Heima er bezt - 01.12.1958, Side 2

Heima er bezt - 01.12.1958, Side 2
Fjörutíu ára fullveldi Tíminn líður óðfluga. Dagar, mánuðir, missiri, ár hverfa í grámóðu hversdagsleikans. Fyrr en varir eru áratugir liðnir af skammvinnri ævi vorri. Atburðir, sem oss þykja svo ótrúlega nærri, eru horfnir áratugi aftur í tímann og teknir að hjúpast blámóðu minninganna. En eins og merkisteinar rísa við endalausan veg flat- neskjunnar og kynna vegfarandanum, hvar leið hans sé komið, svo standa og einstakir merkisdagar oss óvana- lega skýrt fyrir sjónum í mistri hins liðna. Einn sá dag- ur, sem oss miðaldra mönnum og eldri fer eigi úr minni, er 1. desember 1918. Og vér vildum allir geta brennt minninguna um hann inn í hug hvers einasta af landsins börnum. Sá dagur er og verður einn allra daga með réttu nefndur frelsisdagur fslendinga. Þann dag var aldagöml- um fjötri ófrelsis svipt af þjóðinni. Þá fagnaði hún að nýju því frelsi, sem forfeður hennar glötuðu árið 1262. Á þeim degi voru baráttuhetjum íslenzks sjálfstæðis, liðnum og lifandi, goldin sigurlaun erfiðis síns. Það, sem síðar gerðist, 1944, var ekkert annað en rökrétt afleiðing atburðanna 1918. Án baráttu og deilna við annan aðila var þá skipt um stjórnarform og sagt upp millirfkja- samningi, sem samkvæmt eðli sínu og ákvæðum hlaut að falla úr gildi annaðhvort þá eða eftir frjálsu samkomu- lagi innan skamms. Um það þurfti ekkert stríð að standa. Af þessum sökum ber oss að halda 1. desember í full- um heiðri. í atburðaröð síðustu 100 ára gnæfa hæst at- burðir fjögurra ára. Áranna 1874, 1903, 1918 og 1944. Þetta er líkast stórfelldu drama í fjórum þáttum. í þriðja þætti rís bylgja atburðanna hæst, en hinn fjórði og síð- asti er nauðsynlegt eftirspil undanfarandi atburða. Ársins 1918 verður lengi minnzt. Úti í heimi geisaði þá lokaþáttur hinnar mestu styrjaldar, sem mannkynið enn hafði lifað, og loks í nóvembermánuði slotaði þeim hildarleik. í íslenzkum annálum var það ár stórra, voveif- legra atburða, eigi síður en gleðitíðinda. Árið hófst með mestu frosthörkum og ísalögum þessarar aldar. Síðar á árinu nötraði land allt af ægilegu eldgosi úr Kötlu, og nær samtímis því geisaði í höfuðstað landsins og ná- grenni hans hin skæðasta drepsótt, sem yfir landið hafði þá gengið í meira en hundrað ár, og lagði í gröf- ina hundruð manna, ungra og gamalla. Fáar munu þær fjölskyldur hafa verið í Reykjavík og nágrenni, sem ekki áttu þá um sárt að binda, og þung ský harma og uggvænlegra framtíðarhorfa hvíldu þá yfir þjóðinni, þegar henni bar þann gleðiatburð að höndum 1. desem- ber, að hún hefði hlotið stjórnmálalegt frelsi. Af þeim sökum, sem taldar voru, gætti þess atburðar minna á hinni líðandi stund en ella hefði orðið. En frelsið 1918 kom ekki óvænt eins og þrumuskúr úr heiðríkju. Á undan hafði farið löng barátta og hörð, sem hér verður ekki rakin.------- í þá fjóra tugi ára, sem liðnir eru síðan vér hlutum fullt frelsi, hefur verið sótt fram á öllum sviðum íslenzks þjóðlífs. Breytingarnar eru svo miklar, að ævintýri er líkast. í sem stytztu máli má segja, að vér höfum endur- byggt landið. Frá frumstæðum miðaldaháttum höfum vér náð því, að standa í fremstu röð meðal nútímaþjóða um lífsþægindi og hvers konar menningarhætti. Á sviði félagsmála stöndum vér meðal þeirra þjóða, sem lengst eru komnar, en naumast þekktust þeir hlutir hér árið 1918. Vér notum hvers konar tækni og vélaafl, orku úr fallvötnum og hitalindum landsins, en ekkert slíkt var til 1918. Fjarri sé það mér að þakka allar þessar framfarir því einu, að vér hlutum frelsi 1918. Margt annað hefur lagzt á þá sömu sveif. En hitt er víst, að án þess að frelsið hefði fengizt, væri meginþorri þeirra framfara, sem orðið hafa að miklu leyti óunninn. Frelsið varð sá leyndi afl- og orkugjafi, sem knúði til framkvæmdanna. En frelsinu fylgir ábyrgð, sem ekki verður af hendi Ieyst með framkvæmdum einum, heldur fremur öllu með siðferðilegum styrldeika þjóðarinnar. Uggvænlegar blikur eru á lofti og margir örðugleikar í vegi daglegra viðfangsefna. En þótt svo sé, er hitt jafnvíst, að á þeim má sigrast af einhuga þjóð. En til þess þarf hún að vaka yfir þeim verðmætum, sem hún á dýrust f menningu og tungu. Hún þarf að halda orku sinni gegn falsmenningu og áróðri fyrir fánýtum hlutum. Hún þarf að gæta sið- ferðilegs styrkleika og vera minnug fornra dygða: hóf- semi, orðheldni, og varúðar ásamt dirfsku hins frjáls- borna manns. Vér megum ekki falla í draumóra um horfna frægð eðá stara í blindri aðdáun á unnin afrek. Hver unnin dáð sé oss eggjun til annarra stærri athafna. En til þess að svo megi verða, þarf þjóðin að vinna þrot- laust. Það voru engin stórfelld hátíðahöld í landinu 1. des- ember 1918. Hópur manna safnaðist saman fyrir framan stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Flestir munu þeir hafa verið þreytulegir og merktir rúnum nýafstaðins sjúk- dóms og harma, uggandi um hag sinn og sinna. En þegar danski fáninn var dreginn niður og ríkisfáninn íslenzki 404 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.