Heima er bezt - 01.12.1958, Side 8
E I N A R KRISTJÁNSSON:
KJÖRGRIPUR
ólahátíðin gengur ekki í garð með tindrandi
mjallarskrúði og heiðríkum stjörnuhimni, að
þessu sinni.
Það er komið Þorláksmessukvöld, en það rign-
ir og rignir látlaust, á auða jörð.
Regnvatnið streymir af þökum húsanna og drýpur
af höttum og yfirhöfnum fólksins, og rennur eftir göt-
unni í stríðum straumum.
Fólkið lætur regnið ekki á sig fá, en flæðir fram og
aftur um gangstéttirnar í hópum og breiðum, kvíslast
inn í hliðargötur og sölubúðir, og þaðan út aftur, hlað-
ið varningi í margs konar pinklum, hamingjusamt og
íbyggið á svip.
Það raðar sér fyrir framan búðargluggana, sem flest-
ir eru prýddir marglitu ljósaskrauti og margvíslegum
lokkandi varningi, sem augað girnist.
Og fólkið kaupir og kaupir allt sem nöfnum tjáir að
nefna.
í kvöld virðast allir hafa smitazt af kaupfýsi og ör-
lætiskennd.
í þessum hópi er þó einn maður, sem ekki hefur lát-
ið verða af því að kaupa neitt. Hann hefur látið berast
með straumnum, götu úr götu, frá einni verzlun til
annarrar, án þess að athuga verð á nokkru hæti.
Þetta er maður á miðjum aldri, hár og grannvaxinn,
þunnleitur og farinn að grána í vöngum. Augu hans
eru dálítið útstæð, dökk og hvöss.
Hann athugar fólkið og allt sem fyrir augu ber,
stilltu rannsakandi augnaráði.
Hann er klæddur svartri regnkápu og hefur ljósan,
barðastóran hatt á höfði, hvort tveggja nýlegt og
snyrtilegt.
Þessi maður ber sýnilega festu og ráðdeild í látbragði
og það kemur ekki til greina, að hann skorti peninga-
ráð til að kaupa eitt eða annað, enda vita kunnugir, að
hann hefur, um langt árabil, verið í góðri stöðu og
farið vel með sitt.
En hann á hvorki konu eða börn og enga nákomna
ættingja, sem ástæða væri til að gleðja með gjöfum og
skuldar heldur engum gjafir.
Sjálfur á hann allt sem hann þarfnast og hví skyldi
hann þá vera að gera mikil innkaup í kvöld, fremur en
endranær.
Hvað skyldi það vera, sem kemur honum til að vera
að ráfa úti á ömurlegu óveðurskvöldi og berast með
þessari fáfengilegu jólaös.
Hann nemur staðar við stóran, upplýstan búðar-
glugga og virðir fyrir sér glæsilegan varninginn. Jafn-
framt gefur hann gætur fólkinu, sem er inni að verzla
og því sem kemur að glugganum og er að horfa á dýrð-
ina, með eftirvæntingu í augum.
Hann vorkennir þessu fólki. Þetta leitandi uppnám
og eirðarleysi. Þetta veiklyndi gagnvart hégómlegu
glysinu, þetta ósjálfráða augnabliksörlæti, jafnframt
takmarkaðri getu til að fullnægja því, þessi óhemjulega
eftirvænting, sem hlýtur að bera vonbrigðin í sjálfri
sér, allt þetta vekur hjá honum angurværa samúð.
En jafnframt gerir hann sér Ijóst, að undir niðri
finnur hann til öfundar gagnvart þessu fólki, þrátt fyr-
ir allt.
Var það þá ekki einhvers virði, hvað sem öðru leið,
að eiga löngun til að gleðjast og gleðja aðra.
Honum verður hugsað til þess hversu langt er síðan
hann hefur langað til að eignast nokkurn hlut. Hann
hefur fengið sér það sem hann þurfti á að halda, en
hann hefur aldrei fundið til neinnar ánægju við það að
eignast þá hluti.
Hugurinn hverfur snöggvast langt aftur í tímann.
Hann er ofurlítill snáði, í litlum bæ í þröngu dal-
verpi. Það er hávetur og hann stendur eða tvístígur í
bæjardyrakvosinni, í snjómuggu og frosti, meðan faðir
hans girðir aksturstaugina á gamla Brún.
Hann hefur vinstri höndina í buxnavasanum og
kreppir hana utan um aleigu sína í reiðu fé, tuttuguog-
fimmeyring, sem hefur verið lengi í eigu hans.
Honum liggur þessi peningur þungt á hjarta. Hann
hefur ákveðið að fórna honum fyrir hlut, sem hann
hefur lengi þráð að eignast.
En hann hefur í lengstu lög dregið að nefna þetta
við föður sinn, vegna þess, að hann hefur hálfvegis
kviðið því að fá snuprur og vera gerður afturreka með
peninginn. Honum hefur skilizt það háttur ráðleysingja,
að kasta út peningum fyrir hluti, sem hægt var að
neita sér um.
Fyrst þegar faðir hans gerir sig líklegan til að kveðja,
herðir hann upp hugann, réttir að honum peninginn
og segir: — Eg ætlaði að biðja þig að kaupa handa mér
griffil fvrir þetta.
Faðir hans tekur við peningnum, athugar hann gaum-
gæfilega.
— Attu ekki griffil, segir hann svo.
— Jú, en hann er að verða svo stuttur, að það er
varla hægt að skrifa með honum, svarar hann, fljót-
mæltur og kvíðafullur, því að sennilegast er að faðir
410 Heima er bezt