Heima er bezt - 01.12.1958, Side 34
HEIMA_____________
ER z’
bezt BOKAHILLAN
Ámi G. Eylands: Mold. Reykjavík 1955. Gróður, Reykja-
vík 1958. Isafold.
í meira en þúsund ár höfum vér verið bændaþjóð, og jafn-
lengi hafa íslendingar ort ljóð. En þótt þorri skáldanna hafi
verið bændum borinn og þeir alizt upp í skauti sveitanna, hefur
moldin, gróður jarðar, jarðyrkjan og hin daglega önn bóndans
sjaldan orðið skáldunum yrkisefni. Að þessu leyti fer Árni G.
Eylands nýjar leiðir. Hin fyrri ljóðabók hans, Mold, má kalla
að sé samfelldur lofsöngur til fslenzkrar moldar. Hann yrkir þar
um moldina sjálfa, plóginn og þá menn, sem breyta moldinní f
gróin tún og grænan skóg. í kvæðunum öllum er sama undir-
aldan, bjartsýn trú á framtíð landsins og hyllingaróður til mold-
arinnar. Og hér er ekki um að ræða draumórakenndan fagurgala,
heldur eru kvæðin sprottin af lífsreynslu fullorðins manns, sem
hefur varið kröftum sínum beint og óbeint að ræktun landsins.
Síðari bókin, Gróður er um margt lík hinni fyrri. Yrkisefnin
eru þó fjölbreyttari. Höfundur hefur farið viða, og hann staldrar
við suður í Róm og vestur í heimi. En þó verður honum alltaf
hugsað heim. En bjartsýnin er minni en í fyrri bókinni. Víða
er nokkur undirtónn beiskju og vonbrigða. Höfundur deilir á
samtíð sína og sendir ýms hvöss skeyti af boga sínum, og hittir
í mark.
Ljóð Árna G. Eylands flytja tiltekinn boðskap. Þau eru ástar-
óður til íslenzkra sveita, eggjan til dáða og ádeila á margt það,
sem miður fer. Víða er snjallt kveðið, lýsingar lifandi og smekk-
víslega með efni farið, svo að boðskapurinn ber ekki skáldskap-
inn ofurliði. Höfundur kann íslenzkar rfmreglur og fylgir þeim
af hagleik. Það er hressandi að lesa ljóð Á. G. E. Frá þeim andar
karlmennsku, bjartsýni og von og trú á land og þjóð, þótt einnig
megi sjá að höf. hefir kennt nokkurra vonbrigða.
Guðmundur G. Hagalín: Virkir dagar. 2. útg. Reykja
vík 1958. Norðri.
Það fór vel á þvf að minnast 60. afmælis Hagalíns með nýrri
útgáfu á Virkum dögum. Sú bók skapar í senn tímamót í rit-
höfundarferli hans og f nýíslenzkum bókmenntum. Höfundur
tók sér þar fyrir hendur að skrásetja hetjusögu hversdagslífsins,
og gæða hana lífi listarinnar. Að vísu var söguhetjan, Sæmundur
Sæmundsson, skipstjóri, um margt óvenjulegur maður. En fæsta
mundi þó hafa órað fyrir því í upphafi, að unnt reyndist að
skapa svo lifandi og heilsteypta sögu af honum ög ævi hans.
Ekki verður um það deilt, að í Virkurn dögum eru dregnar upp
frábærar lýsingar af þjóðlífsháttum liðinnar aldar. Má þar nefna
Látraheimilið og lífið á.hákarlaskútunum, sem hvort tveggja voru
snarir þættir í hversdagsmynd þjóðlífsins þá, en eru nú algerlega
horfnir úr sögunni og koma aldrei aftur. Þannig er bókin ómet-
anleg heimild um menningarsögu þjóðarinnar. Og trúað gæti ég
því, ef mönnum dytti einhverntíma í hug að búa til kvikmynd
af íslenzku þjóðlffi síðustu aldar, þá yrði gripið til þessarar bókar.
En mest listarhandbragð er þó á mannlýsingum bókarinnar, og
þá einkum á Sæmundi sjálfum, en margar aukapersónur verða
ógleymanlegar af lítilli sögu eða fáum tilsvörum. í þessari nýju
útgáfu gerir höf. skemmtilega grein fyrir því, hvernig bókin varð
til. Henni fylgir einnig nafnaskrá, sem er ómissandi í slíkri bók,
og prýdd er hún nokkrum ágætum teikningum eftir Halldór
Pétursson.
Kennaraskóli Islands 1908—1958. Reykjavík 1958. Isa-
fold.
Kennaraskólinn átti fimmtugsafmæli á þessu ári. Eins og mak-
legt var um þá mætu stofnun hefir snoturt minningarrit verið
gefið út í því tilefni. Skólastjórinn, Freysteinn Gunnarsson, hefir
annast ritstjórnina og ritar hann sjálfur lengsta þátt bókarinnar,
sem er saga skólans, rakin stutt og brotalaust, þá skrifar hann
einnig meginhluta kaflans um skólastjóra og kennara. Þá er í
ritinu nemendatal, aðeins nöfn, en vísað til hins mikla kennara-
tals, sem nú er að koma út. Nokkrir kennarar skólans, eldri
og yngri, eiga þarna greinar, og eru í þeim hópi bæði forseti
og biskup íslands. Síðast í ritinu eru allmargar minningargreinar
eftir nemendur frá ýmsum tímum á þessu fimmtíu ára skeiði
skólans. Er þar víða við komið, og bera allar greinarnar vitni
um hlýhug gamalla nemenda til stofnunarinnar. Ekki leikur á
tveimur tungum, hvílíkt þjóðnytjastarf Kennaraskólinn hefir unn-
ið í hálfa öld. En við lestur sögu hans hlýtur mann að furða.
hversu mjög hefir verið til hans sparað af hálfu ríkisvaldsins.
Hinir mætu inenn, sem þar hafa stjórnað, hafa sýnilega kunnað
betur að gera kröfur til sjálfra sín en ríkisins. Ritið er fróðlegt,
yfirlætislaust og merk heimild um mikilvægan þátt í menningar-
sögu landsins.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Eiðasaga. Reykjavík
1958. Norðri.
Eiðaskóli, elzta og merkasta menntastofnun austanlands, átti
merkis afmæli á þessu ári, en þá voru 75 ár liðin frá því, að
stofnaður var búnaðarskóli á Eiðum, en síðar var honum breyl,t
í Alþýðuskóla 1919. Minningarrit Eiðaskóla hefir Benedikt Gísla-
son samið, er þar að vísu komið víðar við en um skólann sjálfan,
því að rakin er í stórum dráttum saga staðarins á Eiðum frá þvi
hann fyrst kemur við íslenzkar sögur. Kemur höfundur þar víða
við, og skal hér ekki dæmt um kenningar hans og fullyrðingar
um fornsögu Eiða og Austurlands.
Saga skólans er rakin af mikilli nákvæmni frá upphafi. Er þar
mikinn fróðleik að finna, ekki aðeins um skólann, heldur um bún-
aðar- og menningarsögu Austurlands, einkum á sxðustu áratugum
19. aldar. Getið er þar margra dugandismanna, sem við sögu koma
á einhvern hátt, en einkum þó skólastjóranna, og það að verð-
leikum. Oft verður höf. um það rætt, við hversu þröngan fjárhag
skólinn átti að búa og erfiðar aðstæður, og mun ekkert ofmælt í
þeim frásögnum. Afmælisritið er um alla ytri gerð stórmyndarlegt
og ekkert til þess sparað. Er það á sjöunda hundrað blaðsíður,
prýtt fjölda mynda og vel frá gengið í hvívetna.
Gatland, Kenneth W. og Derek D. Dempster: Líf í al-
heimi. S. Sörensson íslenzkaði. Reykjavík 1958. Norðri.
í bók þessari gera höfundarnir grein fyrir helztu atriðunum í
heimsmynd nútímans. Rakin er í stórum dráttum myndunarsaga
jarðarinnar og rætt um uphaf lífsins og þróun þess. Síðan er sviðið
fært út til annarra hnatta og annarra sólkerfa og leitazt við að
draga upp þá heildarmynd, sem vér nú vitum sannasta af alheimi
436 Heima er bezt