Heima er bezt - 01.12.1958, Side 24

Heima er bezt - 01.12.1958, Side 24
ar skauzt lágvaxinn Rússi inn um Marathonhliðið, um leið og hann kom á hlaupabrautina var hlaupið til með mikinn lárviðarsveig, sem brugðið var um háls hlaup- arans. Hann hljóp síðasta hringinn með lárviðarsveig- inn um hálsinn, og var fagnað ákaflega. Ekki sáust þreytumerki á Rússanum, hann hljóp mjög greitt síð- asta hringinn og sigraði í Marathonhlaupinu á ótrúlega góðum tíma, 2 tímum 15 mín. 17 sek. Evrópumeistar- inn heitir Sergei Popov, hann kom í markið fimm og hálfri mínútu á undan næsta manni, sem einnig var Rússi. Lauer frá Þýzkalandi varð Evrópumeistari í 110 metra grindahlaupi á 13. 7 sek. Ermolaeva frá Rússlandi sigraði í 800 metra hlaupi kvenna á 2 mín. 6.3 sek. Sidlo frá Póllandi varð Evrópumeistari í spjótkasti, kastaði 80.18 metra, Olympíumeistarinn og heimsmet- hafinn, Egil Danielsen frá Noregi, varð annar með 78.27 metra. Sveit Sovétríkjanna sigraði í 4x100 metra boð- híaupi kvenna á 45.3 sek. Þjóðverjar sigruðu í 4x100 metra boðhlaupi karla á 40.2 sek. og Bretar í 4x400 metra boðhlaupi á 3 mín. 7.9 sek. 1500 metra hlaupið var mjög skemmtilegt. Þar áttust við flestir beztu 1500 metra hlauparar heimsins. Svíinn Dan Waern hafði forystuna frá upphafi, en tveim til þrem metrum frá marki tókst Englendingnum Hewson að ná forystunni og sigraði hann í þessari erfiðu raun á 3 mín. 41.9 sek. Waern varð annar á 3 mín. 42.1 sek. Olympíumeistarinn 1956. Delany frá írlandi varð þriðji á 3 mín. 42.3 sek. Síðasta grein Evrópumótsins var úrslitakeppnin í há- stökki karla. Svíar áttu tvo menn í úrslitum, og er óhætt að segja að spenningur á áhorfendapöllunum hafi nú náð hámarki. Svíar höfðu ekki enn hlotið gullverð- laun á þessu móti, en þeir gerðu sér góðar vonir um að það mætti takast í þessari grein, og voru vonir manna einkum bundnar við Petterson, sem er mjög góður há- stökkvari. Aðeins þrír keppendanna stukku 2.08 metra, það er að segja, báðir Svíarnir stukku 2.08, þriðji kepp- andinn, Lánsky frá Tékkóslóvakíu, sleppti þeirri hæð. Allir þrír stukku 2.10. Þá var hækkað í 2.12, Svíinn Dahl fór yfir þá hæð í annarri tilraun, en Petterson felldi þrisvar. Lánsky átti nú eina tilraun eftir við 2.12 og tilkynnti, að hann geymdi tilraunina þar til hækkað hefði verið í 2.14. Þessi ákvörðun lýsti óvenjulegri kænsku hjá íþróttamanni. Ef Lánsky hefði stokkið 2.12 í þriðju tilraun og ekki tekizt að fara 2.14, hefði hann aðeins hlotið silfurverðlaunin. Færi hann hins vegar 2.14 í þessari einu tilraun, hlyti hann örugglega gullverð- launin og titilinn. Þetta breytti svo sem engu, nema ef vel tækist til. Lánsky felldi 2.14 í tilraun sinni og Dahl felldi þá hæð þrívegis. Svíar réðu nú vart við sig fyrir fögnuði, þarna fengu þeir loks Evrópumeistara. Þegar verðlaunin voru afhent og þjóðsöngur Svía loks leikinn, tóku áhorfendur und- ir fullum hálsi, og fannst mér þetta eitt hátíðlegasta augnablik sjötta Evrópumótsins. Að keppni lokinni sleit markgreifinn af Exeter mót- inu með stuttri ræðu. í heild var þetta mót mjög Derek Johnson, Bretlandi, sigrar i fyrsta riðli undanrása 800 metra hlaupsins. Szentgáli, Ungverjalandi varð annar og Svav- ar priðji á nýju íslandsmeti, 1 min. 50.5 sek. skemmtilegt, en mér finnst mótið vera að vaxa fram- kvæmdaaðilum yfir höfuð. Mér finnst of mikið að halda frjálsíþróttamót, sem þetta, og láta það standa í sex daga, frá 9 á morgnana til 8—9 á kvöldin. Flestir fá nóg af svo góðu. En hvað um það, það er alþjóðasambandið sem ákveður, ég fæ þar engu breytt. Mikil kveðjuveizla var haldin keppendum og starfs- mönnum Evrópumótsins að kvoldi síðasta dagsins, og munu hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt veizluna, sem haldin var í hinu fagra ráðhúsi borgarinnar. Þar var gnægð matar á borðum og ýmislegt til skemmtunar. Dans var stiginn til miðnættis og mátti sjá margt frægra íþróttamanna dansa við álíka frægar íþróttakonur. Þarna voru þau Zatopekhjónin, jafn yfirlætislaus í dansinum og menn eiga að venjast af þeirra hálfu á íþróttamótum. Germar hinn þýzki dansaði af miklu fjöri við hina fögru pólsku Janiszewsku og svona mætti lcngi telja. Morguninn eftir fóru íþróttamenn að hugsa til hreyf- ings, og voru margir komnir heim a leið, áður en dagur var að kvöldi kominn. Margir fóru til frekari keppni hér og þar, íslendingarnir héldu til Oslóar, þar munu þeir keppa á Oslóarleikunum. Ég fylgdi þeim ekki eftir, hef satt að segja fengið nægju mína af íþróttum í bili, og kýs frekar að dvelja her eitt eða tvö kvöld og kynn- ast Stokkhólmsóperunni, sem hafið hefur sýningar, í kvöld er þar harmsagan um Toscu og vona ég að hinni glæsilegu norsku söngkonu, sem syngur titilhlutverkið, takist að hreinsa hug minn af íþróttum. Svo verð ég að fara að tygja mig, ferðinni er heitið til Randers, þar verður landskeppni Dana og íslend- inga í frjálsum íþróttum. Mér þykir sennilegt að þetta sé orðið það langt mál, að frásögn um landskeppnina verði að bíða næsta heftis. 426 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.