Heima er bezt - 01.12.1958, Side 25

Heima er bezt - 01.12.1958, Side 25
Ingibjörg Siguráardóttir: Ásta lítur niður fyrir sig, og blóðið þýtur fram í kinnar hennar. Þar er komið að því, sem hún hafði búist við. Hún svarar stillilega: — Ég fór að heiman í gærkvöldi, þegar störfum mínum var lokið, og var nokkra stund fjarverandi. Ég bið afsökunar, hafi það valdið einhverjum óþægind- um, frú Hildur. — Nei, það er alveg laust við mig, þótt þú færir að heiman, þegar störfum þínum var Iokið. Slíkt kemur mér í rauninni ekki við. En ég man ekki til að hafa komið heim úr ferðalagi fyrr, svo að Valur minn hafi ekki tekið á móti mér á hlaðinu og fagnað komu minni, — það er að segja þegar hann hefir dvalið hér í Ártúni, — þar til í gærkvöld. Hann hefir víst verið óvenjulega vant við látinn, eða veizt þú ekki eitthvað nánar um það? Augu frú Hildar hvíla fast á Ástu, og svipur sýslu- mannsfrúarinnar er kaldur og þungur. Ásta hikar við að svara. Hún þorir varla að segja frá Hildi sannleik- ann, en hann er þó alltaf sagna beztur. Og einhverja skýringu verður hún að gefa húsmóðurinni, hjá því verður ekki komist. Það er því réttast, að frú Hildur fái að heyra hið sanna um ferðalag þeirra Vals og henn- ar í gærkvöld, ef hún leitar frekar eftir því, og Ásta semr loks: — Valur fór fram í Grænengi til að sækja hesta, eftir að hann hætti að vinna í gærkveldi. — Fór hann þangað einn? — Nei, hann bauð mér að koma með sér. — Og þú þáðir það. — Já- — Hann hefir langað til að veita þér þá ánægju að koma á hestbak, áður en þú ferð héðan. Ásta svarar engu, en tekur að raða saman hreinu disk- unum og gengur með þá inn í búrið. Hún vonar að hér með sé samtalinu lokið, en frú Hildur fer hvergi. Ásta hefir órólegan hjartaslátt, meðan hún raðar disk- unum smekklega inn í búrskápinn. En að því loknu verður hún strax að fara aftur fram í eldhúsið og halda áfram við uppþvottinn. Frú Hildur hefir tekið sér sæti við borðið og segir um leið og Ásta kemur fram aftur: — Þú varst ekki lítið heppin að geta bjargað barn- inu í vetur. Ásta snýr sér snöggt að frú Hildi og lítur undrandi á hana, svo að sýslumannsfrúnni er þá sú saga kunn, það hafði Ástu sízt komið til hugar. Og hún segir eftir dálitla umhugsun: , — Það verður nú líka sjálfsagt það eina, sem gefur lífi mínu nokkurt gildi. Hinn heiti sársauki og djúpa vonleysi, sem hljómar í rödd Ástu, snertir hlýja strengi í huga frú Hildar, þrátt fyrir allt, og hún segir í mildari málróm en áður: — Það er nú enginn kominn til að segja neitt um það. Líf þitt og framtíð er óráðin gáta, eins og allra ann- arra. En þetta björgunarafrek þitt síðastliðinn vetur varð þó til þess, að Valur minn kynntist einstæðings- skap þínum og hafði meðaumkun með þér. Ásta segir ekkert, en orðið meðaumkun brennir sig inn í sál hennar sárara og þyngra en allt annað, sem sagt hefir verið við hana hingað til. Hún tekur síðustu diskana af eldhússborðinu og hraðar sér með þá inn í búrið. Nú þarf hún ekki að fara þaðan strax aftur, því að uppþvottinum er lokið, og vonandi fer sýslumanns- frúin brátt leiðar sinnar úr eldhúsinu og lofar henni að vera í friði. En Ástu verður ekki að þessari von sinni. Frú Hildur kemur fljótlega fram í búrið á eftir henni og segir: — Þú ert kannske dálítið undrandi yfir því, hvað ég veit náið um hagi þína, en Valur minn hefir sagt mér frá þessu, og þegar hann vissi, að þú varst orðin heim- ilislaus og hafðir enga atvinnu, langaði hann til að greiða götu þína á sem hagkvæmastan hátt, og þess vegna réð hann þig hingað í sumar. — Ég veit að þú misskilur ekki að neinu leyti þá hjálparviðleitni hans og drengskap. Ásta snýr sér að frú Hildi, og augu þeirra mætast. Heima er bezt 427

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.