Heima er bezt - 01.12.1958, Qupperneq 22
Skógar i Þorskafirði.
oft á þeim, og varð þeim það efni í marga glaða hlátra
og skemmtilegar sögur.
Ekki skorti heldur uppátæki og ævintýri í þessum
gáfaða systkinahópi í Skógum, en börnin urðu 14 alls,
þótt aðeins níu næðu fullorðinsaldri. Urðu slík afrek
að mörgum og skemmtilegum sögum í frásögn mömmu
þeirra, svo sem þegar Matti stökk fram af baðstofu-
burstinni af eintómum metnaði og ætlaði svo að tætast
sundur af sársauka, sem mamma hans ein gat sefað.
En nú sjáum við í anda inni í ljórna minninganna,
hvar unga konan í Skógum leiðir litla uppáhaldssoninn
út í túnjaðarinn. Hann heldur á ofurlitlum fataböggli
í hönd og í treyjuvasanum er kandísmoli, sem mamma
iét þar um leið og þau gengu út úr bæjardyrunum.
Hann er að fara að heiman í fyrsta sinn 11 ára gamall
til smalamennsku í Hlíð. Stór, heit og höfug tár glitra í
augum hans, en hún reynir að harka af sér, en er þó
mjög þungt fyrir hjarta. Svona varð hún að fylgja þeim
fyrstu sporin að heiman einu eftir annað. Þau urðu að
vinna hjá öðrum löngu fyrr en kraftar leyfðu í mis-
jöfnum vistum vinaraugum fjær.
Hún signir drenginn sinn, hughreystir hann og legg-
ur honum lífsreglur um trúmennsku, dug og hlýðni,
fullvissar hann um, að góðir englar muni vaka yfir hon-
um í hjásetunni, kveður hann heiturn kossi. Hann labb-
ar stuttstígur og lítill út móana og hrasar öðru hvoru
blindaður af tárum. Hún flýtir sér heim á hlaðið án
þess að líta til baka og lokar sig stundarkorn frammi í
búri.
Margt fallegt sá hann af gnípum og geigvænni brún
í smalamennsku sumarsins, og nú urðu Vaðalfjöll að
verndarvættum litla bæjarins heima, þangað sem hann
horfði með þrá fyrst á hverjum morgni, síðast á hverju
kvöldi. Einu sinni hélt hann samt, að þar byggju tröll
og útilegumenn, en nú urðu þau heilög kirkja í augum
hans, þegar hann horfði á þau gegnum tárdöggvar
heitrar heimþrár. En um haustið var hann magur og
röddin brostin af gráti og sársauka. Framh. á bls. 438.
Illlllllllllllllll
6. Árna-bókin
k undanfömum ámm höf-
um við gefið út fimm bækur
í þessum flokki:
Falinn fjársjóður,
Týnda flugvélin,
Flugferðin til Englands,
U ndraflugvélin,
Leitarflugið.
Hver bók er sjálfstæð saga,
en persónur og að nokkm
leyti atburðaráðin tengja
þær þó saman.
FRÆKILEGT
SJÚKRAFLUG
Eftir Ármann Kr. Einarsson
Árna-bækurnar hafa notið slíkra vinsælda
allt frá því að fyrsta bókin í þeim flokki
kom út, að einstætt má teljast.
Þessi nvja Árna-bók skiptist í eftirfarandi
kafla:
Frostrósir á glugga
óþekkt hleypur í jeppann
Jólin í Hraunkoti
Seglsleðinn
Snjóavetur
Teflt á tvær hættur
Frækilegt sjúkraflug
Góðar fréttir
Vor eftir langan vetur
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR