Heima er bezt - 01.01.1959, Page 17

Heima er bezt - 01.01.1959, Page 17
GUÐMUNDUR J. EINARSSON.- FAUSKUR r g s a, hvar hann kom utan melana. Og ég þekkti hann á langleið. Þegar hann var á ferð, hafði j hann einatt poka bundinn yfir öxlina, bundinn með snæri. I pokanum bar hann sín fátæklegu smíðatæki, öxi, sög, hamar og naglbít og stundum hefil og náttúrlega þjalir. Hann var orðinn boginn í baki, en bar þó höfuðið hátt. Kroppurinn var visinn og rýr og axlirnar signar. Venjulega hafði hann ullartrefil, margvafinn um háls- inn. Tilsýndar leit hann því út eins og tóbaksponta, því axlirnar voru svo afsleppar og höfuðið var eins og stór tappi þar uppúr. Hann var auðsjáanlega orðinn uppgefinn, því að það var eins og fæturnir fléttuðust undir honum, þegar hann gekk. En hann reyndi að hressa sig upp, þegar hann nálgaðist bæinn, en það var nærri því verra, því þá lá honum við að detta í hverju spori. „Komdu sæll,“ sagði hann og rétti mér sinabera hendina. „Sæll,“ anzaði ég, „kemur þú á postulahestun- um alla þessa leið? “ Hann hló. „Nei, ég kem bara á tveimur jafn fljótum, þeir hafa dugað mér bezt, skal ég segja þér. Og svo þarf ég engan að biðja.“ Þögn. „Þú varst að tala um postulahesta,“ byrjaði hann sam- talið aftur, „ég hugsa að þeir séu nú löngu dauðir, hafi þeir þá nokkrir verið, sem ég efast um, því varla trúi ég því, að Petur hefði 'liðið blessuðum frelsaranum að ríða á ösnuskratta, hefði hestur t. d. á borð við hana Leiru mína verið til og þar nærtækur. „Nei, ónei, ég þarf enga aðra hesta en fæturna, þó gamlir séu. í þessu líka færi gæti ég boðið þeim út, sem yngri eru, og svo var ég reiddur yfir vötnin." „Jæja, karlinn,“ segi ég, „ég heyri að þú ert seigur ennþá.“ „Seigur, heldurðu að maður sé ekki seigur, ekki er aldrinum fyrir að fara, svo ég gæti boðið þér út í göngu.“ „Já,“ anzaði ég fálega, „það þyrfti nú engan þolhlaupara til að bjóða mér út.“ Líklega hefur hann haldið að ég hefði þykkzt við áskorunina, því hann bætti við: „Það miðar nú enginn við þig, lungnalausan manninn; ég átti við þá, sem heil- brigðir eru.“ „Segir þú engar fréttir utan úr sveitinni,“ spyr ég. „Nei, engar fréttir nema aflaleysið í haust.“ „Þá verð- ur víst margur bágstaddur í vetur,“ segi ég. „Já, senni- lega verða margir skratti knappir með soðfisk, nema þeir, sem lifa á gömlum merg, eins og ég,“ bætti hann við. „Jæja“, segi ég, „ert þú birgur, það væri nú helzt ástæðan til, maður um sjötugt, og þess utan annað lagn- ara en sjóferðir.“ „Jú jú, ég á nóg fyrir mig,“ sagði hann og brosti, eða réttara sagt reyndi að brosa, en drættirnir í andlitinu líktust grátviprum kringum munn- inn, svo átakanlega sorglegum og einstæðingslegum, að ég snéri mér undan til að þurfa ekki að verða áhorf- andi, ef hann gæti ekki harkað af sér.“ „Er húsbóndinn heima?“ spyr hann. Ég neitaði því. „Ég kom nefnilega til að saga hérna spýtukefli, sem rak í fyrra vetur.“ „Spýtukefli,“ hrópaði ég, „veiztu ann- ars hvað það er stórt?“ „Ætli ég fari nú ekki nærri um það; það kvað vera skitnar 18 álnir og rúmlega feðm- ingur á sverleika í mjórri endann,“ eins og honum fyndist nú ekki mikið til um svona mor. „Getur þú ekki vísað mér á spýtuna, svo ég geti byrjað að sirkla hana út undir sögunina á morgun?“ „Það verður nú ekkert af því í kvöld, þér veitir ekki af að hvíla þig eftir þessa löngu ferð. Og svo þarft þú að koma inn og fá hressingu. Afsakaðu, að ég bauð þér ekki strax að ganga í bæinn.“ Hann hét Jón, einyrkjabóndi þarna úr sveitinni, nú hættur búskap að mestu, en átti þó nokkrar kindur. Hann var ágætlega lagtækur á trésmíðar, hafði alla tíð verið fátækur, eins og raunar flestir á þeim árum. Ég held að honum hafi eiginlega aldrei fallið búskapur Það voru smíðarnar, sem áttu allan hans hug. Og eigin- lega var hann alltaf að smíða. Við orfið á sumrin, við gegningarnar á veturna, alltaf að smíða, alltaf að reisa stórhýsi, háreista bæi með þiljuðum stofum í suður- stafni, og björtum, rúmgóðum eldhúsum í norðurend- um. Og hann var alltaf að breyta þessum byggingum sínum, fága þær og fegra, því hann var meira en fæddur smiður, hann var líka fæddur „arkitekt“. Nú var hann sem sagt hættur búskap, enda börnin komin á legg, og flest að heiman; nú hafði hann byggt sér lítinn, snotran bæ, ræktað túnblett og matjurtagarð kringum hann. Kunnugir sögðu, að fólkið byggi sjaldan lengur en missiri í sama bæjarhlutanum. Stundum bjó það uppi á lofti, stundum niður í svonefndri suðurstofu, sem var nú raunar óþiljuð, en tjölduð með hærustriga innan. En hvergi sáust þó óhreinindi, hvorki uppi né niðri, því konan var kattþrifin. En mál manna var það, að hún liti niður á mann sinn, enda alin upp á prestsetri en hann í lélegu koti. Hann taldi eigur sínar alltaf meiri en þær voru, en hún var sögð hálfgerð barlóms- Heima er bezt \ 3

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.