Heima er bezt - 01.09.1958, Side 34
gamla konan væri til skemmtunar. Hún talaði aldrei
um annað en sitt bágboma hlutskipti, heilsuleysi og fá-
tækt. Rósa var alveg hissa á því, að nokkur manneskja
skyldi geta lifað af allar þær hörmungar, sem þessi
vesalingur var búinn að líða.
„jMér má svei mér bregða við, þegar ég kem heim,“
sagði hún oft á dag. „Hér er ég að hressa mig á kaffi
allan daginn, en þar er það hátíðadrykkur fyrir mig að
minnsta kosti. Hartmann fer nú oftast nær á bæi og fær
sér hressingu þar, svona þér að segja. Það er sjávarþorp
þarna skammt frá. Þar er hann ákaflega oft, bæði við
sjóinn og eins til að skemmta fólki. Hann er alls staðar
kærkominn, vegna þess hvað skynsamur og skemmti-
legur hann er. Þeir eru líka vitlausir í spil, sjómenn-
irnir.“
„Þið hljótið þá að hafa fisk til búbætis,“ sagði Rósa.
„Er þá ekki hægt að leggja inn ögn, svo að þú getir
haft kaffi? Það er óskaplegt, að þú skulir ekki eiga kaffi,
fyrst þér þykir það gott.“
„Jú, maður hefur svo sem fiskinn allt árið um kring,
en þá er tannleysið, — elcki hægt að éta harðfiskinn.
En blautfiskinn get ég borðað, mikil ósköp. Svo er þessi
blessaður ylur hérna. Dálítill munur, eða að húka framrni
í hlóðaeldhúsi.“
„Hafið þið enga eldavél, þarna sem þú átt heima?“
spurði Rósa.
„Jú, hún er inni í baðstofunni. Hún eldar á henni.
Það eru ekki nema einir hringarnir á henni, en hún
hlýjar vel upp.“
Rósa stundi þunglega. — Náttúrlega var aumingja
stráið að tala utan að því, að hún þyrfti ekki að fara
aftur heim í þesa sáru fátækt, en það var aldeilis ómögu-
legt að hafa karlinn, og görnlu konunni fannst hann of
skemmtilegur til að slíta samvistum við hann. Það var
meira en hún gat skilið.
Rósa sá þá feðgana tæplega þessa dagana og vissi
ekkert, hvar þeir gátu verið. Ef það kom fyrir að þeir
sæist, þá voru þeir vanalega á hestbaki einhvers staðar
í landareigninni. Þá var karlinn alltaf á Bleik hennar.
Það var eins og flest annað henni til sárrar hugraunar.
Hann gat víst þvælzt á einhverjum hesti öðrum en hon-
um, hugsaði hún, en stillti sig þó um að jagast um það.
Karlinn hlaut að fara bráðlega, og þá hlyti allt að breyt-
ast til batnaðar. Þann dag yrði hún sannarlega glöð,
eins og lyft væri af henni þungri byrði.
Hún þekkti ekki Kristján fyrir sama mann og áður.
Undanfarin haust hafði hann rist ofan af í þúfnakraga
í túninu; nú gerði hann ekki annað en þvælast einhvers
staðar með karlinum.
Hún minnti hann á það einn morguninn, að hann
væri ekki búinn að ráða niðurlögum allra þúfnanna
niðri á fjárhúsvellinum.
„Það er ekkert minnzt á túnasléttur í byggingarbréf-
inu, svo ég á ekkert við það þetta haustið að minnsta
kosti,“ svaraði hann frekar stuttaralega.
Þá gall í gamla Hartmanni, sem eins og vanalega
þurfti að tala fram í það, sem hann heyrði: „Bíddu
bara, þangað til þú getur sagt honum, að Hof sé þín
eign, þá mun hann fljótlega taka sér spaða í hönd og
fara að fækka þúfunum."
„Það er líka eftir að koma mónum inn,“ sagði Rósa.
„Það er hreint ekki ráðlegt að láta það bíða eftir rign-
ingu.“
Enn gegndi tengdafaðirinn: „Það er nú kvenfólksverk
að koma inn eldiviðnum. Þær bruðla honum upp en
ekki við karlmennirnir."
„Mamma lét alltaf flytja heim móinn á meðan verið
var að sjóða slátrin, og ég vil láta þann sið haldast,"
sagði Rósa.
„Ég skal láta flytja hann inn í dag, fyrst þú æskir
þess,“ sagði Kristján.
„Alltaf hef ég orðið að trítla heim eldiviðnum mín-
um á mínu holdlausa baki,“ andvarpaði gamla konan.
„Hann var sjaldan langt frá eldhúsveggnum," hnuss-
aði í manni hennar.
Svo var farið að flytja heim móinn. Hagagönguhest-
arnir voru teknir og lagðir á þá reiðingar og hrip. Þetta
voru reiðhestar kaupmannsins á Hvalseyri. Rósu ofbauð
alveg slíkt uppátæki. Þeir voru líka pratalegir, þegar
lagt var af stað með þá.
Hartmann gamli sagði, að það væri ekki annað en að
láta nógu þungt á þá. Verst, hvað mórinn væri léttur.
Hann teymdi hestana en reið Bleik, eins og venjulega.
Rósa var máttvana af gremju vfir öllu, sem levfðist
á þessu heimili. Hún forðaðist að líta út.
Geirlaug var eitthvað að tala um það, að hestamir
hefðu slitið af sér reiðverin. — Það væri meira, hvað
mönnum dytti í hug að bjóða skepnunum. Varla hefði
blessuð maddaman liðið svona lagaðar aðfarir.
Rósa anzaði henni engu orði. Hún varð guðsfegin,
þegar Lauga í Þúfum birtist allt í einu í dyrunum.
Arndís gamla gekk á móti henni og faðmaði hana
með þakklæti fyrir síðast. „Þú hefðir átt að koma fvrr,“
sagði hún. „Það hafa náttúrlega margar konur komið
hérna af bæjunum í kring, en engin þeirra hefur átt eins
fallega fylgju og þú. Enda veit ég, að þú ert langbezt
af þeim öllum.“
„Þetta er nú helzt til mikið hól, en gaman er að eiga
fallega fylgju," sagði gesturinn, *„og mikið er ánægju-
legt fyrir þig, Rósa, hvað tengdamóðir þín hefur fitnað
síðan hún kom til þín.“
„Já, svnist þér ekki dálítill munur að sjá mig eða
þegar ég kom?“ sagði gamla konan. „Það verða sjálf-
sagt þó nokkur viðbrigði fyrir mig að koma heim í fá-
tæktina og allsleysið aftur.“ Svo byrjaði hún að lýsa
kuldanum við hlóðirnar í eldhúsinu.
„Þú verður bara að klæða þig í hverja spjörina utan
yfir aðra, svo að þú finnir ekki kuldann,“ sagði Lauga.
„Það er nú bara það, að ég á engar skjólflíkur. Þetta
eru allt léreftstuskur, sem maður á. Ég er ekki orðin
manneskja til að kemba ullina, þótt ég gæti kannske
spunnið hana.“
„Það er mikið af bandi frammi á dyralofti í kassa,
sem þú kannast vel við. Þú mátt taka það, sem þú vilt
af því. Einhvern veginn geturðu komið því upp á þig,“
sagði Rósa. (Framhald).
324 Heima er bezt