Heima er bezt - 01.12.1958, Side 9
hans skipi honum að hætta við þessi kaup, og ávíti
hann fyrir eyðslusemi og spjátrungshátt.
En faðir hans lætur það ógert að þessu sinni.
— Jæja, það er bezt þú ráðir því, góði, segir hann
og kemur peningnum samvizkusamlega fyrir í peninga-
buddunni sinni.
Svo kveður hann, tekur í tauminn á Brún og leggur
af stað niður hlaðbrekkuna. Drengurinn stendur og
horfir á eftir honum út dalinn, þar til hann greinir að-
eins óljóst dökka þúst, sem hverfur í mugguéli.
Hann fagnar í hjarta sínu þessum raunar óvæntu
málalokum.
Næsta kvöld verður hann farinn að skrifa á spjaldið
sitt með nýjum, löngum griffli, með rósóttu bréfi á
öðrum endanum og hann vonast eftir að eiga hann
heilan, þegar hann fer á barnaprófið í vor.
Dagurinn líður, og hann er við og. við að hugsa um
griffilinn.
Það er vonandi, að faðir hans gleymi nú ekki að
kaupa griffilinn. Það væri nú heldur lakara.
Næsta morgun er komin grimmdarstórhríð. Veður-
ofsinn er svo mikill, að það hriktir í bæjarhúsunum.
Fólkið segir honum, að engar líkur séu til þess að
faðir hans komi heim í dag, þetta sé ekki veður, þessi
ósköp.
Honum þykja ill þessi tíðindi. En með sjálfum sér
er hann þó eltki öldungis vonlaus. Faðir hans er vanur
stórhríðum og hefur stundum verið á ferð þegar aðrir
töldu óðs manns æði að fara út úr bæ.
Svo líður dagurinn og löng kvöldvaka, en faðir hans
kemur ekki.
Um kvöldið fer hann að hugleiða, að verið gæti að
þess verði ekki gætt, að búa nógu vel um griffilinn og
hann kunni að brotna í flutningnum.
Það væri ekki hálft gaman að eiga griffil í tvennu
lagi, en þó betra en ekki.
Um nóttina dreymir hann að faðir hans er kominn
heim og færir honum griffil á lengd við stærðar brodd-
staf.
Næsta dag er skárra veður, en þó dimmviðri, svo
varla glórir milli húsa.
Það er engin vissa fyrir því að faðir hans komi heim
í dag.
Þegar líður á daginn, er hann stöðugt að gera sér ferð
út á hlaðið og skyggnast eftir föður sínum, en hann sér
aðeins örskammt út á dalinn,
Stundirnar mjakast hægt og hægt. Það fer að rökkva,
en enginn kemur.
Kvöldið líður í efa og eftirvæntingu, en ekkert skeð-
ur.
Svo er farið að hátta.
Næsta morgun er komið stillt og bjart veður. Nú
þarf ekki að efast lengur. Faðir hans kemur í dag, það
getur ekki brugðizt.
Og viti menn. Rétt um hádegisbilið getur hann eygt
örlitla dökka þúst utarlega á dalnum. Faðir hans er að
koma, það er ekki um að villast.
Brjóst hans ólgar af fögnuði og eftirvæntingu. En
hann lætur þó á engu bera; það tíðkast ekki hér á bæ
að bera tilfinningarnar utan á sér.
Hann getur ekki haldið kyrru fyrir eitt augnablik.
Óskaplega miðar föður hans hægt áfram inn dalinn.
Hann verður seint kominn heim með þessu lagi. Að
lokum hafa þó faðir hans og Brúnn komið ækinu heim
á hlaðið, og þeir eru báðir þreyttir, móðir og sýldir af
frosti.
Faðir hans kemur Brún í hús. Svo snæðir hann og
tekur sér hvíld, en rótar engu á sleðanum. Síðan fer
hann til gegninga og hefur í mörgu að snúast, eftir fjar-
veruna.
Þetta er löng bið, og reynir á þolinmæði lítils drengs.
Hann er við og við að snúast kringum fannbarið ækið
á hlaðinu. Hann athugar allt, gaumgæfilega. Þarna eru
kornvörusekkir, fiskur í poka, steinolíubrúsi og sykur-
kassi; allt vara sem ekki villir á sér heimildir.
En svo eru hér tveir pokaskjattar, óreglulegir að lög-
un. Hvað skyldu þeir innihalda. Neðst í öðrum er
kaffiskjóðan, það er ekki um að villast.
Síðan koma ólögulegir pinklar, sem hann þorir ekki
annað en þukla með mestu varúð, því að mestar líkur
eru til, að einmitt þar sé griffillinn góði niður kominn.
Jæja — loksins kemur faðir hans og fer að leysa af
sleðanum og bera flutninginn inn í bæjardyr. Hann
reynir að hjálpa til og gerir sig líldegan til að taka
minni pokaskjattann á bakið.
— Nei, farðu varlega, kallar faðir hans. — Þetta er
brothætt.
— Brothætt, anzar hann, og hjarta hans tekur snögg-
an kipp.
— Já, það er lampaglasið, segir faðir hans, um leið
og hann tekur báða skjattana og ber þá inn í bæjar-
dyr, og kemur þeim þar fyrir á kistu.
Það er allt útlit fyrir, að hann hafi hugsað sér að bíða
með það til morguns að taka upp úr pokunum.
Drengurinn fær kökk í hálsinn, en segir ekki neitt og
lætur á engu bera.
Síðan fer hann inn í baðstofu, sezt í rúmshornið sitt
og fer að krota á spjaldið sitt, með gamla griffilstúfn-
um, — væntanlega í síðasta sinn. hugsar hann með sér.
Hann er farinn að sætta sig við að bíða enn til morg-
uns, því að það bregst þó aldrei, að þá verður tekið
upp úr pokunum.
Hann hefur nefnilega skyggnzt í kaffibaukinn og
það stendur heima — aðeins ein einasta hita eftir og
þar af leiðir að á morgun verður mamma að brenna af
nýja kaffinu, sem er neðst í pokanum.
En eftir mjaltir gerist það óvænta, að faðir hans fer
fram og sækir reyndar báða pokana, leysir ofan af
þeim og fer að tína upp pinklana.
Hann stendur álengdar og það er varla að hann dragi
andann, sökum eftirvæntingar. Faðir hans tekur upp
eitt hætið af öðru. Drengurinn stendur sem bergnum-
inn og dregur að sér hina framandi lykt, sem fylgir
þessum varningi. Nú, — þarna kemur lampaglasið, en
hví skyldi ekki griffillinn hafa verið látinn með því.
Síðan kemur hvert af öðru, sápa, tvinnakefli, eld-
Heima er bezt 411