Heima er bezt - 01.12.1958, Page 13
STEINDÓR STEINDÓRSSON
frá Hlöéum:
KÖTLU
GOS
íái V* V* V*
t"ir inn 12. október 1918 hófst gos mikið úr Kötlu,
---11 veitti það nærsveitum þungar búsifjar, enda
|| fylgdi því öskufall mikið um nærliggjandi
sveitir, og jökulhlaup stórkostlegt flæddi um
Mýrdalssand. Allmargt var skrifað um gos þetta af
sjónarvottum, og Gísli Sveinsson, þáverandi sýslumað-
ur Skaftfellinga, síðar sendiherra, samdi mjög greina-
góða skýrslu um gosið og afleiðingar þess. Hins vegar
minnist ég þess ekki, að nokkuð verulegt væri skráð
um það, hversu gossins var vart í fjarliggjandi héruð-
um, enda lítil fréttaþjónusta blaðanna um þær mundir.
Þegar ég fyrir nokkru hlýddi á útvarpserindi séra Ósk-
ars Þorlákssonar, dómkirkjuprests, rifjaðist upp fyrir
mér, að ég hafði skrifað í dagbókarformi, það sem
gerðist og ég veitti athygli í sambandi við gos þetta
hér norður í Hörgárdal, en þá átti ég heima á Hlöðum.
Hef ég nú dregið þessar athuganir saman og birti þær
hér, ef einhverjum kynni að þykja það nokkurs virði.
Þökk væri mér á, ef einhverjir hér nyrðra, sem betur
myndu, eða meira hefðu skráð um gosið, vildu senda
mér þær minningar sínar. •
Laugardaginn 12. október 1918 var stillt veður hér
norður við Eyjafjörð. Um morguninn var hríðar-
mugga, en síðar þoka fram um hádegi, en þá birti upp,
og um kveldið var heiðskírt veður og frost nokkurt.
Við tveir unglingspiltar vorum þá á heimleið frá Akur-
eyri. Varð okkur tíðrætt um, hversu einkennilega væri
dimmt í lofti, þótt heiðskírt væri, en ekki datt okkur
þá neitt óvanalegt í hug. Næsta dag bárust fréttir af
því, að Katla hefði byrjað að gjósa þennan dag. Gest-
ir, sem komu um daginn, höfðu þá sögu að segja, að
þeir hefðu heyrt einkennilega dynki seinni hluta laug-
ardagsins, og settu menn það í samband við eldgosið.
Allan sunnudaginn var logn en allmikið frost. Ekki
varð vart við öskufall, né teljandi mistur í lofti. Á
mánudagsmorgun, 14. okt., var komið mistur allþétt.
Sást þá, að aska hafði fallið um nóttina, og voru fannir
allar gráar um morguninn. Öskufall þetta hélt áfram
fram eftir degi, en hætti að mestu um hádegisbil, og
tók mistrinu að létta úr því.
Næstu tvo daga sást ekkert óvanalegt, en hinn 17.
brá aftur til sunnanáttar, var þá mistur mikið í lofti,
einkum til suðurs að sjá, en ekki var unnt að merkja
öskufall. Hinn 19. okt. hvessti af suðaustri úr hádegi,
jafnframt barst þétt mistur ofan í dalbotna, sortnaði
það óðfluga og varð svo dimmt að naumlega sá fil vest-
urfjallanna í Hörgárdalnum, og alls ekki varð greind
fjallasýn lengra brott. Mistri þessu fylgdi mjög sterk
brennisteinsfýla, en ekki varð vart ösku, eða öllu held-
ur mun askan hafa verið svo smágerð, að menn veittu
henni ekki athygli. Daginn eftir, sem var sunnudagur,
lygndi, og hvarf þá mistrið, en á mánudaginn 21. var
komin sunnanátt á ný, fylgdi því „illþolandi brenni-
steinsfýla“, og aska sáldraðist niður framan af degin-
um, svo mikil að fé var svart í framan. Síðar fréttist,
að öskufall hefði verið mun meira frammi í Eyjafirði,
en öllu minna í dölunum Öxnadal og Hörgárdal.
Aftur gekk meira til norðanáttar og hélzt svo til
föstudagsins 25. okt., var hríðarveður suma dagana en
ekki svo að snjó festi verulega, Á föstudaginn tók að
hvessa af suðri eða öllu heldur suðaustri. Varð af hvass-
viðri mikið um nóttina. Þegar fólk vaknaði um venju-
Heima er bezt 415