Heima er bezt - 01.09.1958, Side 33
Hún klæddi sig bráðlega. Það var ekki siður á því
heimili að liggja í rúminu fram á dag.
Hartmann gamli sat frammi í hlóðaeldhúsi og hámaði
í sig heita lifrarpylsu hjá Gerðu í Garði. Hún var ný-
lega búin að taka upp úr pottinum og láta ofan í hann
aftur.
Það freyddi út úr Hartmanni orðaflóðið eins og vana-
lega: „Það gengur leppurinn og þvagan hjá mér, kona,“
heyrði Rósa hann segja, þegar hún kom fram í bæjar-
dyrnar. „Það er mikill munur að eiga svona duglegar
konur eða þxr, sem hanga hálfsofandi við verkin allan
daginn, eins og kerlingin mín. Mér sýnist allt útlit fyrir,
að sonur minn hafi verið álíka heppinn í valinu.“
„Það getur nú líklegast enginn búizt við því, að svo
úttaugaður aumingi geti unnið mikið,“ sagði Gerða.
„Ef það á fyrir Rósu að liggja að h'ta svoleiðis iit, þarf
enginn að undra sig á, þó að ekki hafi verið spáð vel
fyrir giftingunni. En ef hún verður við sömu heilsu og
hún er nú, býst ég við að hún verði engin ómyndarhús-
móðir, enda alin upp hjá þessari sérstöku konu og skóla-
gengin þar ofan í kaupið.“
„Já, hún hefur verið mikil myndarkona maddaman,
þykist ég vita,“ sagði Hartmann. „En hvað varstu að
segja? Hefur verið spáð illa fyrir giftingunni hennar?
Það er þó líklega ekki meiningin, að fólki finnist minna
til hans koma en hennar, þessa myndarmanns, en hún
ekkert annað en unglingsskinn? “
„Ja, það er nú samt svo. Hann gekk talsvert í augun
á fólkinu við fyrstu kynni, en það er fokið burtu fyrir
löngu. Það þykir engum neitt í hann varið núorðið,“
sagði Gerða.
„Ég er nú bara aldeilis hissa,“ sagði Hartmann gamli.
„Þetta á eftir að breytast, sannaðu til. Kristján er svo-
leiðis maður, að það bera allir virðingu fyrir honum.
Ég held að þessir sveitungar þínir séu dálítið skrýtnir.
Svo langar mig til að fá kaffisopa á eftir lifrarpylsunni.
Hún er ágæt hjá þér. Hefurðu annars nokkuð sofið í
nótt? Mér sýnist þú svo þreytuleg?“
„Nei, ég hef verið að sjóða slátrið, en nú fer ég heim.
Geirlaug tekur við. Þannig lét hún alltaf vinna, mad-
daman. Þetta er að vérða búið. Bara sviðin eftir. Von-
andi að hann reki ekki strax aftur.“
„Hvað á hann að reka? Hann rak víst allt, sem hann
ætlar ekki að setja á. Það er nú hugur í honum að fjölga,
sem von er á annarri eins jörð og eiga nóg hey.“
„Nú jæja, er það þá allt þetta? Þrjátíu og fimm slátur.
Skyldi það vera nokkur munur eða það sem flutt hefur
verið heim á þetta heimili, og svo vinnan borguð í
slátrum til nágrannanna,“ sagði Gerða og hló kuldalega.
„Hvað er að tala um það, þegar svona er farið með
manneskjugarminn hana Rósu? Selt allt frá henni. Hvað
munaði hana, þessa maddömu, svo sem um að láta þau
hafa dágóðan bústofn eða jafnvel láta þau setjast í búið?
Það hélt ég að hún myndi gera,“ sagði Hartmann gamli.
„Það hefur víst engum öðrum en ykkur feðgum dott-
ið slíkt í hug. En það hefðu víst ekki verið réttlát skipti
milli þeirra systranna. Og svo varð hún þó að lifa á ein-
hverju sjálf.“
„Lifa á einhverju sjálf! “ sagði hann og sló í eldhús-
borðið svo að buldi í. „Hún hefur sjálfsagt eftirlaun og
eftirgjaldið af jörðunum. Ekki er það svo lágt, sem
tengdasonur hennar á að borga, enda er náttúrlega jörð-
in metfé. Bara að hann hefði áhöfn á hana. Það er það,
sem vantar.“
Rósa hafði staðið í bæjardyrunum og heyrt mest af
glamrinu í karlinum. — Skárri var það nú búskapurinn,
ef það átti ekki að flytja heim nema þrjátíu slátur. Það
var meiri vesalmennskan, og þá yrði kjötið sjálfsagt
eftir því! Nú fyrst skildi hún, hvers vegna mamma
hennar var lítið hrifin af trúlofuninni. Hún hafði séð,
að þetta yrði fátæktarbasl fyrir þeim. Bara að hún hefði
leitt henni það fyrir sjónir, en h'klega hefði það orðið
þýðingarlítið. Hún hafði sjálf verið svo yfir sig hrifin
af kærastanum, að hún sá ekkert annað en sólskin og
hlýju úti og allsnægtir inni. Við slíkt hafði hún líka
verið alin upp.
Hún heyrði að einhver var að koma utan hlaðið og
flýtti sér út úr dyrunum. Það var Kristján.
„Góðan daginn, kona góð,“ sagði hann með köldu
glettnisbrosi og gaf henni morgunkossinn.
Hún tók dauflega undir við hann.
„Liggur jafn báglega á þér og í gærkvöldi?“ sagði
hann.
„Það lá bara ekkert illa á mér í gærkvöldi, fyrr en þú
fórst að rausa við mig,“ sagði hún. „Það var ekki nema
satt, sem ég sagði, og nú vil ég bæta því við, að það er
varla hægt að láta svið í tunnuna, ef það á að vera allt
og sumt, þessi þrjátíu slátur, sem flutt verða heim að
Hofi á þessu hausti."
„Finnst þér það lítið?“ spurði hann.
„Manstu, hvað flutt var heim í fyrra og hittiðfyrra?“
sagði hún.
„Náttúrlega man ég það. Það voru full hundrað slát-
ur eða kannske fleiri. Langar þig að fá aðra eins kássu
handa fjórum hræðurn?" sagði hann og hló háðslega.
„Nei, það hef ég ekkert með að gera, en hitt þykir
mér allt of lítið,“ sagði hún.
„Þú getur fengið fleiri slátur ef þú vilt, þegar þú ert
búin að láta svíða þessa hausa og fætur. Fyrr hefurðu
ekkert með þau að gera,“ sagði hann og geklt snúðugt
burtu.
Þetta hafði þá, þrátt fyrir allt rausið í karlinum, verið
vitleysa. Hann ætlaði að flytja heim fleiri slátur. Karl-
inn gat aldrei haldið sér saman, svo það var ekki nema
eðlilegt, að eitthvað af því væri endileysa, sem út úr
honum vall. Hún þóttist sjá, að sambúðin yrði hálfstirð,
ef hún hagaði sér ekki friðsamlega. Hún reyndi að hafa
það hugfast, hvernig móðir hennar hafði verið. Aldrei
hafði hún deilt við nokkra manneskju, sízt af öllu við
manninn sinn. Rósa fann, að hún hefði þurft að læra
margt af móður sinni.
Þegar farið var að svíða, var Rósa ein inni með tengda-
móður sinni og hugsaði um matarverkin. Þær voru allan
daginn í maskínuhúsinu. Ekki var þó hægt að segja, að
Heima er bezt 323