Heima er bezt - 01.01.1959, Side 9

Heima er bezt - 01.01.1959, Side 9
Mb. Gulla Ve. 269. inn hófst, fiskiklær og aflakóngar, sem orð fór af víða um landið. Það þykir ávallt mikill vegs- og virðingar- auki að hljóta titilinn „aflakóngur Vestmannaeyja" þetta eða hitt árið. Slíkir afburðamenn eiga á öllu völ, t. d. góðum bátum og úrvals sjómönnum. Hins vegar er tign- arsess aflakonungsins mikið keppikefli og titillinn vand- varinn frá ári til árs. Einn kemur öðrum meiri eða jafn- snjall, með heppni í stafni og velgengni á bæði borð, rennir sér fram fyrir aflakónginn og tekur sæti hans í tignarsætinu. Það þykir ávallt mikið afrek og aðdá- unarvert. Árið 1954 skeði það, að Benóný Friðriksson frá Gröf í Eyjum varð aflakóngur Eyjanna. Hann var þá fimmt- ugur að aldri. Oft hafði hann verið hættulegur keppi- nautur fiskikónganna, en þetta árið hlaut hann titiHnn, settist í tignarsætið og hefur trónað þar síðan með heiðri og sóma í fimm vertíðir, þar eð enn varði hann tignar- sætið og varð aflakóngur Eyjanna 1958, í fimmta skiptið í röð. Um leið varð hann aflakóngur allra verstöðva ís- lenzkra vélbáta og fiskaði alls 1290 smálestir frá áramót- um til 10. maí. Næsti bátur varð Hrafn Sveinbjarnarson * úr Grindavík með 1200 smálestir. Þetta afrek Benónýs Friðrikssonar er algjört eindæmi í sögu Eyjanna og að dómi almennings og þeirra, er vita bezt, engin tilviljun. Hann er tvímælalaust mesti fiski- maður Eyjanna, einn mesti fiskimaður, sem landið á, fiskimaður af guðs náð. Mætti þess vegna með sanni kalla hann „aflakonung aflakonunganna í ríki íslenzkra vélbátaverstöðva“. Hvað er nú hægt að segja um þennan mann til kynn- ingar og fróðleiks? Það er margt, mjög margt. Það mætti skrifa um hann heila bók, því þótt maðurinn sé aðeins rúmlega fimmtugTir, á hann sér mikla og merki- lega sögu. Hann er þekktur um allar sveitir og verstöðv- ar landsins og á íslenzka fiskiskipaflotanum. Þeir, sem ekki kannast við Benóný Friðriksson, hafa þó allir heyrt talað um „Binna í Gröf“ eða „frá Gröf“. Það er nafn, sem allir kannast við. Vermenn hafa borið hróður hans víða um landið, hann er kunnur af veiðum sínum kring- „Um lokin" 1958. — Hluti bátajlotans i Vestmannaeyjum við Nausthamarsbryggju. um landið, og blöð og útvarp hafa lofað hann að verð- leikum. Þrátt fyrir allar kynningar vil ég geta hans að nokkru í sambandi við vertíðarlokin, en aðeins minnast fárra atriða úr fiskimannsferli hans. Benóný Friðriksson, þ. e. Binni frá Gröf, er fæddur í Gröf í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Hann er son- ur merkishjónanna Oddnýjar Benediktsdóttur frá Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum og Friðriks Benónýs- sonar frá Núpi í sömu sveit, formanns og dýralæknis í Eyjum, en þau hjón fluttu til Eyja árið 1902. Þau reistu bú að Gröf og bjuggu þar myndarbúi, rómuð fyrir vin- hlýju, glaðværð og gestrisni. Friðrik gerðist snemma formaður, heppinn og vel aflasæll, og var bæði með opin skip og vélbáta. Dýralæknisembættinu gegndi hann af stakri samvizkusemi meðan hans naut við, og var maður vel fær í því starfi. Þau hjónin komust vel af, þrátt fyrir mikinn barnahóp, og sýnir það eitt framtak þeirra í hvívetna. Alls munu þau hjónin hafa eignazt 22 börn, og komust mörg af þeim til ára. Enginn sá frú Oddnýju bregða við allar þessar bam- eignir. Hún var síkát og ungleg, lág vexti og þrifleg kona, létt á fæti og hamhleypa til verka, sem kom sér vel á þessu mannmarga heimili. Friðrik var léttur á fæti og hýr í lund, fremur lágvax- inn, dökkur á brún og brá og samanrekinn kraftakarl til burða. Eiginleikar, sem mjög hafa gengið í erfðir til sona hans. Benóný ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í Gröf og varð snemma mikill fyrir sér. Varð fíjótt auð- sætt, að þar var mikið mannsefni á ferðinni og að hugur hans stefndi til sjávar. Innan fermingaraldurs var hann farinn að róa á opnum bátum með félögum sínum, þeim Þorgeiri Jóelssyni frá Fögruvöllum og Magnúsi ísleifs- syni í Nýjahúsi. Allir voru þeir miklar aflaklær, harð- frískir strákar og svo fastsæknir á fiskimiðin, að mörg- um eldri manninum þótti meir en nóg um. Formennsku á bátnum önnuðust þremenningarnir til skiptis, og var mikið kapp um hvern róður. Frá þessum dögum má segja að formennskuferill Ben-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.