Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 18
kolla. Þó mun hjónabandið ekki hafa verið verra en
almennt gerist.
Um dagmálaleytið kom ég þangað, sem hann var
byrjaður að vinna að trénu. Nú var þreytan frá gær-
deginum horfin, og karlinn lék við hvern sinn fingur,
og hjó til tréð í ákafa, jafnframt því sem við mösuð-
um saman. „Heldur þú kannski ekki að ég sjái þjg,
bannsettur þrjóturinn þinn,“ tautaði hann í lágum hljóð-
um við kvisti, sem urðu fyrir öxinni. „Helvízkur, ætl-
arðu að eyðileggja fyrir mér verkfærið.“ „Við sjáum
nú til, við sjáum nú til, láttu þér ekki detta í hug, að
þú getir hlunnfarið Jón gamla, meðan hann hefur fulla
sjón; ég saga bara af þér gónuna, karl minn.“ „Vertu
ekki að hamast svona, maður, fáðu þér í nefið, bless-
aður vertu,“ segi ég og tók upp tóbaksdósir mínar, og
bauð honum. Hann skoðaði dósirnar vandlega. „Attu
svona skrautlegar dósir,“ segir hann og strauk þær,
„en hvaða fígúra er þarna á lokinu?“ „Það eru uxar,
sem draga plóg,“ sagði ég, sem satt var. Uxar sem draga
plóg! Hvað á það nú að fyrirstilla? “ Hann hló hátt.
„Mér finnst það vel viðeigandi,“ segi ég. „Maður, sem
venur sig á tóbak, er innan skamms tíma þræll þess,
nokkurskonar uxi fyrir plóg.“ „Já,“ segir hann, „þettað
er satt; það hefur hver sinn djöful að draga. Og sumir
eru svo vitlausir, að þeir láta djöfulinn draga sig aftur-
ábak. En það er að kunna tökin á því. Snúa við í tíma,
maður guðs og lifandi — það hef ég einatt kunnað,
þó ég segi sjálfur frá.“
Um nónleytið heimsótti ég svo sögunarkarlinn aftur,
og nú var hann byrjaður að saga. Hann var í þessu
sama sólskinsskapi. Ég hjálpaði honum að velta trénu
við, og hélt svo heim aftur. Karlinn kom ekki fyrr
enn í myrkri um kvöldið. Vinnumennirnir ræddu við
hann á meðan hann borðaði mat sinn og á meðan hann
hvatti sögina. Hann lék á als oddi. Og morguninn eftir
var hann kominn að verki á undan öllum öðrum.
„Er hún nú farin að leita hjá þér,“ varð mér að
orði, þegar ég kom til hans eftir hádegið. Sögin var
auðsjáanlega komin út af strikinu, enda var það svo
sem engin furða, þar sem tréð var svo svert, að hún
náði varla gegnum það. „Leita, nei, ég held nú ekki,
hugsaðu um það, sem þú átt að gjöra, og láttu mig í
friði.“ „Á ég ekki að snúa með þér, áður en ég fer,“
sagði ég, og datt ekki í hug, að fyrtast við karlinn, þó
hann væri svona önugur við mig.“ „Nei, ég sný henni
með vog, þegar þess þarf.“ Ég vissi, að hann vildi losna
við mig, en var ekki að hugsa um að gjöra honum það
til geðs. Ég sá, að hann þurfti að snúa trénu og vildi
sjá sporið hinumegin, settist því niður og beið. „Fannst
þér ekki saltur maturinn í morgun?“ sagði hann. „Nei,
hvernig ætti það svo sem að vera,“ sagði ég, „þetta var
nú mest spónamatur.“ „Æ, góði besti, sæktu mér
blöndusopa. Ég er bara klárlega að sálast úr þorsta.“
Ég reis á fætur. „Nú, ekki dugir að láta þig drepast úr
þorsta,“ segi ég, og labbaði af stað. „Blessaður vertu,
flýttu þér ekki um of, þú veizt að þú mátt ekki revna
ofmikið á brjóstið,“ kallaði hann á eftir mér. Nei, sann-
arlega skyldi ég ekki flýta mér um of, því ég vissi, að
karlinn átti fulla flösku af drykk undir naustveggnum,.
sem tréð lá yfir. Hann vildi bara losna við mig, og mér
var vel ljóst hvers vegna.
Daginn eftir heimsótti ég hann um miðjan dag. Nú
var hann farinn að saga tréð frá hinum endanum. Það
leyndi sér nú ekki, að sögunin var í hæsta máta mis-
lukkuð. „Þú skalt höggva til fleyg og rífa svo það, sem
eftir er,“ sagði ég. Hann þagði, en hætti að saga, settist
á naustavegginn og starði sljófum augum út á sjóinn.
Ég hjó til tvo fleyga og keyrði þá í tréð. Það brakaði
og brast í því, þegar ég sló þá í, og loks datt það í tvo
hluti. En gamli maðurinn fól andlitið í óhreinum og
sigggrónum höndunum — og grét.
Ég horfði á eftir honum, þegar hann gekk út mel-
ana daginn eftir. Kroppurinn var visinn og rýr og axl-
irnar sígnar, og höfuðið stóð upp úr ullartreflinum,
eins og tappi í tóbakspontu. Ég hafði labbað með hon-
um út yfir túnið og kvatt hann þar. í fyrsta skipti,
þau 22 ár, sem ég hafði þekkt hann, sá ég honurn
brugðið. Hann rétti mér vinnulúna hendi sína til
kveðju. Síðan sneri hann sér undan og rölti af stað.
Hann grét eins og sá einn getur grátið, sem finnur allt
í einu að hann er farinn að lifa sjálfan sig.
Úr bréfum Hannesar á Núpsstað
Framhald af bls. 12. -------------------------------
En nú sneri brjóstið að brekkunni, stöngin (broddstaf-
urinn) lenti þversum ofan við skoruna, og hékk ég á
henni að mér fannst dálitla stund. En snjórinn þjapp-
aðist niður úr skorunni, bæði undir mér og ofan á, og
hélt ég, að innyflin öll ætluðu að kreistast niður af mér
meðan á því stóð. Svo slitnaði ég af stönginni og skall
aftur yfir mig, en stöðvaðist von bráðar, og var þá
flóðið allt farið niður fyrir og hafði skilið mig eftir
á snarbrattri klöpp, liggjandi á bakinu með höfuðið á
blábrúninni, því að það gekk á undan síðasta spölinn.
Þarna lá ég á svo brattri klöpp, að stórundur mátti
teljast, að ég skyldi stöðvast svona tæpt, þótt snjóflóðið
væri horfið og hefði sleppt tökum á mér. Þótt þarna
væri ekki mjög hátt ofan fyrir, var mér dauðinn vís,
ef ég ylti fram af, og virtist mér að hver minnsta
hreyfing hlyti að valda því. En samt varð að hætta á
það. A-Iér tókst að vinda mig ofurlítið, svo að ég gat
velt mér á hliðina, og skreið síðan upp af klöppinni.
En er ég leit eftir flóðinu, -sem nú var nærri því komið
ofan á jafnsléttu, sá ég að hundurinn minn þevttist eins
og fótbolti til og frá ofan á flóðinu. Datt mér sízt annað
í hug, en að hann myndi vera á kafi einhvers staðar í
flóðinu.
Það, sem bjargaði mér frá að berast alla leið með
flóðinu ofan fyrir klettana, var hve utarlega ég var í
því, — og síðan sú „tilviljun“, að ég skyldi lenda í
klettaskorunni. F.ða þannig munu flestir vilja skýra
þetta.
14 Heima er bezt