Heima er bezt - 01.12.1958, Síða 37

Heima er bezt - 01.12.1958, Síða 37
Hjörleifshöfði Framhald af bls. 409. ----------------------------- endi vaðsins slóst um stóran hvannarnjóla, og stað- næmdist vaðurinn við það. Annars hefði vaðurinn óhjá- kvæmilega hrifið Jón með sér niður fyrir hengiflugið, sem óhjákvæmilega hefði orðið hans skapadægur. Endi vaðsins var bundinn um stein, sem var fyrir aftan mennina, sem undir vaðnum sátu, en svo lauslega hafði verið frá honum gengið, að vaðurinn hafði hrokkið upp af steininum, þegar í hann var tekið. En nú kemur það ótrúlegasta, að allir þeir, sem undir vaðnum sátu, höfðu sofnað, en um leið og vaðurinn þaut fram hjá þeim, hrukku þeir upp og sáu á eftir endanum á vaðn- um, þegar hann var að hverfa niður fyrir brúnina. Ekki var Markús þarna viðstaddur þegar atburður þessi gerðist, en ekki sagðist Jón hafa séð hann í eins þungu skapi eins og þegar hann flutti hirtingarræðu sína yfir bjargmönnunum fyrir gáleysi þeirra. Ekki mun þó hafa verið bætandi á hugarangur þeirra vegna þess að svona hörmulega skyldi takast til, þó að betur rættist úr en til var stofnað, því að allt voru þetta hinir grandvörustu menn, þó að þá henti þessi yfirsjón. Ekki er sagt frá þessum atburði til að kasta nokkrum skugga á minningu þeirra manna, sem þetta óhapp henti, held- ur til að minna á, að það er stundum eins og hulin hönd grípi fram í rás viðburðanna. Einar Sigurðsson kom sem barn í Hjörleifshöfða og hefur lengstum dvalizt á vegum Höfðafólksins og er nú 79 ára gamall. Hann var eitt sinn að leik sem barn á túninu fyrir neðan bæinn; hafði ekki gætt brúnarinnar fyrir neðan sig og hraut fram af henni. Enginn var úti við, sem sæi til ferða drengsins. Var hans brátt saknað og þegar hafin leit að honum. Fannst hann niður á sandi, þar sem hann hafði fallið um 50 metra hátt fall, og var ekki stórslasaður. Vildi það honum til lífs, að hann hafði lent í brattri sandkinn, og hafði það dregið úr mesta högginu. Hefði hann lent á jafnsléttu, myndi hann hvorki hafa haldið lífi né limum. Hjálmarsfláar heita suðvestan í Höfðanum. Hagar þar svo til, að mjög vont er að fara um þá með aðstoð vaðs. Eru þeir bæði brattir og á þeim eru grasteygingar laus- ar á berginu. Ekki hafði neinn treyst sér til að fara um þá til fýlatekju fyrr en Hjálmar Eiríksson frá Ketils- stöðum, síðar í Rotum undir Eyjafjöllum, tók sér það fyrir hendur. Fór hann um fláa þessa ár eftir ár, band- laus, og varð aldrei fótaskortur. Eru fláarnir síðan við hann kenndir. Nokkur ár eftir að Hjálmar hætti fýlaferðum í Hjör- Ieifshöfða, mun lítið eða ekki hafa verið farið í Fláana þar til Högni Högnason frá Görðum gerðist þar siga- maður. Hann var hinn mesti röskleikamaður, stór og sterkur og hugaður vel. Hann vildi ekki vera eftirbátur Hjálmars og vildi freista að ganga í Fláana en varð hált á því ferðalagi. Hrapaði hann 20—30 metra fall. Að vísu slasaðist hann allmikið, en þó mildu minna en líkur voru Hallgrimur Bjarnason, bóndi i Hjörleifshöfða 1918, þegar sið- asta Kötlugos dundi yfir. til. Komst hann aftur til viðunandi heilsu, en ekki mun hann hafa lagt í Hjálmarsfláa eftir þetta. Það mun hafa verið síðasta árið sem Jón á Giljum seig í Hjörleifshöfða að hann veiktist snögglega, og var maður sendur heim á bæinn til að ná í hest handa hon- um til að sitja á heim að Höfðabænum. Var hann búinn að leggja hnakk á hestinn og batt hann við hestastein þar á hlaðinu, meðan hann skrapp inn í bæ einhverra erinda. Á garði fyrir framan hlaðið var stöng með rellu eða erli á, en meðan maðurinn var inni, gerði vindhviðu, svo að rellan tók að snúast. Við það fældist hesturinn, sleit sig upp og trylltist og stökk beint fram af bjarg- inu og lá sundurtættur niðri á sandi þegar að var komið. Hefði maðurinn verið kominn á bak hestinum, myndi hann sennilega ekki hafa haft vald á honum, svo tryllt- ur sem hann var, og þá farið sömu leiðina. Ymsar sögur hafa farið af reimleikum í Hjörleifs- höfða hin síðari ár, þótt ekki verði farið út í það að þessu sinni. En afdrif atburða þeirra, sem hér hefur ver- ið frá sagt, benda til þess, að þar séu ekki síður góðar vættir en illar á ferðinni. Og mætti svo jafnan verða. Eg hef nú fært í letur það, sem mér er kunnugt um Hjörleifshöfða og fólkið, sem þar hefur dregið fram lífið síðan Hjörleifur steig þar fyrst fæti á land og þar til byggð lagðist þar niður nú fyrir fáum árum. Það er áður frá því sagt, að síðasta fólkið af ættstofni Markúsar Loftssonar fluttist úr Höfðanum vorið 1920. Eftir það voru þar þrír bændur sem leiguliðar, en eng- inn þeirra lengi. Sá, sem þar var lengst, var þar í tíu ár, svo að varla getur heitið að þarna hafi verið byggð síðan 1930. Það má einstakt heita að byggð skyldi haldast við uppi á tiltölúlega háu fjalli, umkringdu af eyðisöndum á alla vegu, langt frá öllum mannabústöðum, og þar að auki jökulvötn á tvo vegu, hafið á þann þriðja, og á Heima er bezt 439

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.