Heima er bezt - 01.12.1958, Page 23

Heima er bezt - 01.12.1958, Page 23
Laugardagur 23. ágúst: Ég hef lýst veðrinu þennan dag. Tveir fslendingar voru mættir til keppni, þeir einu, sem ekki höfðu lokið keppni, þeir Huseby og Vilhjálmur. Keppendur reyndu að búa sig vel og voru í góðum hlífðarfötum, margir vafðir inn í teppi, aðrir í gúmmíkápum. Birgir Möller, sendiráðsritari, sat við hlið mér þenn- an dag, og við vorum lengi að leita að íslendingunum tveim inni á vellinum, áður en við þekktum þá. Eink- um vorum við lengi að koma auga á Gunnar innan um hina risavöxnu kúluvarpara, en allt gekk þetta að lokum. Gunnari gekk að þessu sinni illa í kúluvarpinu. Ég held hann hafi ætlað sér of mikið, hann hefur gjarnan viljað sýna þessum görpum í tvo heimana, en hann tók of mikið á, kúlan fór of hátt, og árangurinn var ekki í líkingu við áhugann. Gunnar varpaði kúlunni 15.62 metra, og má það teljast sæmilegur árangur við þessar aðstæður, Siguryegari í kúluvarpinu varð Rowe frá Englandi, noltkuð óvænt, varpaði kúlunni 17.78 metra. Fjórir fyrstu menn köstuðu 17 metra og lengra, sjötti maður var með 16.96 metra. Þá átti aðeins einn íslendingur eftir að keppa, og ís- lendingar ekki enn komnir á blað í hinni óformlegu stigakeppni, en þar hljóta sex fyrstu menn stig. Held- ur vorum við íslendingarnir á áhorfendapöllunum von- daufir um það, að Vilhjálmi tækist upp í rigningunni. Ekki urðu þær vonir bjartari, þegar Vilhjálmur gerði fyrsta stökkið ógilt. í næsta stökki stökk hann 15.22 metra, og enn virtist ekkert athugavert við „veika fót- inn“. í þriðju tilraun stökk Vilhjálmur 15.35 metra, og hafði þar með tryggt íslendingum að minnsta kosti eitt stig, hvað sem síðar gerðist, því aðeins sex kepp- endanna fá að keppa til úrslita. Þegar úrslitakeppnin hófst, var Vilhjálmur 4. í fyrstu tilraun úrslitakeppn- innar fór Battista frá Frakklandi fram úr Vilhjálmi. í næst síðustu tilrauninni tóku tíðindi að gerast. Schmidt frá Póllandi stökk 16.43 metra, sem er frábært afrek við slíkar aðstæður, heimsmethafinn, Rjakhovski, stökk 16.02 metra og Pólverjinn Malchercryk 15.83. Þá var okkur að orði: Þarna fór þá síðasta vonin um verð- launapening. Ekki batnaði útlitið þegar kom að síðustu tilraun Vilhjálms. Þá kom ennþá ein demban, meðan Vilhjálmur stóð fáklæddur við enda atrennunar. Vil- hjálmur hikaði augnablik, tók síðan sprettinn, beitti öllum kröftum og stökk mjög vel. Þegar hann hafnaði í sandkassanum að loknu þriðja stökkinu kváðu við mikil fagnaðarlæti frá áhorfendabekkjunum, sem næst- ir voru kassanum, við biðum þess milli vonar og ótta að sjá hvítan fána, okkur fannst langur tími líða, en fáninn kom loks — hvítur. Síðan var tilkynnt að Vil- hjálmur hefði stokkið 16 metra rétta, við ætluðum vart að trúa eigin eyrum, við þessar aðstæður nær Vil- hjálmur sínu næst bezta stökki frá upphafi, stekkur að- eins tveimur centimetrum skemur en sjálfur heimsmet- hafinn. A síðasta augnabliki var það tryggt að einn verðlaunapeningur hafnar á Islandi, íslenzki fáninn kemst í tölu þeirra þjóðfána, sem prýtt hafa fánasteng- urnar þrjár við verðlaunapallinn. Við verðlaunaafhend- inguna var Vilhjálmi fagnað sem sigurvegara, enda sýndi hann þarna frábært keppnisskap og sigurvilja, og tókst að gera það ótrúlega, þegar allt virtist vonlaust. Þar með hafa allir íslendingarnir lokið keppni. Afrek þeirra voru misjöfn, þrír skila meiru en við var búizt, þrír álíka miklu og menn áttu von á, og þrír rninna. Eftir atvikum mega Islendingar vel við una. Þetta hef- ur verið hörð barátta, margir þeirra, sem taldir voru öruggir sigurvegarar fyrirfram, hafa þurft að láta í minni pokann og horfið í skuggann. Werner frá Þýzkalandi varð Evrópumeistari í kúlu- varpi kvenna, varpaði kúlunni 15. 74 metra. í 200 metra hlaupi kvenna sigraði Janiszewska frá Póllandi á 24.1 sek. I 200 metra hlaupi karla sigraði Germar frá Þýzka- landi með yfirburðum á 21 sek. réttri. 5000 metra hlaupið var síðasta grein dagsins, og mjög spennandi. Hlaupabrautin var mjög slæm, ein forareðja, enda sást varla í hlauparana fyrir aurslettum. Hlaupar- arnir létu þetta lítt á sig fá, baráttan um verðlaunapen- ingana var milli Pólverjanna og Englendinganna, vart mátti á milli sjá fyrr en undir lokin, þá sýndu Pólverj- arnir mikla yfirburði, þeir runnu frá Englendingunum af miklum hraða á síðasta hring hlaupsins, og hlutu tvöfaldan sigur. Krzyszkowiak sigraði á 13 mín 53.4 sek., hann sigraði einnig í 10 km. hlaupinu fyrsta dag mótsins. Landi hans Zimny varð annar á 13 mín. 55.2 sek. Pirie frá Englandi varð þriðji á 14 mín. 1.6 sek. Allt eru þetta mjög góð afrek. Þrátt fyrir slæmt veður voru áhorfendur nú fleiri en áður, eða nálægt 30 þúsund. Sunnudagur 24. ágúst: Þá var komið að síðasta degi Evrópumótsins. Ahorf- endur voru nú fleiri en nokkru sinni áður, rösklega 30 þúsund, og var konungur Svía, ásamt föruneyti, þeirra á meðal. Við íslendingar önduðum nú léttar, við gátum nú betur notið keppninnar sem hlutlausir áhorfendur, því nú þurftum við ekki að hafa sérstaklega auga með íslenzkum keppendum. Keppnin hófst nú ekki fyrr en kl. 2 síðdegis, þá voru 25 Marathonhlauparar ræstir, þeir hlupu fyrsta kíló- metrann á brautum leikvangsins en hurfu síðan út af leikvanginum. Ahorfendur gátu samt fylgzt vel með hlaupinu, því fregnir voru fluttar af hlaupurunum með stuttu millibili. Röskum tveim tímum eftir að hlaupið hófst, heyrðist lúðraþytur, síðan var tilkynnt að fyrsti Marathonhlauparinn nálgaðist leikvanginn. Stuttu síð- Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.