Heima er bezt - 01.12.1958, Side 35
frá atóminu til hinna stærstu himinhnatta. En höfundarnir láta
ekki sitja við hina köldu efnislegu skýringu á heiminum eina
saman. Þeir hverfa yfir á svið trúspekinnar og leitast við að sýna
fram á, hvar trú og vísindi hafi mætzt og hljóti að mætast. Grund-
vallarhugsun bókarinnar er sú, að þróunin sé stöðugt að skapa ný
lífsgervi, og að sköpun eigi sér ávallt stað. En að baki öllu standi
guðlegur máttur og þróunin sé tilgangsbundin. Skoðun höfunda
er athyglisverð i hvívetna og sett fram með mikilli rökfestu og af
djúpri siðferðiskennd. „Eitt mesta böl vorrar aldar er trúleysið á
gildi siðferðislegra hugmynda."
Eigi verður því neitað, að efni bókarinnár er allþungt viðfangs,
og lesturinn krefst athygli og orku af hálfu lesandans. En lestur-
inn launar erfiðið, og raunar gegnir furðu, hversu höfundinum
tekst' þó að gera jafn erfitt efni aðgengilegt. Þýðingin hefur ekki
verið neitt áhlaupaverk, en ekki verður annað séð, en þar hafi vel
tékizt. Þó kann ég ekki við sum orð, sem þýðandi notar, t. d.
ölgur í stað þörungar, sem um langt skeið hefur verið fast orð í
málinu.
Edouard Schuré: Vígðir meistarar. Björn Magnússon
prófessor íslenzkaði. Akureyri 1958. Bókaforlag
Odds Bjömssonar.
Hér segir franskur rithöfundur og dulspekingur frá átta trúar-
bragðahöfundum heimsins. Byrjar saga hans á Rama hinum ind-
verska og endar á Jesú. Er þar skýrt allrækilega frá ævi og kenn-
ingum meistaranna og skyggnzt um í dularheimum hinna aust-
>rænu launhelga í Egyptalandi og Grikklandi. Rakin eru áhrif
og stefnumið hvers um sig, bent á skyldleikann milli kenninga
þeirra og heimspeki. Vel má vera, að ýmsir verði höfundi ósam-
mála um þau atriði, er snerta samanburð hans á Jesú og hinum
öðrum vigðu meisturum, en engan skyldi það samt fæla frá bók-
inni. Því að aðalatriðið er, að höfundur kemur lesandanum í
kynni við nokkur mestu stórmenni andans, sem jörð vor hefur
alið, menn, sem innblásnir voru af guðlegum anda, og allir áttu
þátt i því, hver á sxna vísu, að hefja mannkynið á æðra stig
menningar og siðferðilegs þroska. Einnig fá menn að kynnast
því, hver skyldleiki er milli trúarbragðanna og að enginn ein
trúarbrögð eru sérstakur heimur. Hið æðsta mark er í rauninni
hið sarna, andleg fullkomnun og þroski mannsins. Lestur slíkra
bóka er vænlegur til þekkingar og þroska. Þar skiptir ekki máli,
hvort lesandinn er sammála öllu því, sem sagt er, heldur hitt, að
lesturinn gefur honum efni til umhugsunar, og sú hugsun gerir
hann menntaðri mann á eftir. Því verður ekki neitað, að slíkar
bækur eru ekki skemmtilestur þeim til handa, sem helzt kjósa að
lesa bækur án hugsunar og fyrirhafnar, en allt of mikið berst oss
af þess konar bókmenntum árlega. Þó má geta þess, að frásögnin
er víða með dramatiskum krafti og beinlínis spennandi aflestrar.
Má þar t. d. nefna kaflana um Móses og Pyþagóras. Enda þótt hér
sé víða fjallað um hin torskildustu heimspekileg og trúfræðileg
efni, er frásögnin víðast hvar svo ljós, að hverjum manni má að
gagni koma. En vitanlega verða menn að gefa sér tíma til að lesa
hana og njóta hennar. Þýðandi segir í formála, að hann hafi leit-
azt við að þýða sem nákvæmast og því oft haldið óbreyttum lík-
ingum og jafnvel orðtökum, sem ekki eru öll munntöm í íslenzku.
Þessa gætir nokkuð i málfari bókarinnar, en annars hefur þýð-
andi unnið merkilegt verk, að gera jafnerfitt heimspekimál. að-
gengilegt á íslenzkri tungu.
Sigurður Sveinbjörnsson: 1 dagsins önn. Akureyri 1958.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Roskinn verkamaður kveður sér hér hljóðs á vettvangi íslenzkra
ljóðskálda. Verður ekki annað sagt en honum farist það vel úr
hendi, og mættu margir þeirra, sem meira hafa látið á sér bæra,
vera vel sæmdir af bók þessari.
Lesið þessa hugljúfu
bók í snilldarþýðingu
Gísla Jónssonar,
menntaskólakennara.
Bókin er 164 bls.
Verð kr. 98.00.
Fyrir þessa bók hlaut
höfundur
bókmennta-
verðlaunin 1957.
SEPTEMBER-
MÁNUÐUR
Eftir Frédérique Hébrard
Hún er listmálari, gift glæsilegum skáld-
sagnahöfundi. Þau eru ung, ástfangin og
hamingjusöm. En skyndilega dregur ský
fyrir sólu. Hann tekur að sér að þýða sögur
frægrar og stórglæsilegrar, ítalskrar kvik-
myndastjörnu, og þegar kvikmyndastjarnan
birtist sjálf á sviðinu, þykist kona hans sjá
grunsamleg teikn á lofti. En voru þau sek
eða ekki?
Franska skáldkonan Frédérique Hébrard,
fjallar í þessari bók um framangreint efni á
nýstárlegan hátt, og verður óvænt niður-
Staða. Öll frásögnin er sjaldgæflega þokka-
full.
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR