Heima er bezt - 01.12.1958, Síða 29

Heima er bezt - 01.12.1958, Síða 29
borin saman við þá konu, sem hér hafði ráðið húsum næst á undan henni. Hún vonaði bara, að þetta stríð væri bráðum á enda og að hún fengi að fylgjast með blessuðum drengnum sínum inn í eilífðina, en hún taldi það víst, að hann yrði bráðlega herfang dauðans. Rósa vakti lengst af þessa nótt. Daginn eftir var messudagur, en fátt var við kirkju, því að nú voru miklar annir í sveitinni. Samt komst á messa. Rósa gerði það fyrir orð prestsins að koma út og spila. Drengurinn svaf vanalega rólega fyrri part dags- ins, og Geirlaug ætlaði að láta hana vita, ef hann vakn- aði, en hugur hennar var heima hjá honum, og hún var þess fuilviss, að næst þegar hún kæmi út í kirkjuna, þá yrði kistan hans í kórnum. Kristján bauð prestinum inn í skrifstofu eftir messu. Þangað bar Rósa þeim kaffi. Drengurinn hafði sofið allan tímann, en nú gaf hann frá sér hljóð, og Rósa flýtti sér inn til hans. Skömmu seinna kom presturinn inn til að kveðja Rósu. „Er hann alltaf lasinn, drengurinn yðar?“ spurði hann. Rödd hans var svo blíð og elskuleg, að Rósu fannst alltaf að svoleiðis málróm myndu englarnir hafa. Hún gat ekki gert að því, þó að augu hennar fylltust af tárum, þegar hún svaraði því játandi. „Hafið þér ekki fengið einhver meðul?“ spurði hann. „Læknirinn hefur ekki verið heima, og það hafa allir svo mikið að gera, enda nóg að ég sé verklaus yfir hon- um,“ sagði Rósa en skammaðist sín þó fyrir að hafa talað svona mikið. „Ég skal tala við læknisfrúna. Hún er ekki síðri en hann, að minnsta kosti við börnin,“ sagði hann. Svo rétti hann Rósu litlu, hvítu og mjúku höndina og fór út. Rósa fór að hugsa um það, þegar hann hafði komið fyrst að Hofi. Stelpurnar höfðu sagt, að hann hefði þá alltaf horft á hana og enga aðra, og þær voru vissar um það, að þau yrðu hjón, bæði svona nett og falleg. Þær höfðu sáröfundað hana af því. Ein, sem var nýlega búin að vera í Reykjavík, kom með það nýyrði, að hann væri auðsjáanlega alveg bálskotinn í henni. Og sjálfri hafði henni þótt hann fjarska vndislegur þangað til nýi ráðsmaðurinn hafði komið og hún hafði heyrt háu og fallegu röddina hans taka undir orgelspilið. Þá var hin hlýja rödd prestsins gleymd samstundis. — En sjálfsagt hefði séra Gísli verið ólíkt hlýrri faðir en Kristján. Ólíklegt, að hann hefði flutt fram í stofu og skilið hana eina eftir hjá veiku barni.---En því var hún að þreyta sig á að grufla út í þetta? Það væri víst ekki gott að reikna það út, hvernig karlmennirrur reynd- ust, þcgar mest reyndi á gæði þeirra og umburðarlyndi. Kristján hafði svo sem verið nógu blíður og góður fyrst í stað. Nú var það allt horfið, en búsáhyggjur og vinnu- kergja réðu öllum lians gerðum. Hann hafði ckki gefið sér tíma til að syngja lag í margar vikur og jafnvel mánuði. Rósa fór ekki úr fötum þessa nótt. Hún bjóst endi- lega við að barnið myndi deyja, en svo varð þó ekki. Drengurinn sofnaði vært undir morguninn, eins og vanalega. Hún lagði sig þá undir sæng og sofnaði, þegar hún hafði þvegið drengnum. Geirlaug hafði engan frið við bæjarverkin vegna þess, að hún hafði einu sinni látið undan nauðinu í hús- bóndanum og farið að þvo ullina. í dag varð hún að leggja í úti hlóðum og þvo nokkur reyfi, sem komið höfðu framan úr dal. Rósa var ekki farin að tala við mann sinn nema í áheyrn prestsins daginn áður, síðan þau höfðu rifizt og hún hafði kastað því framan í hann, sem Þorsteinn á Hamri hafði verið að kalsa um við eldhúsborðið. Nú kom hann inn að rúminu til hennar og kvaddi hana með kossi. Hann ætlaði fram á Sel að taka saman mó með öllu vinnufólki sínu nema Geirlaugu. „Ég sé að barninu líður betur en vant er, hann er svo rólegur,“ sagði hann. „Hann verður sjálfsagt einhvern tíma að sofa,“ sagði hún aðeins. Svo byrgði hún sig með sænginni. Eitthvað var hún búin að sofa, þegar Geirlaug kom inn með talsverðu fasi og sagði, að læknisfrúin væri reyndar komin gangandi utan af Hvalseyri. Rósa glaðvaknaði á sömu stundu: „Hamingjan góða. Ég lít út eins og fuglahræða, ógreidd og hálfsofandi. Láttu hana setja sig inn í stofuna á meðan ég er að greiða mér,“ sagði hún, „ég skal reyna að hafa hraðar hendur.“ Frúin sat við stofugluggann og horfði út þegar Rósa kom fram. Hún heilsaði henni og bauð hana velkomna. „Það er nýtt að þú kemur hingað sem_ gestur,“ sagði hún svo. „Ég var einmitt að hugsa um, að langt væri síðan ég hef komið hingað um þetta leyti árs. Síðast þegar ég kom hér var verið að þvo og þurrka ullina eins og núna. Þá voru fjórar stúlkur við ullina með mömmu þinni.“ „En nú sérðu ekki nema eina,“ greip Rósa fram í og hló hálfvandræðalega. „En ullin er öll orðin þurr, nema fáein reyfi, sem á að þvo í dag. Kristján fór með allt vinnufólkið fram á Sel til að taka saman móinn. Hann er orðinn svo vel þurr, en enginn veit, hversu lengi þurrkamir haldast.“ „Já, náttúrlega hefurðu fleiri vinnukonur en Geir- laugu,“ sagði frúin. „Ég hef fullkomna stúlku og ungling um fermingu,“ sagði Rósa. „Er það ekki hún Bogga, dóttir hans Jóhanns gamla í Skúrnum? Getur hún nokkuð gert, vesalingurinn? Þetta er svoddan kjáni.“ „Hún getur víst talsvert úti við,“ sagði Rósa. „Hvernig líður drengnum þínum?“ spurði nú frúin. „Það er hræðilegt að þú skulir þurfa að vaka ein yfir honum en hafa þó tvær fullorðnar stúlkur.“ „Hann hefur sofið síðan klukkan átta í morgun. Eig- inlega svaf ég ekkert í alla nótt. Þess vegna var ég sof- andi þegar þú komst.“ Heima er bezt 431

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.