Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 40
4 uppáhaldsóskir ykkar í verðlaun í hinni nýju barnagetraun í „Ileima er bezt“. Getraunin hefst í þessu hefti og lýkur í febrúarheftinu. Vegna hinna miklu vinsælda, sem barnagetraunir „Heima er bezt“ hafa náð, höfum við ákveðið að byrja nú á nýjan leik á verðlaunagetraun, og að þessu sinni höfum við alveg sérstaklega vandaða gripi x verðlaun. Þess vegna höfum við ákveðið að láta getraunina ná yfir þrjú hefti að þessu sinni, það er að segja desember 1958, janúar og febrúar 1959, þannig að þið eigið ekki að senda lausnirnar til blaðsins fyrr en þið hafið leyst þrautirnar í öllum þrem heftunum. — Verðlaunin skiptast þannig að þessu sinni: 1: verðlaun: Tveggja manna tjald kr. 685.00 2: verðlaun: Svefnpoki kr. 460.00 3: verðlaun: Bakpoki kr. 390.00 4: verðlaun: Kuldaúlpa kr. 275.00 Samtals vinningar að verðmæti kr. 1810.00 Allir þessir fjórir glæsilegu vinningar eru alveg áreiðanlega á meðal þess, sem allir röskir drengir og stúlkur óska sér einna helzt, enda ekki að furða, því alltaf kemur það sér vel að eiga svona góða gripi, ekki sízt þegar fara á í útilegur eða skólaferðir. Verðlaunagripirnir eru framleiddir hjá hinum landskunnu verksmiðjum Belgjagerðinni og Skjólfatagerðinni í Reykjavík, en eins og allir vita, þá eru framleiðsluvörur þessara fyrirtækja með því vandaðasta og bezta, sem hægt er að fá, enda eru þær einmitt framleiddar með þttð fyrir augum að þær henti sem bezt í því loftslagi og veðurfari, sem við eigum að venjast hér á landi. Og svo endast allir þessir hlutir von úr viti. Þið getið átt þá í mörg ár og haft af þeim mikla ánægju, meira að segja þegar þið eruð orðin fullorðin og ætlið að fara í langt ferðalag um landið. I næsta hefti skulum við svo segja ykkur meira um öll þau hlunnindi, sem það veitir ykkur, að eignast eitthvað af hinum glæsilegu verðlaunagripum í hinni nýju og skemmtilegu lxarnagetraun „Heima er hezt“. Lesið nánar um getraunina á bls. 440.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.