Heima er bezt - 01.09.1958, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.09.1958, Qupperneq 32
„Jú, en ég hef aldrei tekið eftir því, hvort faðir hans situr hest nokkuð svipað honum.“ „Jú, þeir eru fjarska líkir, bæði í sjón og raun,“ sagði Arndís brosandi. Rósa hristi höfuðið þégar inn í skálann kom. Það gat varla verið, að Kristján væri líkur karlinum á nokkurn hátt. Óskemmtilegri rosabelg var ekki hægt að hugsa sér. Gerða í Garði kom til að hjálpa til við sláturgerðina eftir'ósk Kristjáns. Það munaði líka um hana, konuna. Arndís gamla kom fram og bauð hjálp sína. — Rósa bjóst við, að hún gæti ekkert gert, enda væri ólíkt nota- legra fyrir hana að sitja inni við prjónana sína. „Þú heldur kannske að hún hafi aldrei saumað kepp eða brytjað mör,“ sagði Gerða. „Sýnist hún hklega líta þesslega út, að hún hafi verið geymd í traföskjum.“ „Ég hef soðið slátur á hverju hausti frá því að ég komst á fullorðinsárin," sagði gamla konan. Þá hafði Rósa ekkert á móti því að hún saumaði keppi jafnóðum og Gerða verkaði vambirnar. Það lá líka ólíkt betur á Arndísi en daginn áður. Gerða var líka ólíkt skrafhreifari við hana en sú, sem var gestur í maskínu- húsinu þá. Það leiddist engum, sem hafði nóg að gera. Hún lagði oft handarkræklurnar á kaffikönnuna, því að henni var farið að þykja kaffið gott, síðan hún fór að hressast. En kannan var vanalega úti á horni á vélinni eða uppi á borði. „Ég er nú bara að hugsa um að taka mér bessaleyfi og hafa könnuna hérna á bakholinu,“ sagði Gerða við ungu húsmóðurina. „Hana langar í sopa, aumingja gömlu konuna. Það sækir kuldi á þessar holdlausu hend- ur. Það minnir mig, að hún mamma þín hefði heitt á könnunni handa stúlkunum, þegar þær voru í slátur- stússi.“ „Það var nú meiri mæðan, að hún skyldi ekki geta kennt mér að búa, blessunin. Hún, sem var svo mikil búkona,“ sagði Rósa. „Það er alveg sjálfsagt að hella á könnuna og hafa hana alltaf á vélinni, svo að hægt sé að fá sér sopa, þegar okkur langar til þess.“ „Skyldu þeir feðgar koma heim í kvöld?“ spurði Arndís hvað eftir annað. En nú passaði Rósa sig með að hlæja ekki að henni. Gerða varð alltaf fyrir svörunum og bjóst við, að þeir kæmu ekki. Þetta væri svo langt. Slátursuðan gekk aldeilis ágætlega. Rósa var fyrst að hugsa um að vigta allt, bæði mör og mjöl í slátrið, en Geirlaug bað hana í öllum bænum að vera ekki að þeirri vitleysu. Það væri sjálfsagt að hafa það eins og hún móðir hennar hefði haft það. Hún bjóst við, að þær myndu ekki betur að sér en hún hefði verið, þessar kerlingar, sem útbyggju þessar matreiðslubækur. Þá lét Rósa bókina upp í hillu og bað Geirlaugu að laga slátrið. Eftir það gekk allt eins og í sögu. Og Rósa flýtti sér að fylla nýju tunnuna, svo að hún losnaði sem fyrst við karlinn og kerlinguna. Feðgarnir komu heim eftir tveggja daga burtveru. Báðir voru þeir í leiðu skapi. Líklega hafði farið eins og Rósa hafði búizt við, að lítið hefði hafzt upp úr því ferðalagi. Kristján gaf því fljótlega gætur, hvað búið væri að sjóða mikið af slátrunum og hældi þeim fyrir, hvað þær hefðu verið duglegar. „Og þarna er ég búin að fylla tunnuna,“ sagði Rósa. „Ekki stendur á því.“ „Þau verða sjálfsagt að fá eitthvað af sviðum með slátrinu,“ sagði hann. „Þú bíður þess með óþreyju að þau fari. Ég var búinn að hlakka til þess, að aumingja mamma gæti orðið hér, svo að ég gæti látið henni líða vel í fyrsta sinni á ævinni. En það getur víst ekki orðið, þykist ég sjá. Þú getur ekki hugsað til þess að hafa þau hér. Berð aumingja mömmu sjálfsagt saman við þína stórmyndarlegu móður, án þess að athuga þann mikla mun, sem verið hefur á lífskjörum þeirra og heilsufari.“ „Ég hef ekkert verið að bera þær saman,“ greip Rósa fram í. „En ég sé það bara, að ég get ekki þolað að hafa þau hér á heimilinu. Ef þau fara ekki, þá verð ég að fara.“ „Nú, ekki öðruvísi! Þú ert ekki búin að vera lengi í hjónabandinu, þegar þér dettur í hug að hlaupa burtu frá öllu saman. En sú vanstilling! Hvar hefurðu lært slíkt? Líklega af stelpunum á kvennaskólanum. Ekki hefurðu heyrt þína miklu fyrirmyndarmóður umhverf- ast svona, eins og ódælan krakkakjána,“ sagði hann. „Mér er sama, hvað þú segir. Ég hef sagt þér hrein- skilnislega það, sem mér býr í brjósti,“ sagði hún. „Ég þoli þau ekki á heimilinu. Sízt hann. Hann talar, eins og hann sé húsbóndi. Hún er sjálfsagt meinleysingi, en samt vildi ég helzt, að þau færu bæði.“ „Hann vill hafa hana hjá sér til að stjana við sig, þótt hún hafi aldrei fengið annað en vanþakklæti fyrir það,“ sagði hann. „Og hún lítur alltaf upp til hans. Annað hvort bæði eða hvorugt verða eftirleiðis hjá okkur.“ „Jæja, þá fara þau bæði. Þau eiga víst eldd svo fá börn, að þau þurfi að troðast hingað, um leið og þú ert farinn að búa,“ sagði hún stuttaralega. Svo fór hún inn í baðstofu og lét hann ekki sjá sig lengi. Um kvöldið vakti hún með stúlkunum yfir slátur- pottunum og háttaði ekki fyrr en Kristján var stein- sofnaður. Þá afklæddist hún hljóðlega, svo að hann skyldi ekki vakna. Hana langaði ekkert til að heyra til hans. Hún fann, að þau voru að fjarlægjast hvort annað. — Vonandi yrði allt gott, ef karlinn og kerlingin færu. Ef þau hefðu komið, áður en lýsingarnar fóru fram, þá hefði hún ekki verið gift núna. Næsta morgun vissi hún að hann var að klæða sig í myrkrinu án þess að gefa henni einn einasta koss, og því síður að hvísla að henni fallegum ástarorðum. Lík- lega áleit hann að hún steinsvæfi, en hann hafði oft hvíslað að henni, þó hún væri sofandi og þakið andlit hennar með kossum. Henni fannst helzt til fljótt hafa skyggt á hamingjuna. 322 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.