Heima er bezt - 01.12.1958, Side 21

Heima er bezt - 01.12.1958, Side 21
Jylinningar á nlaáinu í Skógum í Porsfeafirái r sumar sem leið var ég staddur eitt kvöld í Skógum í Þorskafirði, fæðingarbæ séra Matthíasar Jochums- sonar skálds. Ég hafði raunar komið þangað oft áður, en í þetta sinn var með mér hópur af fólki, sem stóð að vissu leyti nær þessu litla, afskekkta koti í fjallinu við fjörð- inn en flestir aðrir. Þetta voru ættingjar og niðjar Matthíasar og þeirra Skógahjóna, Jochums Magnússonar og Þóru Einarsdótt- ur, sem þarna bjuggu um miðja nítjándu öld, þar á meðal yngsta dóttir skáldsins frú Þóra Matthíasdóttir frá Akureyri og dætur hennar og tengdasonur Stein- grímur Þorsteinsson, prófessor. Það rifjaðist því ýmislegt upp þetta kvöld, sem lengi hafðiTíyrgt sig inni í húmi minninganna. Það var líkast því sem gamlar frásagnir eldra fólksins heima í bemsku fengju líf og lit með síðustu geislum kvöldsólarinnar, sem gægðust yfir Hjallaháls í gegnum tár himinsins, sem féllu yfir skógarkjarrið þúsundlitt í brekku og laut þetta septemberkvöld, þegar „hálfgagnsætt húmið féll á“. Og þegar Vaðalfjallatindur sveipaðist mildum roða hnígandi sólar í regnbogadýrð skúranna, sem fóru yfir fjöllin, fannst mér við geta horfið inn í land minning- anna og séð hvernig móðir skáldsins signdi drenginn sinn og „benti honum yfir byggðahring, þar brosti við dýrðin allt í kring“, talaði við hann um æðstu og dýpstu rök lífsins og sagði: „Það er Guð, sem horfir svo hýrt og bjart, það er hann, sem andar á myrkrið svart og heilaga ásjón hneigir.“ Svo fylgjum við þeim inn í litla bæinn til systkinanna, sjáum þau á aðfangadagskvöld við rúmstokkinn, þar sem „kertin brunnu bjart í lágum snúð“ og hlustum á hana Þóru segja sögu, með þessum undarlega seið- þrungna helgiblæ, sem kannske var hvergi til nema í baðstofu, undir súð, við flöktandi kertaljós við móð- urkné. Og við fundum, að ekki var að furða, þótt hann, sem á hljóma, sem enduróma á viðkvæmustu strengjum íslenzkra hjartna, gat sagt: „Mitt andans skrúð var skorið af þér,“ eða „Enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa, stóra kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir.“ Við sjáum líkt og á kvikmynd unga stúlku, dökk- hærða, svipmikla og hýra ganga heim að bænum í fyrsta sinni. Hún er ofurlítið kvíðin á svip, söknuður í augunum. Hún var neydd til þessarar göngu. Uti í Flatey var sá, sem draumar hennar snerust um. Kannske sæi hún hann aldrei framar, þennan myndarlega skip- stjóra. Hann hét Davíð Sigurðsson. „En forlög hennar voru að fylgja öðrum gesti,“ og því var ekki annað en duga og duga vel, hvað sem fyrir kynni að koma. Samt grét hún dögum saman, þegar hún frétti að Davíð hefði farizt með allri áhöfn. En þá voru þó lið- in tíu eða tólf ár frá því þau kvöddust. En hún faldi þau tár fyrir börnum sínum og eiginmanni eftir föng- um. Og nafn hans var helgidómur, sem hún bar sér aldrei á varir, en geymdi þeim mun betur í heitu hjarta. Við minnumst, hve oft var erfitt, þegar Jochum, maður hennar, vildi taka með rausn á móti gestum af sinni stórbrotnu skapgerð, höfðingslund og gestrisni og heimtaði þá einatt veizlukost, sem enginn var til á bænum. En samt skorti hana ekki reisn til að bera á borð grasagraut og rjóma, jafnvel fyrir biskupinn og fylgdarlið hans, með svo miklum glæsibrag og tigin- mennsku að þeirri veizlu gleymdu þeir aldrei. Þeir sögðu síðar, að hún hefði eins getað verið drottn- ing eða amtmannsfrú húsfreyjan í Skógum. Og mörg var raunin, sem sigra varð í litla bænum á hólnum. Ekki var það svo sem sældarlegt borið saman við nútíma aðstæður, þegar skáldið Matthías fæddist og ekki var annað til að vefja hann í en grár ullarklútur. Eða þá síðar mjólkurleysið, þegar koma varð drengn- um fyrir, þar sem dropi var í einhverri kúnni, en svo var hann borinn heim í skinnsokki eða belg strax, þeg- ar bóndinn á bænum komst að því, að hann hefði verið tekinn í fóstur. En oft var þó glatt á hjalla í kotinu. Til dæmis þegar hjónin fóru í kaupstaðinn og bræðurnir þrír elztu lögð- ust út á meðan. Báru ker og kirnur, jafnvel rúmfötin út í hlöðu, tóku sér stafi í hönd, kváðu rímur og þótt- ust vera útilegumenn. Fljótir voru þeir samt til að koma heim úr stiga- mennskunni, þegar mamma kom heim og fyllti litlu lúkurnar af gráfíkjum og sveskjum, brauði og rúsínum. Eða þá gleðin, þegar þær heimsóttu hvor aðra tví- burasysturnar, Helga á Hallsteinsnesi og Þóra í Skóg- um. Én þær voru svo líkar, að jafnvel kunnugir villtust Heima er bezt 423

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.