Heima er bezt - 01.12.1958, Side 31
inu án þess að reyna að fá eitthvað handa því. Auðvitað
hefði hún orðið að aumingja á endanum. Ef ég hefði
nokkurn tíma lært að skrifa, hefði ég látið hana móður
hennar vita hvernig henni leið.“
„Það er svo sem ekkert, sem um er fyrir þér,“ sagði
hann gustmikill. „Ég get ekki álitið að móðir hennar
hefði gert mjög mikið með það, þó að þú hefðir farið
að skrifa henni einhverja þvælu héðan. Hún hefur víst
heldur lítion áhuga fyrir því, sem gerist hér fyrir norðan.
Gleymir ollu í Reykjavíkurdýrðinni.“
Svo þrammaði hann heim.
Hann fór inn í hjónahúsið og þótti þar æðitómlegt
um að litast. Litla rúmið tómt og hjónarúmið hálft berar
fjalir. Það sauð í honum gremjan yfir því uppátæki
konu sinnar að rjúka burtu án þess að minnast á það
við hanrí einu orði.
Hanni fór fram í eldhús og hitaði upp kaffi, sem var
í könnunni. — Svona gekk það til, ef kerlingin var ekld
alltaf við vélina, þá var allt í vitleysu, hvorki til matur
né kaffí á réttum tíma.
Samt fór Kristján að hugsa talsvert skynsamlegar
þegar hann var búinn að sötra kaffið. Rósa hafði nátt-
úrlegai ekki haft tíma til að fá hans samþykki. Enginn
heima, sem hefði getað komið boðum til hans nema
Geirlaug, og hún var nú heldur þung upp á fótinn.
Hann yrði víst að sætta sig við þetta ráðríki. Allt væri
vinnandi til þess, að drengnum gæti batnað og Rósa
næðí aftur sínu vanalega dagfari.
Kristján bar því sængurfötin aftur inn í hjónahúsið,
sárfeginn því, að geta sofið fyrir hljóðunum í barninu.
Það liðu margir dagar án þess að fréttir bærust utan
af Eyrinni. Nú voru allir að búa sig undir fráfærurnar,
og enginn hafði tíma til að fara í kaupstaðinn.
^Eitt kvöldið gat Kristján ekki lifað í þessari óvissu
lemgur. Hann rakaði sig, klæddist ferðafötunum og reið
út á Eyri.
Hann sá konu sína inn um gluggann á læknishúsinu,
en samt kom hún ekki út á móti honum. Kannske hafði
hún ekki séð hann.
Það var frúin, sem kom fram, þegar hann bankaði.
Hann heilsaði henni fjarska innilega og þakkaði henni
fyrir síðustu heimsóknina inn að Hofi.
„Mér þykir vænt um, að þér eruð ekki gramir í huga
til niín fyrir að taka konuna frá yður án þess að tala
við yður. En mér fannst það hreint ekki mega dragast,
að hún fengi einhverja aðhlynningu. Þeim hefur báðunt
farið talsvert fram, síðan þau komu til mín,“ sagði frúin.
Kristján var ekkert annað en gæðin og kurteisin og
ásakaði sjálfan sig fyrir að vera ekki búinn að vitja um
hana fyrr. En það hafði stafað af því, að hann hafði
heyrt sagt, að ungbörn hefðu alltaf innantökur og við
þeim fengist engin meðul. Þær bötnuðu alltaf af sjálfu
sér. — Svona væri rnaður fáfróður.
Frúin fylgdi Kristjáni til stofu.
Rósa sat út við gluggann og las í bók. Hún stóð sein-
lega á fætur, ekki ólíkt því, að hún hefði heldur kosið
að fá að lesa í næði en að taka á móti gestum.
Kristján faðmaði hana innilega að sér, en hún var eins
og líflaus trébrúða í faðmi hans.
„En hvað þú hefur fitnað og hresst, elskan mín, síðan
þú fórst frá mér. Ég má blygðast mín fyrir, hvað þér
hefur liðið illa hjá mér. Ég verð að reyna að friða sam-
vizkuna með því, að það hafi verið fáfræði okkar beggja
að kenna, að leita ekki til frúarinnar áður. Er drengur-
inn nú ekki orðinn svo frískur, að þú getir farið að koma
heim með hann?“
Hann tók ofan af barninu og horfði á það brosandi.
„Hann hefur stækkað og fríkkað síðan hann fór. Er
honum ekki farið að líða mildð betur?“
„Jú, honum líður ósköp mikið betur. Samt þori ég
ekki að fara strax heim með hann. Stundum dettur mér
í hug að bregða mér suður að gamni mínu,“ sagði Rósa
og leit glettnislega til manns síns.
„En sú fjarstæða,“ sagði hann ákafur. „Þú gætir nú
ekki valið óhentugri tíma en þetta til að fara suður.
Fráfærurnar og slátturinn á næstu grösum.“
„Ég geri nú sjálfsagt lítið til gagns við fráfærumar
og heyskapinn. Sonur minn sér um það býst ég við,“
sagði hún.
„Láttu það bíða til haustsins, góða mín. Þá verður
drengurinn orðinn svo stór að ég get hugsað um hann.
Þú sérð, að frúin er búin að gera svo mikið fyrir þig, að
þú getur ekki beðið hana fyrir barnið lengur en meðan
þú getur hugsað um hann. Slíkt væri hrein og bein
frekja.“
„Ég var að hugsa um að fara með hann.“
„En sú fjarstæða! Fara með barnið á sjóinn, þá loksins
hann er orðinn nokkurn veginn frískur. Það yrði lítill
lystitúr fyrir þig að fara með hann, ef hann yrði veikur
á sjónum. Mamma þín getur sjálfsagt komið norður, ef
hana langar til að sjá hann. Það er heldur þægilegra fyrir
hana. Ég er hissa á því, að þú skulir aldrei hafa farið
suður þessi þrjú ár, meðan þú varst eins og hver önnur
heimasæta hjá mér, en detta það svo í hug núna.“
Frúin kom inn með kaffi handa þeim. Þau drukku
það þegjandi.
Kristjáni fannst hann sitja á glóðarhnausi, svo órótt
var honum. Hann gat ósköp vel ímyndað sér að hann
sæi Rósu aldrei aftur, ef hún færi suður. Þá yrði lítið
úr þeim stóra draumi, að verða sjálfseignarbóndi á Hofi.
Kristjan fór að búast til heimferðar, því nú var liðið
að háttatíma. Hann minntist á það við Rósu, að hún
kæmi með sér út að hrossaréttinni. Hún ók sér í herð-
um og sagðist ekki treysta sér út í kvöldkulið.
Hann kyssti drenginn á mjúkan vangann og sagði að
hann væri yndislegur og ósköp líkur mömmu sinni. Svo
tók hann Rósu í faðm sér og spurði hana, hvort hana
væri ekki farið að langa heim í húsið sitt aftur.
„Sefurðu ekki frammi í stofu ennþá?“ spurði hún
með kaldri glettni.
„Nei, ég er fluttur inn í bólið mitt aftur og vonast
til að þurfa ekki að hrekjast þaðan aftur vegna veikinda.
Ég er svona gerður. A bágt með að vera nærri veikum.“
Hann var ákaflega blíður og líkur því, sem hann var
í tilhugalífinu. Hugur hennar hlýnaði, og hún ákvað
Heima er bezt 433