Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 17
lengur. Við biðum hreyfingarlausir, og þoldum bit og stungur áleitinna skordýra, án þess að æmta né skræmta. Þegar maður situr þannig þögull og hreyfingarlaus tím- unum saman, skilst bezt, hversu lengi hver mínúta er að líða. En þolinmæðin þrautir vinnur allar, og loksins komu aparnir. Fyrst kom apamamma, með krakka sinn í fang- inu, síðan kom bóndi hennar, risi á vöxt, svo að trén, sem hann klifraði í, skulfu og svignuðu undan þunga hans. Þegar hann kom upp í trjátoppinn, fór hann að blása sig upp. Hann reisti hárin og yppti öxlum sitt á hvað. Við þekktum þessar hreyfingar frá öpum í dýra- görðum, en á þennan hátt vekja karlsimpansamir at- hygli á sér. Síðan tók hann að reka upp óp, fyrst eitt og eitt með nokkra millibili, smám saman urðu þau hærri og tíðari, unz þau náðu hámarki í löngu sam- felldu öskri, sem lét manni renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Tréð skalf og nötraði, myndavélar okkar smullu án afláts, og suðan í kvikmyndavélinni þagnaði ekki. Við sáum aldrei nema einn eða tvo apa í einu, en þótt þeir væru inni í skógarþykkninu virtist okkur, sem þeir mundu stöðugt sjá til okkar og fylgjast með öllum okkar hreyfingum. En návist okkar virtist alls ekki trufla þá nú, allsendis ólíkt því sem var, er við áður brutumst gegnum kjarrið, og þeir viku í sífellu úr vegi fyrir okkur. Okkur heppnaðist því myndatakan vel, og við náðum þarna ef til vill fyrstu myndunum, sem nokkru sinni hafa verið teknar af reiðum karl- simpansa í heimkynnum hans í frumskógum Afríku. III. Tveimur viðfangsefnum ferðar okkar var nú lokið. Við höfðum heimsótt nílhestana og náð kvikmynd af simpönsum í heimkynnum þeirra. En eftir voru nú fílarnir, en þá hafði ég ásett mér að sækja heim og ná af þeim myndum. Það er alkunn saga meðal hvítra kaupmanna og bænda á þessum slóðum, að svo séu fílar þar algengir, að ekki þurfi annað til að sjá þá en aka rólega eftir einhverjum þjóðveginum, þangað til ekki verður komist lengra áleiðis, af því að veginum er lok- að af fíl, sem stendur þar þversum á honum. Vera má, að þetta hafi einhverntíma komið fyrir, en þegar farið er að grafast fyrir um, hvenær það hafi gerzt síðast, þá hefir sögumaður aldrei reynt það, heldur hefir hann það eftir einhverjum öðrum, og hann oftast eftir þeim þriðja, sem var þarna á ferð fyrir 20—30 árum síðan. Við landamæri Líberíu hafði ég mætt uppgjafaher- manni úr útlendinga sveitinni frönsku, sem var að leggja af stað í vörubíl til Sassandra-héraðsins, í þeim tilgangi að ráða verkamenn á plantekrur sínar. Hann sagði mér, að nágranni sinn einn, rússneskur að ætt, hefði nú um nærri heils árs skeið orðið fyrir miklum ónáðum af fílahjörð, sem kæmi næstum því á hverri nóttu og gerði hinn versta usla á bananaekram hans. Ég axlaði mitt skinn í flýti og fór með sögumanninum aftur til Fílabeinsstrandarinnar, þótt það kostaði mig 500 mílna akstur, og síðan hélt ég þráðbeint til Sass- andra. Þar komst ég brátt í kynni við ekrueigandann, hr. Schmourlo, sem fílarnir höfðu þá veitt þungar bú- sifjar. Bauð hann mér þegar að dveljast að lendum sínum, sem lágu langt inn í ósnortnum frumskóginum um 40 mílur frá ströndinni. Þar átti hann marga bú- garða, sem hann heimsótti til skiptis, en ráðsmenn hans stjórnuðu rekstrinum í fjarveru hans. A einum þessara búgarða hans skyldum við nú dveljast, og lét hann okkur hús sitt til reiðu með öllum gögnum og bað okkur að líta á það sem heimili okkar, svo lengi sem okkur lysti. Búgarðurinn sjálfur var heimsóknarinnar verður, þótt ekkert hefði verið annað. Umhverfis íbúðarhúsið og svertingjakofana uxu bananaplönturnar, allt að tveggja mannhæða háar, og svignuðu undan þunga hinna lost- ætu aldina. Nokkur hundruð metra í burtu var fullkomin auðn, sem lá svo langt sem sást út að skógarjaðrinum. Fíl- arnir höfðu nú auðsjáanlega komizt að raun um, að bananarnir voru miklu gómsætari en blöðin á skógar- trjánum, og þeir höfðu gengið hreinlega til verks, og ekki einungis hámað í sig ávextina, heldur einnig rifið í sig bananablöðin, svo að ekkert var eftir af þeim nema miðrifið, sem er bæði hart og trénað. Bananaplönt- urnar stóðu þannig, að þær líktust mest uppréttum hrísvendi, stofninn nakinn, og hin eins til tveggja metra löngu blaðrif, stóðu skáhallt út frá honum. En auk þess sem þeir átu, tröðkuðu fílarnir niður feikn af ávöxtum. Þeir rótuðu upp jörðinni og brutu öll þau mannvirki, sem á leið þeirra urðu, einkum urðu tré- brýrnar yfir áveituskurðina hart úti. Síðustu vikurnar hafði hr. Schmourlo misst yfir 60 smálestir af ban- önum, sem hann hafði ætlað að senda á markaðinn í Marseille. Ég furðaði mig á því, með hve miklu jafn- aðargeði hann tók tjóni sínu. „Við höfum byggt þessa brú sjö sinnum,“ sagði hann Heima er bezt 419

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.