Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1959, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.01.1959, Qupperneq 11
þrisvar úr röð, einn þrisvar í röð og fimm sinnum úr röð og tveir þrisvar í röð. Er þar af fullljóst, að tignar- sessinn er mjög vandvarinn frá ári til árs, og hörð og mikil keppni. Árin 1906, 1912 og 1913 var Þorsteinn Jónsson í Lauf- ási aflakóngur Eyjanna, þekktur formaður og annáluð aflakló. Árin 1910, 1922 og 1923 var aflakóngur Sigurð- ur Ingimundarson í Skjaldbreið, einn af mestu fiski- mönnum Eyjanna á sinni tíð. Árin 1918, 1920 og 1926 skipar öndvegið Árni Þórarinsson frá Oddsstöðum, síð- ar hafnsögumaður í Eyjum, þekktur aflamaður sinnar tíðar. Árið 1943 verður aflakóngur Eyjanna Jóhann Pálsson, skipstjóri á mb. Lagarfossi. Hafði hann verið í öðru sæti árinu áður á sama bát, mikill og snjall fiski- maður. Árið 1944 varð Jóhann aftur aflakóngur og enn árið 1945. Þetta þótti að vonum mikið afrek, og flaug hróður mb. Lagarfoss og Jóhanns Pálssonar víða um ís- lenzkar verstöðvar. Árið 1946 skipti Jóhann um bát, og var þá með Dverg, mótorbát, sem leigður var til Eyja. Þá var Jóhann í öðru sæti. Auðsjáanlega hefur hann ekki kunnað vel þeim sess, því næstu vertíð, þ. e. 1947, skipti hann enn um bát og tók þá við mb. Jötni. Eftir harða sókn og keppni lauk vertíð svo, að enn varð Jóhann Pálsson aflakóngur og hafði þá setið í tignarstólnum fimm sinnum á sjö árum. Þetta þótti bera órækan vott um afburða fiskimannshæfni og dugnað. Árið 1950 kom nýr aflakóngur til sögunnar, einn af fræknustu fiski- mönnum Eyjanna. Það var Óskar Eyjólfsson í Laugar- dal. Ekki lét hann þar við sitja, heldur varði titilinn 1951 og aftur árið 1952. Það ár fiskaði Óskar 719 smál. í 77 róðrum, sem var álitið eindæma aflamagn í Eyjum miðað við slægðan fisk með haus. Menn væntu mildls af þessum unga, dugmikla formanni, en næstu vertíð fórst liann, sem kunnugt er, með mb. Guðrúnu, Ve. 163, 23. febr. 1953, aðeins 36 ára gamall. Óskar Eyjólfsson varð aflakóngur þrisvar í röð, annar eftir Jóhanni Pálssyni sem náð hafði þeim frama. Þegar Benóný Friðriksson varð aflakóngur Eyjanna þriðju ver- tíðina í röð, samfögnuðu Eyjamenn honum og dáðu að verðleikum. Vertíðin 1957 byrjaði líkt og fyrri ár. Nýjir bátar, hvers konar ný veiðitælci, nýjar áætlanir og fyrirheit, sem allt stefndi til aukins afla, sóknar og öryggis. Strax um áramótin hófst þessi árlegi darradáns bátaflotans, sem samanstóð af um 100 vélbátum. Benóný lét ekki standa á sér til vertíðar, en hóf róðra 2. janúar ásamt fleirum. Ekki var langt liðið á vertíð, þegar menn fóru að leiða getum að, hver myndi verða aflakóngur, eða hvort Binna frá Gröf tækist að verja sætið fyrir ágengni ann- arra það árið. Með febrúarmánuði jókst fiskur nokkuð, og mun Binni þá hafa fiskað um 200 smál. Fleiri voru með líkt aflamagn. En er leið á marzmánuð, hækkaði smálestatala Gullborgar mjög ört. Á tímabilinu frá 23. marz til 17. apríl fiskaði hann t. d. rúmar 320 smálestir. Nokkrir bátar fylgdu fast eftir, svo sem Stígandi, Ve., Freyja, Ve., og Kristbjörg, Ve., auk Austfjarðabátanna, sem fiskuðu mjög vel og voru harðir keppinautar Eyja- bátanna. Almenningur var orðinn mjög spenntur og fylgdist af ákafa með aflamagninu, sem stöðugt jókst. Skömmu fyrir mánaðamótin apríl—maí kom Binni með lokasprettinn, og stóðst þá ekkert við honum fremur venju. Síðustu fjóra róðrana kom hann með 51.210 kg, 61.200 kg, 41.970 kg og 43.150 kg. Þetta réði úrslitum. Hann varð þar með aflakóngur Eyjanna þessa vertíð með 1017 smálestir upp úr bát eða 806.305 kg miðað við slægðan fisk með haus. Hann varð um 100 smál. hærri en næsti bátur, sem var mb. Víðir frá Eskifirði. Hinir garparnir á Eyjabátunum hæstu fengu: Stígandi 619.903 kg, Freyja 642.680 kg og Kristbjörg 604.680 kg. Þannig lauk þessari vertíð. Binni hafði orðið aflakóng- ur Eyjanna í fjórða sinn í röð, með meira en helmingi hærri meðalafla, og slegið öll met um tignarstöðuna. Enginn hafði haldið tignarsætinu í fjögur ár í röð. Eyja- menn dáðu Binna fyrir afrekið, og sjómannastéttin heiðraði hann að verðleikum. „Undraverður fiskimaður Gullborg. Heima er bezt 7

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.