Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 20
„Þessa hátíð gefur okkur guð, guð, hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku aldrei sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljós. Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð, guð hefur kveikt, svo dýrð hans gætuð séð; jólagleðin Ijúfa lausnarans leiðir okkur nú að jötu hans.“ Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í okkar sál; aldrei skyn né skilnings kraftur minn skildu betur jólaboðskapinn.“ Við lestur þessara stefja sjáum við í huganum hina rislágu, fátæklegu baðstofu í Skógum, drengina fjóra með kertin sín, og móðurina, sem flytur litlu drengjun- um sínum boðskap jólanna. Stefán skáld frá Hvítadal orti falleg kvæði um jólin og minningar sínar um jólahátíðina, er hann var barn. í kvæðinu Jól eru fyrstu stefin þannig: „Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum, mitt hjarta brann. í dásemd nýrri hver dagur rann.“ Og síðar í sama kvæði, er þessi hugnæma lýsing af húslestri á jólahátíðinni: „Og prúð var stundin er pabbi tók af hillunni ofan þá helgu bók og las með andakt um lífsins sól, um 'Herrans fæðing um heilög jól, og lyfti mér barni í ljómann þann, er hirðingjaflokki af hæðum brann.“ „Með langþráðu kertin var komið inn, — hann kveikti á þeim, hann pabbi minn, — um súðina birti og bólin. Hann klappaði blítt á kollinn minn og kyssti brosandi drenginn sinn, — þá byrjuðu blessuð jólin. Svo steig ég með kertið mitt stokkinn við og starði í Ijósið við mömmu hlið, hún var að segja’ okkur sögur af fæðingu góða frelsarans, um fögru stjörnuna’ og æsku hans, og frásögnin var svo fögur!“ Rúmið leyfir ekki að nefna fleiri jólakvæði, en í ljóð- um íslenzkra skálda eru mörg og fögur jólakvæði og margir fallegir jólasálmar. Ég ætla svo að enda þetta jólaspjall með því að minna á kvæðið Jólakvöld eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson. Kvæðið er fagur minninga-óður frá jólunum heima, er móðir og sonur sungu jólaljóðin saman. Á jólakvöldi í fjarlægum stað hugsar unga skáldið heim og minnist móður sinnar. Síðustu tvö erindin eru þannig: „En útþráin seiddi mig ungan og leiddi á ótroðinn skógarstig. Þrestirnir sungu; þyrnarnir stungu og þorstinn kvaldi mig; þá græddi það sárin og sefaði tárin að syngja og hugsa um þig. Og nú vil ég syngja og sál mína yngja með söngvum um lágnættið hljótt og hvísla í norður ástarorðum meðan allt er kyrrt og rótt, og láta mig dreyma um ljósin heima sem loga hjá mömmu í nótt. Ég vil ljúka þessum þætti með innilegri ósk til allra um gleðileg jól, og ég get ekki stillt mig um að gefa æskumönnum, — ungum piltum og stúlkum — það ráð að kynna sér ljóð góðskáldanna, því að þar eru margar Ijóðaperlur, sem gaman er að lesa og læra. Góð ljóða- bók er vinur, sem hægt er að flýja til, er einangrun og fámenni veldur manni trega. Góð ljóðabók er vinur, sem í raun reynist. Guðmundur Guðmundsson skólaskáld hefur ort mörg falleg jólakvæði. í einu kvæðinu, sem hann nefn- ir Jól eru þessi erindi: GLEÐILEG JÓL! Stefán Jónsson. 422 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.