Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 15
DR. BERNHARD GRZIMEK; ÚR MYRKVIÐUM AFRÍKU Framhald. Leið okkar lá nú yfir straumharða á eða fjallalæk. Fylgdarmenn mínir gerðu sér eins konar bikara úr stórum laufblöðum og drukku úr þeim. Eg hafði oft verið varaður við því að drekka óhreinsað vatn, en nú varð þorstinn öllum viðvörunum yfirsterkari, svo að við feðgarnir fylgdum dæmi svertingjanna og sulgurn stórum vatnið úr laufbikurunum, en til vonar og vara tókum við nokkrar sulfatöflur á eftir. Þegar við komum heim til stöðvarinnar, var ég bein- línis sjúkur af þreytu. Ég lét steypa yfir mig nokkrum fötum af köldu vatni, síðan vafði ég mig ullarábreið- um og reyndi að sofna, en átti erfitt með það, því að bæði setti að mér kölduflog, og auk þess heyrði ég hávaðann úr simpönsunum utan úr skóginum, en þeir voru háværir, rétt eins og þeir væru að gera gabb að okkur. Tindurinn, sem við klifum, var um 2000 metra hár og hæsta fjallið á þessum slóðum. Næstu dagana héldum við áfram leitinni að simpöns- unum. Það birti á seinni tímanum í 7 á morgnana, og myrkrið skall á, á sama tíma á kvöldin, og áfram héld- um við myrkranna á milli að kalla. Simpansarnir fóru að láta til sín heyra á morgnana, jafnskjótt og birti af degi, alltaf á sömu mínútunni að kalla. Þeir voru há- værastir um sólaruppkomu, héldu síðan áfram rausi sínu og köllum fram undir kl. II. Síðan heyrðist ekk- ert til þeirra, nema einstök óp, þar til um fimmleytið síðdegis. Þá hófst söngurinn að nýju. Sennilega voru þeir þá að búa út náttból sín, og rifust þá um beztu plássin. I 10 daga samfleitt hélt ég nákvæma dagbók um þessa hluti. Heima er bezt 417

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.