina leið inn í baðstofu, líldega til að kveðja móður sína. Svo kom hann fram og kvaddi konu sína, en það voru ekki sömu kossarnir og hann hafði kysst hana áður. Hann var eitt- hvað að breytast, það duldist henni ekki. „Það er ný hálftunna hérna úti. Þið látið í hana soðið slátur,“ sagði hann. „Ég ætla henni mömmu það.“ Rósu létti mikið fyrir brjósti. Hún vonaði, að það þýddi, að gömlu hjónin ætluðu bráðlega að fara burtu af heimilinu. Svo fór Kristján út, án þess að minnast á Bleik. Rósa fékk erfiðan kökk í hálsinn og tárfelldi. Það leit út fyrir að Kristján ætlaði að fara að ráðum föður síns og vera ekki að hafa fyrir því að tala um það við konu sína, þótt hann tæki hestinn hennar. Það var kannske sjálfsagt. Hún þekkti það svo lítið, hvað giftum konum væri boðið, en hún gat ekki fellt sig við það. Arndís stóð í bæjardyrunum og horfði á eftir ferða- mönnunum ánægjuleg á svip, en vermdi hendurnar í handarkrikunum. „Finnst þér þeir ekki líkir á hestbaki?11 spurði hún Rósu, sem kom fram á leið út í skálann. „Það hef ég aldrei athugað,“ sagði Rósa fálega. „Ekki það? Finnst þér ekki Kristján sitja vel á hesti?“ Heima er bezt 321

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.